Hafa safnað 12 milljónum fyrir íbúa í Beirút Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2020 20:00 158 manns hið minnsta fórust og um fimm þúsund slösuðust í sprengingunni. Framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi segir stöðuna úti skelfilega. „Þriðjungur íbúa Líbanon er flóttafólk sem hefur búið í Beirút til fjölda ára. Bæði frá Sýrlandi og Palestínu þannig að ástandið í landinu var fyrir mjög slæmt og ekki bætti þessi sprenging í það,“ sagði Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Um 300 manns misstu heimili sín og er Rauði krossin á Íslandi tilbúinn til að fara út og veita aðstoð, verði óskað eftir því. „Það hefur ekki verið send út beiðni til hreyfingarinnar að senda fólk á staðinn en það sem við erum að gera auk annarra Rauða kross hreyfinga í heiminum er að senda fjármuni,“ sagði Kristín. 158 manns hið minnsta fórust í sprengingunni.EPA Neyðarsöfnun hefur verið hrint af stað og hafa safnast rúmlega tólf milljónir. Þar af komu átta milljónir frá utanríkisráðuneytinu. Fyrsti áfangi var rústabjörgun og er honum lokið. Nú vinna sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins í Líbanon að því að veita fólki fæði, klæði og húsnæði. „Þeir virðast vera með nægan mannskap. Það hefur vantað frekar lækningatæki, lyf og fleira,“ sagði Kristín. Mikil mótmæli hafa verið í borginni síðustu daga og hafa valdamenn verið sakaðir um spillingu og vanrækslu. Upplýsingamálaráðherra Líbanons, Manal Abdel Samad - tilkynnti um afsögn sína í morgun og varð þar með fyrst ráðherra til að segja af sér embætti eftir sprenginguna. Forsætisráðherra Líbanon, Hassan Diab sagðist í gær ætla að óska eftir því að boðað yrði til þingkosninga fyrr en áætlað væri. „Á ríkisstjórnarfundi á mánudaginn legg ég fram frumvarp sem kveður á um að flýta kosningum. Örvænting okkar er mikil,“ Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon. Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Fyrst ráðherra til að segja af sér eftir sprenginguna Upplýsingamálaráðherra Líbanons, Manal Abdel Samad, tilkynnti um afsögn sína í morgun og varð þar með fyrst ráðherra til að segja af sér embætti eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút á þriðjudag. 9. ágúst 2020 09:46 Ætlar að boða til snemmbúinna kosninga Kröftug mótmæli hafa brotist út í líbönsku höfuðborginni Beirút eftir sprenginguna sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Sprengingin kostaði að minnsta kosti 158 manns lífið og má rekja hana til ammóníum-nítrats sem hafði verið geymt í miklu magni í geymslu á hafnarsvæði borgarinnar. 8. ágúst 2020 21:14 Gígurinn í Beirút 43 metra djúpur Fjöldi leiðtoga ríkja heims munu í dag ræða saman á símafundi og skipuleggja fjársöfnun fyrir Líbani sem glíma nú við afleiðingar sprengingarinnar. 9. ágúst 2020 08:28 Beita táragasi gegn mótmælendum í Beirút Líbönsk óreirðalögregla hefur beitt táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Beirút eftir að þeir reyndu að brjóta sér leið inn í þinghús landsins. 8. ágúst 2020 14:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
158 manns hið minnsta fórust og um fimm þúsund slösuðust í sprengingunni. Framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi segir stöðuna úti skelfilega. „Þriðjungur íbúa Líbanon er flóttafólk sem hefur búið í Beirút til fjölda ára. Bæði frá Sýrlandi og Palestínu þannig að ástandið í landinu var fyrir mjög slæmt og ekki bætti þessi sprenging í það,“ sagði Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Um 300 manns misstu heimili sín og er Rauði krossin á Íslandi tilbúinn til að fara út og veita aðstoð, verði óskað eftir því. „Það hefur ekki verið send út beiðni til hreyfingarinnar að senda fólk á staðinn en það sem við erum að gera auk annarra Rauða kross hreyfinga í heiminum er að senda fjármuni,“ sagði Kristín. 158 manns hið minnsta fórust í sprengingunni.EPA Neyðarsöfnun hefur verið hrint af stað og hafa safnast rúmlega tólf milljónir. Þar af komu átta milljónir frá utanríkisráðuneytinu. Fyrsti áfangi var rústabjörgun og er honum lokið. Nú vinna sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins í Líbanon að því að veita fólki fæði, klæði og húsnæði. „Þeir virðast vera með nægan mannskap. Það hefur vantað frekar lækningatæki, lyf og fleira,“ sagði Kristín. Mikil mótmæli hafa verið í borginni síðustu daga og hafa valdamenn verið sakaðir um spillingu og vanrækslu. Upplýsingamálaráðherra Líbanons, Manal Abdel Samad - tilkynnti um afsögn sína í morgun og varð þar með fyrst ráðherra til að segja af sér embætti eftir sprenginguna. Forsætisráðherra Líbanon, Hassan Diab sagðist í gær ætla að óska eftir því að boðað yrði til þingkosninga fyrr en áætlað væri. „Á ríkisstjórnarfundi á mánudaginn legg ég fram frumvarp sem kveður á um að flýta kosningum. Örvænting okkar er mikil,“ Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon.
Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Fyrst ráðherra til að segja af sér eftir sprenginguna Upplýsingamálaráðherra Líbanons, Manal Abdel Samad, tilkynnti um afsögn sína í morgun og varð þar með fyrst ráðherra til að segja af sér embætti eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút á þriðjudag. 9. ágúst 2020 09:46 Ætlar að boða til snemmbúinna kosninga Kröftug mótmæli hafa brotist út í líbönsku höfuðborginni Beirút eftir sprenginguna sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Sprengingin kostaði að minnsta kosti 158 manns lífið og má rekja hana til ammóníum-nítrats sem hafði verið geymt í miklu magni í geymslu á hafnarsvæði borgarinnar. 8. ágúst 2020 21:14 Gígurinn í Beirút 43 metra djúpur Fjöldi leiðtoga ríkja heims munu í dag ræða saman á símafundi og skipuleggja fjársöfnun fyrir Líbani sem glíma nú við afleiðingar sprengingarinnar. 9. ágúst 2020 08:28 Beita táragasi gegn mótmælendum í Beirút Líbönsk óreirðalögregla hefur beitt táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Beirút eftir að þeir reyndu að brjóta sér leið inn í þinghús landsins. 8. ágúst 2020 14:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Fyrst ráðherra til að segja af sér eftir sprenginguna Upplýsingamálaráðherra Líbanons, Manal Abdel Samad, tilkynnti um afsögn sína í morgun og varð þar með fyrst ráðherra til að segja af sér embætti eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút á þriðjudag. 9. ágúst 2020 09:46
Ætlar að boða til snemmbúinna kosninga Kröftug mótmæli hafa brotist út í líbönsku höfuðborginni Beirút eftir sprenginguna sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Sprengingin kostaði að minnsta kosti 158 manns lífið og má rekja hana til ammóníum-nítrats sem hafði verið geymt í miklu magni í geymslu á hafnarsvæði borgarinnar. 8. ágúst 2020 21:14
Gígurinn í Beirút 43 metra djúpur Fjöldi leiðtoga ríkja heims munu í dag ræða saman á símafundi og skipuleggja fjársöfnun fyrir Líbani sem glíma nú við afleiðingar sprengingarinnar. 9. ágúst 2020 08:28
Beita táragasi gegn mótmælendum í Beirút Líbönsk óreirðalögregla hefur beitt táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Beirút eftir að þeir reyndu að brjóta sér leið inn í þinghús landsins. 8. ágúst 2020 14:15