Góðar viðtökur við samstarfi Hinsegin daga og Kauphallarinnar Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 09:00 Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir íslenskt atvinnulíf áhugasamt um að prófa þær leiðbeiningar sem Kauphöllin, Hinsegin dagar og Samtökin 78 ætla að gefa út til að auka á fjölbreytnimenningu innan fyrirtækja. Vísir/Vilhelm Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir engan bilbug að finna í samstarfi Hinsegin daganna og Nasdaq þótt almennri viðburðardagskrá Hinsegin daganna hafi verið aflýst. Til að mynda er nú þegar búið að halda námskeið á vefnum þar sem fjallað var um hvernig hægt er að koma á og hlúa að fjölbreytni innan fyrirtækja. „Richard Taylor, VP of Employee Experience hjá Nasdaq var fyrirlesari á þessu námskeiði, en hann er sérfræðingur í þessum málefnum og hefur unnið mikið starf innan Nasdaq í þessum efnum,“ segir Magnús. Undanfarin tvö ár hefur Nasdaq verið verðlaunað af Human Rights Watch fyrir að vera besti vinnustaðurinn fyrir hinsegin fólk. „Nasdaq hefur lyft grettistaki í fjölbreytnimenningu hjá sér, en fyrirtækið er með rúmlega 4000 starfsmenn í 50 löndum,“ segir Magnús. Árið í ár er þriðja árið í röð þar sem Kauphöllin er í samstarfi við Hinsegin daga um dagskrá sem á að vekja atvinnulífið til umhugsunar um stöðu, líðan og réttindi hinsegin fólks í atvinnulífinu. Kauphöllin flaggar regnbogafánunum í tilefni Hinsegindaga, heldur uppi umræðu um málefnið á samfélagsmiðlum og undirbýr nú útgáfu leiðbeininga, í samvinnu við Hinsegin daga og Samtökin 78, um hvernig fyrirtæki geta komið á fjölbreytnimenningu hjá sér. Magnús segir samstarfið við Hinsegin daga til þessa hafa verið mikilvægt. „Við héldum málstofu með Hinsegin dögum í fyrra sem var mjög fróðleg og skapaði umræður um hvernig fyrirtæki gætu komið á fjölbreytnimenningu hjá sér,“ segir Magnús. Í framhaldi af þeim umræðum vaknaði sú hugmynd að taka samstarfið skrefinu lengra og gefa út leiðbeiningar um það sem hægt er að framkvæma til að knýja fram breytingar. Þessum leiðbeiningum er ætlað að nýtast bæði fyrirtækjum og opinberum stofnunum. Markmiðið er að allt starfsfólk óháð kyni, kynvitund eða kynhneigð sem og þjóðerni eða öðrum aðstöðumun sé verndað gegn mismunun, það geti upplifað sig öruggt í starfi, líði vel og finni að það geti náð árangri innan þess fyrirtækis sem það vinnur hjá,“ segir Magnús. Magnús segir viðtökur íslensks atvinnulífs góðar við samstarfi Kauphallarinnar við Hinsegin daga og áhugi sé til staðar fyrir þeim leiðbeiningum sem gefa á út í haust.Vísir/Vilhelm Málefni hinsegin fólks hluti af jafnréttisstefnu Að sögn Magnúsar hefur Nasdaq ekki aðeins verið verðlaunað fyrir að vera besti vinnustaðurinn fyrir hinsegin fólks heldur hefur fyrirtækið nú þegar ákveðið að fjárfesta enn frekar í fjölbreytnisverkefnum. Þau munu meðal annars felast í því að efla samskipti og upplýsingagjöf, auka við þjálfun starfsfólks og styðja við þróun þess í starfi. Þá hafa verið kynntar aðgerðir sem miða að því að laða að, halda í og hvetja hæfileikaríkt fólk til að starfa með Nasdaq, óháð kyni, kynvitund, kynhneigð eða þjóðerni. Útgangspunkturinn er að allir finni að þeir séu hluti af og tilheyri vinnustað sem láti sig varða réttindi þess, vinnu og almennt öryggi og líðan. Magnús segir málefni hinsegin fólks hluta af jafnréttisstefnu Nasdaq. Magnús segir viðtökur íslensks atvinnulífs við samstarfi Kauphallarinnar og Hinsegin daga hafa verið góðar. Þar megi sérstaklega nefna áhuga aðila á því að taka þátt og prófa fyrstu útgáfu leiðbeininganna. „Undanfarin ár hafa fyrirtæki lagt aukna áherslu á sjálfbærni í rekstri þar sem umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir eru í þungamiðju stefnumótunar. Fyrirtæki átta sig alveg á að hagsmunaaðilar fyrirtækisins skipta máli fyrir árangursríkan rekstur, hvort sem um er að ræða hluthafa, viðskiptavini, birgja, starfsfólk eða samfélagið sem það starfar í og allar líkur eru á að mikilvægi félagslegra þátta muni aukast frekar,“ segir Magnús og bætir við „COVID-19 heimsfaraldurinn sem og Black Lives Matter hreyfingin munu án alls vafa hraða þeirri þróun. Mörg fyrirtæki munu auka áherslurnar á félagslega þáttinn þar sem það er bæði rétt og siðlegt.“ Þá bendir Magnús á þann fjárhagslega hvata sem fylgi því að vinnustaðir sinni vel þessum félagslega þætti. Sýnt hefur verið fram á að fjölbreyttur bakgrunnur starfsfólks eykur nýsköpun og skilar sér í betri frammistöðu fyrirtækis,“ segir Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnustaðamenning Stjórnun Góðu ráðin Jafnréttismál Mannréttindi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir engan bilbug að finna í samstarfi Hinsegin daganna og Nasdaq þótt almennri viðburðardagskrá Hinsegin daganna hafi verið aflýst. Til að mynda er nú þegar búið að halda námskeið á vefnum þar sem fjallað var um hvernig hægt er að koma á og hlúa að fjölbreytni innan fyrirtækja. „Richard Taylor, VP of Employee Experience hjá Nasdaq var fyrirlesari á þessu námskeiði, en hann er sérfræðingur í þessum málefnum og hefur unnið mikið starf innan Nasdaq í þessum efnum,“ segir Magnús. Undanfarin tvö ár hefur Nasdaq verið verðlaunað af Human Rights Watch fyrir að vera besti vinnustaðurinn fyrir hinsegin fólk. „Nasdaq hefur lyft grettistaki í fjölbreytnimenningu hjá sér, en fyrirtækið er með rúmlega 4000 starfsmenn í 50 löndum,“ segir Magnús. Árið í ár er þriðja árið í röð þar sem Kauphöllin er í samstarfi við Hinsegin daga um dagskrá sem á að vekja atvinnulífið til umhugsunar um stöðu, líðan og réttindi hinsegin fólks í atvinnulífinu. Kauphöllin flaggar regnbogafánunum í tilefni Hinsegindaga, heldur uppi umræðu um málefnið á samfélagsmiðlum og undirbýr nú útgáfu leiðbeininga, í samvinnu við Hinsegin daga og Samtökin 78, um hvernig fyrirtæki geta komið á fjölbreytnimenningu hjá sér. Magnús segir samstarfið við Hinsegin daga til þessa hafa verið mikilvægt. „Við héldum málstofu með Hinsegin dögum í fyrra sem var mjög fróðleg og skapaði umræður um hvernig fyrirtæki gætu komið á fjölbreytnimenningu hjá sér,“ segir Magnús. Í framhaldi af þeim umræðum vaknaði sú hugmynd að taka samstarfið skrefinu lengra og gefa út leiðbeiningar um það sem hægt er að framkvæma til að knýja fram breytingar. Þessum leiðbeiningum er ætlað að nýtast bæði fyrirtækjum og opinberum stofnunum. Markmiðið er að allt starfsfólk óháð kyni, kynvitund eða kynhneigð sem og þjóðerni eða öðrum aðstöðumun sé verndað gegn mismunun, það geti upplifað sig öruggt í starfi, líði vel og finni að það geti náð árangri innan þess fyrirtækis sem það vinnur hjá,“ segir Magnús. Magnús segir viðtökur íslensks atvinnulífs góðar við samstarfi Kauphallarinnar við Hinsegin daga og áhugi sé til staðar fyrir þeim leiðbeiningum sem gefa á út í haust.Vísir/Vilhelm Málefni hinsegin fólks hluti af jafnréttisstefnu Að sögn Magnúsar hefur Nasdaq ekki aðeins verið verðlaunað fyrir að vera besti vinnustaðurinn fyrir hinsegin fólks heldur hefur fyrirtækið nú þegar ákveðið að fjárfesta enn frekar í fjölbreytnisverkefnum. Þau munu meðal annars felast í því að efla samskipti og upplýsingagjöf, auka við þjálfun starfsfólks og styðja við þróun þess í starfi. Þá hafa verið kynntar aðgerðir sem miða að því að laða að, halda í og hvetja hæfileikaríkt fólk til að starfa með Nasdaq, óháð kyni, kynvitund, kynhneigð eða þjóðerni. Útgangspunkturinn er að allir finni að þeir séu hluti af og tilheyri vinnustað sem láti sig varða réttindi þess, vinnu og almennt öryggi og líðan. Magnús segir málefni hinsegin fólks hluta af jafnréttisstefnu Nasdaq. Magnús segir viðtökur íslensks atvinnulífs við samstarfi Kauphallarinnar og Hinsegin daga hafa verið góðar. Þar megi sérstaklega nefna áhuga aðila á því að taka þátt og prófa fyrstu útgáfu leiðbeininganna. „Undanfarin ár hafa fyrirtæki lagt aukna áherslu á sjálfbærni í rekstri þar sem umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir eru í þungamiðju stefnumótunar. Fyrirtæki átta sig alveg á að hagsmunaaðilar fyrirtækisins skipta máli fyrir árangursríkan rekstur, hvort sem um er að ræða hluthafa, viðskiptavini, birgja, starfsfólk eða samfélagið sem það starfar í og allar líkur eru á að mikilvægi félagslegra þátta muni aukast frekar,“ segir Magnús og bætir við „COVID-19 heimsfaraldurinn sem og Black Lives Matter hreyfingin munu án alls vafa hraða þeirri þróun. Mörg fyrirtæki munu auka áherslurnar á félagslega þáttinn þar sem það er bæði rétt og siðlegt.“ Þá bendir Magnús á þann fjárhagslega hvata sem fylgi því að vinnustaðir sinni vel þessum félagslega þætti. Sýnt hefur verið fram á að fjölbreyttur bakgrunnur starfsfólks eykur nýsköpun og skilar sér í betri frammistöðu fyrirtækis,“ segir Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnustaðamenning Stjórnun Góðu ráðin Jafnréttismál Mannréttindi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira