Einn sexmenninganna í Eyjum sá sem er í öndunarvél Birgir Olgeirsson og Kjartan Kjartansson skrifa 7. ágúst 2020 18:39 Ekkert varð af þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina en fólk huggaði sig við að fylgjast með brennu í Herjólfsdal úr fjarska. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Arnar Einstaklingur á fertugsaldri sem er í öndunarvél á gjörgæslu vegna kórónuveirusmits var einn þeirra sex sem greindust smitaðir í gær og höfðu verið í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina. Tugir manna eru nú í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smitanna. Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, staðfestir við Vísi að einstaklingurinn sem er nú á gjörgæsludeild sé einn þeirra einstaklinga sem heimsóttu Eyjar um verslunarmannahelgina og greindust svo smitaðir af Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun og 48 Eyjamenn hafa verið settir í sóttkví vegna smitanna. Ekkert smit hefur þó enn verið staðfest í Eyjum. Árlegri þjóðhátíð var aflýst vegna hertra sóttvarnaaðgerða sem tóku gildi á föstudegi við upphaf verslunarmannahelgina. Engu að síður var nokkuð um skemmtanahald í Eyjum þá um helgina, meðal annars fólks sem heimsótti vini og ættingja. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, sagði á upplýsingafundi í dag að þeir sex einstaklingar sem taldir eru hafa smitast í Vestmannaeyjum tengist. Í einhverjum tilfellum séu tengslin alveg skýr. Ekki sé þó hægt að rekja smit þeirra til einhvers ákveðins staðar, smitrakningin sem standi yfir einblíni á þá staði sem þeir smituðu heimsóttu og þá einstaklinga sem voru í grennd við þau. Ráðist verður í skimun í Vestmannaeyjum líkt og gert var á Akranesi um síðustu helgi eftir að hópsýking kom þar upp. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Smit um helgina sýni hættuna af hópamyndun Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 15:19 „Fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir stöðuna grafalvarlega. Veiran sé komin aftur af stað og búið sé að sannast að dagurinn í dag sé sá stærsti síðan í apríl hvað innanlandssmit varði. Fólki sé mjög brugðið. 7. ágúst 2020 13:39 Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Einstaklingur á fertugsaldri sem er í öndunarvél á gjörgæslu vegna kórónuveirusmits var einn þeirra sex sem greindust smitaðir í gær og höfðu verið í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina. Tugir manna eru nú í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smitanna. Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, staðfestir við Vísi að einstaklingurinn sem er nú á gjörgæsludeild sé einn þeirra einstaklinga sem heimsóttu Eyjar um verslunarmannahelgina og greindust svo smitaðir af Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun og 48 Eyjamenn hafa verið settir í sóttkví vegna smitanna. Ekkert smit hefur þó enn verið staðfest í Eyjum. Árlegri þjóðhátíð var aflýst vegna hertra sóttvarnaaðgerða sem tóku gildi á föstudegi við upphaf verslunarmannahelgina. Engu að síður var nokkuð um skemmtanahald í Eyjum þá um helgina, meðal annars fólks sem heimsótti vini og ættingja. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, sagði á upplýsingafundi í dag að þeir sex einstaklingar sem taldir eru hafa smitast í Vestmannaeyjum tengist. Í einhverjum tilfellum séu tengslin alveg skýr. Ekki sé þó hægt að rekja smit þeirra til einhvers ákveðins staðar, smitrakningin sem standi yfir einblíni á þá staði sem þeir smituðu heimsóttu og þá einstaklinga sem voru í grennd við þau. Ráðist verður í skimun í Vestmannaeyjum líkt og gert var á Akranesi um síðustu helgi eftir að hópsýking kom þar upp.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Smit um helgina sýni hættuna af hópamyndun Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 15:19 „Fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir stöðuna grafalvarlega. Veiran sé komin aftur af stað og búið sé að sannast að dagurinn í dag sé sá stærsti síðan í apríl hvað innanlandssmit varði. Fólki sé mjög brugðið. 7. ágúst 2020 13:39 Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Smit um helgina sýni hættuna af hópamyndun Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 15:19
„Fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir stöðuna grafalvarlega. Veiran sé komin aftur af stað og búið sé að sannast að dagurinn í dag sé sá stærsti síðan í apríl hvað innanlandssmit varði. Fólki sé mjög brugðið. 7. ágúst 2020 13:39
Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43