Hafa safnað 12 milljónum fyrir íbúa í Beirút Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2020 20:00 158 manns hið minnsta fórust og um fimm þúsund slösuðust í sprengingunni. Framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi segir stöðuna úti skelfilega. „Þriðjungur íbúa Líbanon er flóttafólk sem hefur búið í Beirút til fjölda ára. Bæði frá Sýrlandi og Palestínu þannig að ástandið í landinu var fyrir mjög slæmt og ekki bætti þessi sprenging í það,“ sagði Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Um 300 manns misstu heimili sín og er Rauði krossin á Íslandi tilbúinn til að fara út og veita aðstoð, verði óskað eftir því. „Það hefur ekki verið send út beiðni til hreyfingarinnar að senda fólk á staðinn en það sem við erum að gera auk annarra Rauða kross hreyfinga í heiminum er að senda fjármuni,“ sagði Kristín. 158 manns hið minnsta fórust í sprengingunni.EPA Neyðarsöfnun hefur verið hrint af stað og hafa safnast rúmlega tólf milljónir. Þar af komu átta milljónir frá utanríkisráðuneytinu. Fyrsti áfangi var rústabjörgun og er honum lokið. Nú vinna sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins í Líbanon að því að veita fólki fæði, klæði og húsnæði. „Þeir virðast vera með nægan mannskap. Það hefur vantað frekar lækningatæki, lyf og fleira,“ sagði Kristín. Mikil mótmæli hafa verið í borginni síðustu daga og hafa valdamenn verið sakaðir um spillingu og vanrækslu. Upplýsingamálaráðherra Líbanons, Manal Abdel Samad - tilkynnti um afsögn sína í morgun og varð þar með fyrst ráðherra til að segja af sér embætti eftir sprenginguna. Forsætisráðherra Líbanon, Hassan Diab sagðist í gær ætla að óska eftir því að boðað yrði til þingkosninga fyrr en áætlað væri. „Á ríkisstjórnarfundi á mánudaginn legg ég fram frumvarp sem kveður á um að flýta kosningum. Örvænting okkar er mikil,“ Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon. Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Fyrst ráðherra til að segja af sér eftir sprenginguna Upplýsingamálaráðherra Líbanons, Manal Abdel Samad, tilkynnti um afsögn sína í morgun og varð þar með fyrst ráðherra til að segja af sér embætti eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút á þriðjudag. 9. ágúst 2020 09:46 Ætlar að boða til snemmbúinna kosninga Kröftug mótmæli hafa brotist út í líbönsku höfuðborginni Beirút eftir sprenginguna sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Sprengingin kostaði að minnsta kosti 158 manns lífið og má rekja hana til ammóníum-nítrats sem hafði verið geymt í miklu magni í geymslu á hafnarsvæði borgarinnar. 8. ágúst 2020 21:14 Gígurinn í Beirút 43 metra djúpur Fjöldi leiðtoga ríkja heims munu í dag ræða saman á símafundi og skipuleggja fjársöfnun fyrir Líbani sem glíma nú við afleiðingar sprengingarinnar. 9. ágúst 2020 08:28 Beita táragasi gegn mótmælendum í Beirút Líbönsk óreirðalögregla hefur beitt táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Beirút eftir að þeir reyndu að brjóta sér leið inn í þinghús landsins. 8. ágúst 2020 14:15 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
158 manns hið minnsta fórust og um fimm þúsund slösuðust í sprengingunni. Framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi segir stöðuna úti skelfilega. „Þriðjungur íbúa Líbanon er flóttafólk sem hefur búið í Beirút til fjölda ára. Bæði frá Sýrlandi og Palestínu þannig að ástandið í landinu var fyrir mjög slæmt og ekki bætti þessi sprenging í það,“ sagði Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Um 300 manns misstu heimili sín og er Rauði krossin á Íslandi tilbúinn til að fara út og veita aðstoð, verði óskað eftir því. „Það hefur ekki verið send út beiðni til hreyfingarinnar að senda fólk á staðinn en það sem við erum að gera auk annarra Rauða kross hreyfinga í heiminum er að senda fjármuni,“ sagði Kristín. 158 manns hið minnsta fórust í sprengingunni.EPA Neyðarsöfnun hefur verið hrint af stað og hafa safnast rúmlega tólf milljónir. Þar af komu átta milljónir frá utanríkisráðuneytinu. Fyrsti áfangi var rústabjörgun og er honum lokið. Nú vinna sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins í Líbanon að því að veita fólki fæði, klæði og húsnæði. „Þeir virðast vera með nægan mannskap. Það hefur vantað frekar lækningatæki, lyf og fleira,“ sagði Kristín. Mikil mótmæli hafa verið í borginni síðustu daga og hafa valdamenn verið sakaðir um spillingu og vanrækslu. Upplýsingamálaráðherra Líbanons, Manal Abdel Samad - tilkynnti um afsögn sína í morgun og varð þar með fyrst ráðherra til að segja af sér embætti eftir sprenginguna. Forsætisráðherra Líbanon, Hassan Diab sagðist í gær ætla að óska eftir því að boðað yrði til þingkosninga fyrr en áætlað væri. „Á ríkisstjórnarfundi á mánudaginn legg ég fram frumvarp sem kveður á um að flýta kosningum. Örvænting okkar er mikil,“ Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon.
Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Fyrst ráðherra til að segja af sér eftir sprenginguna Upplýsingamálaráðherra Líbanons, Manal Abdel Samad, tilkynnti um afsögn sína í morgun og varð þar með fyrst ráðherra til að segja af sér embætti eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút á þriðjudag. 9. ágúst 2020 09:46 Ætlar að boða til snemmbúinna kosninga Kröftug mótmæli hafa brotist út í líbönsku höfuðborginni Beirút eftir sprenginguna sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Sprengingin kostaði að minnsta kosti 158 manns lífið og má rekja hana til ammóníum-nítrats sem hafði verið geymt í miklu magni í geymslu á hafnarsvæði borgarinnar. 8. ágúst 2020 21:14 Gígurinn í Beirút 43 metra djúpur Fjöldi leiðtoga ríkja heims munu í dag ræða saman á símafundi og skipuleggja fjársöfnun fyrir Líbani sem glíma nú við afleiðingar sprengingarinnar. 9. ágúst 2020 08:28 Beita táragasi gegn mótmælendum í Beirút Líbönsk óreirðalögregla hefur beitt táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Beirút eftir að þeir reyndu að brjóta sér leið inn í þinghús landsins. 8. ágúst 2020 14:15 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Fyrst ráðherra til að segja af sér eftir sprenginguna Upplýsingamálaráðherra Líbanons, Manal Abdel Samad, tilkynnti um afsögn sína í morgun og varð þar með fyrst ráðherra til að segja af sér embætti eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút á þriðjudag. 9. ágúst 2020 09:46
Ætlar að boða til snemmbúinna kosninga Kröftug mótmæli hafa brotist út í líbönsku höfuðborginni Beirút eftir sprenginguna sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Sprengingin kostaði að minnsta kosti 158 manns lífið og má rekja hana til ammóníum-nítrats sem hafði verið geymt í miklu magni í geymslu á hafnarsvæði borgarinnar. 8. ágúst 2020 21:14
Gígurinn í Beirút 43 metra djúpur Fjöldi leiðtoga ríkja heims munu í dag ræða saman á símafundi og skipuleggja fjársöfnun fyrir Líbani sem glíma nú við afleiðingar sprengingarinnar. 9. ágúst 2020 08:28
Beita táragasi gegn mótmælendum í Beirút Líbönsk óreirðalögregla hefur beitt táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Beirút eftir að þeir reyndu að brjóta sér leið inn í þinghús landsins. 8. ágúst 2020 14:15
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent