Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2020 12:40 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. Hún segir það viðbúið að veiran verði viðvarandi hér á landi næstu mánuði og jafnvel lengur. Fjöldi kórónuveirusmita hefur farið vaxandi síðustu daga. Í gær greindust sautján manns með veiruna innanlands. Í einangrun eru nú 109 og 904 eru í sóttkví. „Aðgerðirnar sem við vorum að grípa til í síðustu viku, þær þurfa að sýna sig á tveimur vikum. Við þurfum að fá tíma til þess að sjá hvernig þær í raun og veru hafa áhrif. En þetta er áhyggjuefni, sannarlega, þessar tölur sem eru að koma upp núna. Að hluta til er þetta það sem sóttvarnalæknir nefndi fyrr og við höfum gert líka, að þetta gæti komið upp hópsmit sem við myndum þá reyna að einangra og greina í kringum þau. Ég geri ráð fyrir að það verði gert hratt og örugglega í framhaldi af þessu,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Lítið að frétta í nýju minnisblaði Svandís segir að í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi ráðherra í gær og var síðan lagt fram á fundi ríkisstjórnarinnar í dag hafi verið að finna áherslur hans er snúa að skimun á landamærum. „Þannig að það var í raun og veru bara árétting á því að við ættum að halda áfram okkar aðgerðum, að minnsta kosti út ágústmánuð og þá með aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að taka við og hjálpa til með toppana. Þannig það var fyrst og fremst það sem kom þar fram og það minnisblað var lagt fram á ríkisstjórnarfundi,“ sagði Svandís. Hún segir engar tillögur að breytingu á skimunarfyrirkomulagi á landamærunum hafa falist í minnisblaðinu. Íslensk erfðagreining hjálpi til á annasömustu dögunum Svandís segir að aðkoma Íslenskrar erfðagreiningar að skimun á landamærum sé unnin í samráði við Landspítala og sóttvarnalækni. Fyrirtækið hafi boðist til þess að hjálpa eins og þurfi. „Þá erum við fyrst og fremst að tala um ákveðna kúfa, ákveðna toppa í ferðamönnum sem eru að koma til landsins á tilteknum dögum í águst. Það er háð samkomulagi frá degi til dags milli Landspítala, Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnalæknis.“ Hvað varðar kostnað við aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að skimun segir Svandís hann ekki liggja fyrir í bili. Gögnum um það verði þó safnað saman og haldið til haga. Ekki lengur einn skafl Svandís segir að nú fari viðbrögðin við faraldrinum úr þeim fasa að um átaksverkefni sé að ræða. „Stóra breytingin er það að við erum að fara úr þeim fasa að þetta sé átaksverkefni, að þetta sé einn skafl. Nú erum við í raun og veru að búa okkur undir það að við komum til með að lifa með veirunni enn um sinn. Að minnsta kosti í einhverja mánuði og mögulega einhver misseri. Þá þurfum við svolítið að endurstilla okkur öll í þá veru að við séum ekki bara að snúa bökum saman og klára þennan slag heldur miklu frekar þannig að við þurfum að finna út úr því hvernig samfélagið á að haldast gangandi sem allra best og sem allra öflugast, þrátt fyrir veiruna,“ sagði Svandís. Í dag tilkynnti heilbrigðisráðuneytið að komið yrði á fót fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur hefði viljað draga úr aðgengi ferðamanna að landinu hefði Íslensk erfðagreining ekki komið til hjálpar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir stöðu faraldursins ógnvekjandi. 6. ágúst 2020 18:40 Mjög fáir nýsmitaðra voru í sóttkví Á meðal þeirra sem greindust með veiruna er fólk sem var að skemmta sér í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 12:29 Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27 Gærdagurinn sá stærsti í þessari bylgju Stýrihópur sóttvarnalæknis og almannavarna fundaði í morgun þar sem rætt var að herða aðgerðir. 7. ágúst 2020 10:26 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. Hún segir það viðbúið að veiran verði viðvarandi hér á landi næstu mánuði og jafnvel lengur. Fjöldi kórónuveirusmita hefur farið vaxandi síðustu daga. Í gær greindust sautján manns með veiruna innanlands. Í einangrun eru nú 109 og 904 eru í sóttkví. „Aðgerðirnar sem við vorum að grípa til í síðustu viku, þær þurfa að sýna sig á tveimur vikum. Við þurfum að fá tíma til þess að sjá hvernig þær í raun og veru hafa áhrif. En þetta er áhyggjuefni, sannarlega, þessar tölur sem eru að koma upp núna. Að hluta til er þetta það sem sóttvarnalæknir nefndi fyrr og við höfum gert líka, að þetta gæti komið upp hópsmit sem við myndum þá reyna að einangra og greina í kringum þau. Ég geri ráð fyrir að það verði gert hratt og örugglega í framhaldi af þessu,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Lítið að frétta í nýju minnisblaði Svandís segir að í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi ráðherra í gær og var síðan lagt fram á fundi ríkisstjórnarinnar í dag hafi verið að finna áherslur hans er snúa að skimun á landamærum. „Þannig að það var í raun og veru bara árétting á því að við ættum að halda áfram okkar aðgerðum, að minnsta kosti út ágústmánuð og þá með aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að taka við og hjálpa til með toppana. Þannig það var fyrst og fremst það sem kom þar fram og það minnisblað var lagt fram á ríkisstjórnarfundi,“ sagði Svandís. Hún segir engar tillögur að breytingu á skimunarfyrirkomulagi á landamærunum hafa falist í minnisblaðinu. Íslensk erfðagreining hjálpi til á annasömustu dögunum Svandís segir að aðkoma Íslenskrar erfðagreiningar að skimun á landamærum sé unnin í samráði við Landspítala og sóttvarnalækni. Fyrirtækið hafi boðist til þess að hjálpa eins og þurfi. „Þá erum við fyrst og fremst að tala um ákveðna kúfa, ákveðna toppa í ferðamönnum sem eru að koma til landsins á tilteknum dögum í águst. Það er háð samkomulagi frá degi til dags milli Landspítala, Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnalæknis.“ Hvað varðar kostnað við aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að skimun segir Svandís hann ekki liggja fyrir í bili. Gögnum um það verði þó safnað saman og haldið til haga. Ekki lengur einn skafl Svandís segir að nú fari viðbrögðin við faraldrinum úr þeim fasa að um átaksverkefni sé að ræða. „Stóra breytingin er það að við erum að fara úr þeim fasa að þetta sé átaksverkefni, að þetta sé einn skafl. Nú erum við í raun og veru að búa okkur undir það að við komum til með að lifa með veirunni enn um sinn. Að minnsta kosti í einhverja mánuði og mögulega einhver misseri. Þá þurfum við svolítið að endurstilla okkur öll í þá veru að við séum ekki bara að snúa bökum saman og klára þennan slag heldur miklu frekar þannig að við þurfum að finna út úr því hvernig samfélagið á að haldast gangandi sem allra best og sem allra öflugast, þrátt fyrir veiruna,“ sagði Svandís. Í dag tilkynnti heilbrigðisráðuneytið að komið yrði á fót fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur hefði viljað draga úr aðgengi ferðamanna að landinu hefði Íslensk erfðagreining ekki komið til hjálpar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir stöðu faraldursins ógnvekjandi. 6. ágúst 2020 18:40 Mjög fáir nýsmitaðra voru í sóttkví Á meðal þeirra sem greindust með veiruna er fólk sem var að skemmta sér í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 12:29 Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27 Gærdagurinn sá stærsti í þessari bylgju Stýrihópur sóttvarnalæknis og almannavarna fundaði í morgun þar sem rætt var að herða aðgerðir. 7. ágúst 2020 10:26 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Þórólfur hefði viljað draga úr aðgengi ferðamanna að landinu hefði Íslensk erfðagreining ekki komið til hjálpar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir stöðu faraldursins ógnvekjandi. 6. ágúst 2020 18:40
Mjög fáir nýsmitaðra voru í sóttkví Á meðal þeirra sem greindust með veiruna er fólk sem var að skemmta sér í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 12:29
Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27
Gærdagurinn sá stærsti í þessari bylgju Stýrihópur sóttvarnalæknis og almannavarna fundaði í morgun þar sem rætt var að herða aðgerðir. 7. ágúst 2020 10:26