Smit um helgina sýni hættuna af hópamyndun Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. ágúst 2020 15:19 Úr Vestmannaeyjum. vísir/vilhelm Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Að mati sóttvarnalæknis sýnir það fram á þá áhættu sem getur fylgt hópamyndun. Ráðist verður í skimun í Eyjum, ekki ósvipaða þeirri og fór fram á Akranesi um liðna helgi, enda hafa Eyjamenn slæma reynslu af þessari sýkingu frá því í vetur. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segist ekki sjá fyrir endann á hópsýkingunni sem tengist Vestmannaeyjum og telur hann ekki ólíklegt að fleiri tilfelli muni koma í ljós. Mörg hafi þannig þurft að sæta sóttkví vegna sýkingarinnar, en nákvæm tala liggi þó ekki fyrir á þessari stundu. Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun eftir að 48 Eyjamenn voru settir í sóttkví. Þó hefur ekkert smit ennþá verið staðfest í Eyjum. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, sagði á fundi dagsins að þeir sex einstaklingar sem taldir eru hafa smitast í Vestmannaeyjum tengist. Í einhverjum tilfellum séu tengslin alveg skýr. Ekki sé þó hægt að rekja smit þeirra til einhvers ákveðins staðar, smitrakningin sem standi yfir einblíni á þá staði sem hin smituðu heimsóttu og þá einstaklinga sem voru í grennd við þau. Þórólfur segir að nú sé að fara af stað skimum í Vestmannaeyjum. Svipuð skimun fór fram á Akranesi um helgina þegar 612 voru skimuð fyrir veirunni vegna hópsýkingar þar. Enginn smit greindust í þeirri skimun. „Það er verið að gera mjög mikið til þess að kanna útbreiðsluna í Vestmannaeyjum. Þau hafa náttúrulega slæma reynslu af þessari sýkingu frá því fyrr í vetur,“ sagði Þórólfur. Í samtali við Vísi í dag sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, að aðgerðastjórnin muni funda eftir þörfum fyrstu dagana. Framhaldið muni ráðast enda breytist aðstæður hratt. Íris ítrekar að fólk þurfi að gæta að persónulegum smitvörnum og virða tveggja metra regluna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Að mati sóttvarnalæknis sýnir það fram á þá áhættu sem getur fylgt hópamyndun. Ráðist verður í skimun í Eyjum, ekki ósvipaða þeirri og fór fram á Akranesi um liðna helgi, enda hafa Eyjamenn slæma reynslu af þessari sýkingu frá því í vetur. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segist ekki sjá fyrir endann á hópsýkingunni sem tengist Vestmannaeyjum og telur hann ekki ólíklegt að fleiri tilfelli muni koma í ljós. Mörg hafi þannig þurft að sæta sóttkví vegna sýkingarinnar, en nákvæm tala liggi þó ekki fyrir á þessari stundu. Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun eftir að 48 Eyjamenn voru settir í sóttkví. Þó hefur ekkert smit ennþá verið staðfest í Eyjum. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, sagði á fundi dagsins að þeir sex einstaklingar sem taldir eru hafa smitast í Vestmannaeyjum tengist. Í einhverjum tilfellum séu tengslin alveg skýr. Ekki sé þó hægt að rekja smit þeirra til einhvers ákveðins staðar, smitrakningin sem standi yfir einblíni á þá staði sem hin smituðu heimsóttu og þá einstaklinga sem voru í grennd við þau. Þórólfur segir að nú sé að fara af stað skimum í Vestmannaeyjum. Svipuð skimun fór fram á Akranesi um helgina þegar 612 voru skimuð fyrir veirunni vegna hópsýkingar þar. Enginn smit greindust í þeirri skimun. „Það er verið að gera mjög mikið til þess að kanna útbreiðsluna í Vestmannaeyjum. Þau hafa náttúrulega slæma reynslu af þessari sýkingu frá því fyrr í vetur,“ sagði Þórólfur. Í samtali við Vísi í dag sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, að aðgerðastjórnin muni funda eftir þörfum fyrstu dagana. Framhaldið muni ráðast enda breytist aðstæður hratt. Íris ítrekar að fólk þurfi að gæta að persónulegum smitvörnum og virða tveggja metra regluna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09
Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42