Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni Andri Eysteinsson skrifar 5. ágúst 2020 11:30 Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir. Stöð 2 „Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. „Það er ekki gott að skamma fólk eða hræða fólk fyrir að viðhalda ekki sóttvörnum. Lögreglusektir og svo framvegis. Við verðum að lifa með þessu. Það er betra að spritta sig, passa sig, vera ekki að faðma og knúsast. Ekki vera að halda 50 manna veislur og reyna að viðhalda tveggja metra fjarlægð. Ég held að það sé auðveldara að gera það í 6-12 mánuði heldur en að fara að loka skólum og fyrirtækjum og svo framvegis,“ segir Bryndís. Hún segir að landið hafi verið veirufrítt um miðjan júní áður en að ferðamenn fóru að týnast til landsins að nýju. Fólk hafi slakað á eftir þær fréttir og ekki sé ljóst hvort landið hefði grætt eitthvað á því að fresta „opnun“ landamæranna en ýmsir hafa kennt opnun landamæranna um fjölgun staðfestra kórónuveirutilfella á undanförnum vikum. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast,“ segir Bryndís sem kveðst ekki geta sagt til um hvort ákvörðunin hafi verið röng. „Ég veit ekki hvort við hefðum grætt eitthvað á því að fresta opnuninni. Fólk var að tala um að opna fyrst eftir verslunarmannahelgi en þá hefðum við bara verið í sömu sporum eftir sex vikur. Við hefðum bara frestað hinu óumflýjanlega. Landið verður ekkert veirufrítt almennt séð, þetta er veira sem mun koma og fara og valda usla,“ sagði Bryndís. Hún segir það jákvætt að enginn sé alvarlega veikur en einn hefur lagst inn á spítala undanfarið en sjúklingurinn hefur nú verið útskrifaður. Verið sé að greina einstaklingana með smit fyrr en gert var í upphafi faraldursins í vetur. Fólk hafi verið orðið töluvert veikt þegar loks var hægt að greina þau með Covid-19. Þá hafi yngra fólk verið að smitast undanfarið og útlit sé fyrir að yngra fólki finnist erfiðara að halda fjarlægðartakmörkunum. Nokkur biðstaða sé einnig komin upp enda sýni fyrri bylgja faraldursins að fólk hafi verið að veikjast meira í seinni helmingi veikinda. Læknar hafi oft séð fólk á 9. til 13. degi veikinda leggjast inn á sjúkrahús alvarlega veikir. Bryndís segir að næstu tvær vikurnar verið lykilatriði en þá muni koma í ljós hvort að sprenging verði í faraldrinum. Annað hvort í fjölda tilfella eða í alvarleika veikindanna. Heilbrigðisstarfsfólk sé þó betur undirbúið heldur en í vetur og skimað sé öflugt í kringum hvert tilfelli. „Svo erum við komin með þessi lyf, Remdesivir og Favipiravir sem við vorum að nota í fyrsta sinn í síðustu viku. Við vitum meira að við munum ekki nota Hýdroxýklórókínið sem hefur sýnt sig að virki ekki og jafnvel ekki þessa ónæmisbælandi meðferð sem mjög veikir sjúklingar fengu í vor,“ sagði Bryndís sem hvatti Íslendinga til þess að vera hvorki hrædd né óörugg. „Við munum alveg höndla þetta vel en fólk þarf að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Ég vil ekki að verði panikástand en við vitum að þetta mun versna, spurningin er bara hvort þetta versni með meiri fjölda eða meira veikum einstaklingum,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
„Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. „Það er ekki gott að skamma fólk eða hræða fólk fyrir að viðhalda ekki sóttvörnum. Lögreglusektir og svo framvegis. Við verðum að lifa með þessu. Það er betra að spritta sig, passa sig, vera ekki að faðma og knúsast. Ekki vera að halda 50 manna veislur og reyna að viðhalda tveggja metra fjarlægð. Ég held að það sé auðveldara að gera það í 6-12 mánuði heldur en að fara að loka skólum og fyrirtækjum og svo framvegis,“ segir Bryndís. Hún segir að landið hafi verið veirufrítt um miðjan júní áður en að ferðamenn fóru að týnast til landsins að nýju. Fólk hafi slakað á eftir þær fréttir og ekki sé ljóst hvort landið hefði grætt eitthvað á því að fresta „opnun“ landamæranna en ýmsir hafa kennt opnun landamæranna um fjölgun staðfestra kórónuveirutilfella á undanförnum vikum. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast,“ segir Bryndís sem kveðst ekki geta sagt til um hvort ákvörðunin hafi verið röng. „Ég veit ekki hvort við hefðum grætt eitthvað á því að fresta opnuninni. Fólk var að tala um að opna fyrst eftir verslunarmannahelgi en þá hefðum við bara verið í sömu sporum eftir sex vikur. Við hefðum bara frestað hinu óumflýjanlega. Landið verður ekkert veirufrítt almennt séð, þetta er veira sem mun koma og fara og valda usla,“ sagði Bryndís. Hún segir það jákvætt að enginn sé alvarlega veikur en einn hefur lagst inn á spítala undanfarið en sjúklingurinn hefur nú verið útskrifaður. Verið sé að greina einstaklingana með smit fyrr en gert var í upphafi faraldursins í vetur. Fólk hafi verið orðið töluvert veikt þegar loks var hægt að greina þau með Covid-19. Þá hafi yngra fólk verið að smitast undanfarið og útlit sé fyrir að yngra fólki finnist erfiðara að halda fjarlægðartakmörkunum. Nokkur biðstaða sé einnig komin upp enda sýni fyrri bylgja faraldursins að fólk hafi verið að veikjast meira í seinni helmingi veikinda. Læknar hafi oft séð fólk á 9. til 13. degi veikinda leggjast inn á sjúkrahús alvarlega veikir. Bryndís segir að næstu tvær vikurnar verið lykilatriði en þá muni koma í ljós hvort að sprenging verði í faraldrinum. Annað hvort í fjölda tilfella eða í alvarleika veikindanna. Heilbrigðisstarfsfólk sé þó betur undirbúið heldur en í vetur og skimað sé öflugt í kringum hvert tilfelli. „Svo erum við komin með þessi lyf, Remdesivir og Favipiravir sem við vorum að nota í fyrsta sinn í síðustu viku. Við vitum meira að við munum ekki nota Hýdroxýklórókínið sem hefur sýnt sig að virki ekki og jafnvel ekki þessa ónæmisbælandi meðferð sem mjög veikir sjúklingar fengu í vor,“ sagði Bryndís sem hvatti Íslendinga til þess að vera hvorki hrædd né óörugg. „Við munum alveg höndla þetta vel en fólk þarf að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Ég vil ekki að verði panikástand en við vitum að þetta mun versna, spurningin er bara hvort þetta versni með meiri fjölda eða meira veikum einstaklingum,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira