Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2020 12:03 Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Rússlandi. AP/Pavel Golovkin Vísindamenn hafa áhyggjur af yfirlýsingum Rússa um þeir verði fyrstir til að bólusetja íbúa landsins. Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. Yfirvöld í Moskvu sjá mikinn áróðurssigur í því að verða fyrstir að hefja bólusetningar. Tilraunir á mönnum hófust hins vegar fyrir minna en tveimur mánuðum og þá á mjög fáum aðilum, eða alls 76 manns. Samkvæmt AP fréttaveitunni er engar vísindalegar vísbendingar sem styðja það hefja bólusetningar svo snemma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf í síðustu viku út yfirlit fyrir 26 bóluefni sem verið væri að þróa. Þar voru 26 bóluefni sem byrjað er að prófa á mönnum. Bóluefni Rússa, sem þróað er af Gamaleya rannsóknarstofnuninni, var þar skráð á þann veg að tilraunir væru í fyrsta fasa, af þremur. 139 bóluefni hafa ekki enn náð í tilraunir á mönnum. Þrátt fyrir að þróunarvinna Rússa hafi byrjað seinna en víða annarsstaðar segir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússa, að meðferðarrannsóknum á bóluefni þeirra sé lokið. Eftir yfirlýsingar Murashko gaf WHO út yfirlýsingu um að Rússar ættu að fylgja hefðbundnum ferlum til að tryggja virkni og öryggi bóluefna. Í frétt Moscow Times segir enn fremur að talsmaður WHO hafi sagt blaðamönnum að stofnuninni hafi ekki borist opinber tilkynning um bóluefni Rússa væri svo langt komið í tilraunaferlinu. Þriðja fasa rannsóknir á bóluefnum ná yfirleitt til tuga þúsunda einstaklinga og er það í raun eina leiðin til að sannreyna að bóluefni virki eins og skyldi og séu örugg. Þeim fasa hefur ekki verið lokið í Rússlandi en samt stendur til að samþykkja bóluefnið á næstu dögum. Gamaleya ætlar að framkvæma þriðja fasa prófanir eftir að bóluefnið hefur verið samþykkt og þá á einungis 1.600 manns. Framkvæmdastjóri rússnesku samtakanna Association of Clinical Trials Organizations, sem eru samtök fyrirtækja og stofnanna sem eiga í tilraunum á lyfjum, sagði AP að það tæki yfirleitt nokkur ár að þróa lyf. Það að Gamaleya ætlaði að nota lyf sem hafi verið prófað á 76 sjálfboðaliðum í fyrstu og annars fasa tilraunum sem fullkláraða vöru sé alvarlegt. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Vísindamenn hafa áhyggjur af yfirlýsingum Rússa um þeir verði fyrstir til að bólusetja íbúa landsins. Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. Yfirvöld í Moskvu sjá mikinn áróðurssigur í því að verða fyrstir að hefja bólusetningar. Tilraunir á mönnum hófust hins vegar fyrir minna en tveimur mánuðum og þá á mjög fáum aðilum, eða alls 76 manns. Samkvæmt AP fréttaveitunni er engar vísindalegar vísbendingar sem styðja það hefja bólusetningar svo snemma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf í síðustu viku út yfirlit fyrir 26 bóluefni sem verið væri að þróa. Þar voru 26 bóluefni sem byrjað er að prófa á mönnum. Bóluefni Rússa, sem þróað er af Gamaleya rannsóknarstofnuninni, var þar skráð á þann veg að tilraunir væru í fyrsta fasa, af þremur. 139 bóluefni hafa ekki enn náð í tilraunir á mönnum. Þrátt fyrir að þróunarvinna Rússa hafi byrjað seinna en víða annarsstaðar segir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússa, að meðferðarrannsóknum á bóluefni þeirra sé lokið. Eftir yfirlýsingar Murashko gaf WHO út yfirlýsingu um að Rússar ættu að fylgja hefðbundnum ferlum til að tryggja virkni og öryggi bóluefna. Í frétt Moscow Times segir enn fremur að talsmaður WHO hafi sagt blaðamönnum að stofnuninni hafi ekki borist opinber tilkynning um bóluefni Rússa væri svo langt komið í tilraunaferlinu. Þriðja fasa rannsóknir á bóluefnum ná yfirleitt til tuga þúsunda einstaklinga og er það í raun eina leiðin til að sannreyna að bóluefni virki eins og skyldi og séu örugg. Þeim fasa hefur ekki verið lokið í Rússlandi en samt stendur til að samþykkja bóluefnið á næstu dögum. Gamaleya ætlar að framkvæma þriðja fasa prófanir eftir að bóluefnið hefur verið samþykkt og þá á einungis 1.600 manns. Framkvæmdastjóri rússnesku samtakanna Association of Clinical Trials Organizations, sem eru samtök fyrirtækja og stofnanna sem eiga í tilraunum á lyfjum, sagði AP að það tæki yfirleitt nokkur ár að þróa lyf. Það að Gamaleya ætlaði að nota lyf sem hafi verið prófað á 76 sjálfboðaliðum í fyrstu og annars fasa tilraunum sem fullkláraða vöru sé alvarlegt.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira