Forseti og borgarstjóri senda samúðarkveðjur til Líbanon Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2020 15:59 Guðni Th. Jóhannesson og Dagur B. Eggertsson hafa sent samúðarkveðjur til Líbanon. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa sent kollegum sínum í Líbanon samúðarkveðjur. Í skeyti Guðna minnti hann Michel Aoun, forseta Líbanon, á það að íslensk stjórnvöld væru fús til að útvega aðstoð við björgunaraðgerðir. Bæði Guðni og Dagur komu því á framfæri að hugur íslensku þjóðarinnar væri hjá þeim sem söknuðu ástvina sinna og fjölskyldum þeirra sem létu lífið í sprengingunni. 113 eru látnir og fjölmargra er enn saknað eftir að gríðarstór sprenging var í höfuðborginni Beirút í gær. Talið er að eldur hafi kviknað í vöruskemmu þar sem flugeldar voru geymdir ásamt 2.750 tonnum af ammóníum nítrati. Efnið er notað í áburð og sprengiefni. "I lost my hearing for a few seconds. I knew something was wrong."Homes destroyed, over 100 dead and more than 4,000 people injured. Eyewitnesses describe the horror of the deadly Beirut explosion https://t.co/oNE0KGlHxF pic.twitter.com/hXufhdKVSy— BBC World Service (@bbcworldservice) August 5, 2020 Björgunaraðilar leita nú að fólki í húsarústum og hefur tveggja vikna neyðarástandi verið lýst yfir. Margir leituðu á sjúkrahús eftir sprenginguna og skapaðist erfitt ástand á heilbrigðisstofnunum vegna skorts á sjúkrahúsrúmum og búnaði til þess að hlúa að þeim sem særðust. Margar þjóðir hafa boðið fram aðstoð sína og hafa til að mynda þrjár franskar flugvélar verið sendar til Líbanon með björgunarsveitarfólk og læknabúnað. Evrópusambandið hefur sent hundrað slökkviliðsmenn með farartæki, leitarhunda og annan búnað. Þá hafa fimm flugvélar verið sendar frá Rússlandi með björgunarsveitarfólk og lækna. Líbanon Sprenging í Beirút Forseti Íslands Borgarstjórn Tengdar fréttir Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa sent kollegum sínum í Líbanon samúðarkveðjur. Í skeyti Guðna minnti hann Michel Aoun, forseta Líbanon, á það að íslensk stjórnvöld væru fús til að útvega aðstoð við björgunaraðgerðir. Bæði Guðni og Dagur komu því á framfæri að hugur íslensku þjóðarinnar væri hjá þeim sem söknuðu ástvina sinna og fjölskyldum þeirra sem létu lífið í sprengingunni. 113 eru látnir og fjölmargra er enn saknað eftir að gríðarstór sprenging var í höfuðborginni Beirút í gær. Talið er að eldur hafi kviknað í vöruskemmu þar sem flugeldar voru geymdir ásamt 2.750 tonnum af ammóníum nítrati. Efnið er notað í áburð og sprengiefni. "I lost my hearing for a few seconds. I knew something was wrong."Homes destroyed, over 100 dead and more than 4,000 people injured. Eyewitnesses describe the horror of the deadly Beirut explosion https://t.co/oNE0KGlHxF pic.twitter.com/hXufhdKVSy— BBC World Service (@bbcworldservice) August 5, 2020 Björgunaraðilar leita nú að fólki í húsarústum og hefur tveggja vikna neyðarástandi verið lýst yfir. Margir leituðu á sjúkrahús eftir sprenginguna og skapaðist erfitt ástand á heilbrigðisstofnunum vegna skorts á sjúkrahúsrúmum og búnaði til þess að hlúa að þeim sem særðust. Margar þjóðir hafa boðið fram aðstoð sína og hafa til að mynda þrjár franskar flugvélar verið sendar til Líbanon með björgunarsveitarfólk og læknabúnað. Evrópusambandið hefur sent hundrað slökkviliðsmenn með farartæki, leitarhunda og annan búnað. Þá hafa fimm flugvélar verið sendar frá Rússlandi með björgunarsveitarfólk og lækna.
Líbanon Sprenging í Beirút Forseti Íslands Borgarstjórn Tengdar fréttir Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13
300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13
Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12