Rúnar: Gæti verið með alla leikmennina á æfingu í líkamsræktarstöð og í sundi Anton Ingi Leifsson skrifar 10. ágúst 2020 10:00 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni fyrr í sumar. VÍSIR/DANÍEL Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, skilur ekkert í því að það sé ekki verið að spila fótbolta hér á landi um þessar mundir. KR dróst í gær gegn skosku meisturunum í Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar en þessi lið mættust ekki fyrir svo mörgum árum og þá vann Celtic samanlagt 5-0 sigur. #CelticFC have been drawn against KR Reykjavik in the @ChampionsLeague first qualifying round.Full fixture date and venue TBC pic.twitter.com/gr93B1agJs— Celtic Football Club (@CelticFC) August 9, 2020 Það er því ljóst að erfitt verkefni bíður KR-inga og ekki er það léttara með þeim sóttvarnarreglum sem eru í gildi varðandi knattspyrnufólk. Rúnar ræddi um reglurnar og leikinn í samtali við Fótbolti.net. Liðum er meinað að æfa eðlilega og öllum leikjum hefur verið frestað, í það minnsta til 13. ágúst, en Rúnar segir að Íslandsmeistararnir reyni að gera hvað þeir geta úr þessu, þó að hann skilji ekki ástandið. „Við höldum áfram að æfa eins og öll lið í Pepsi Max-deildinni eru að gera, með þessari tveggja metra reglu. Ég held að það séu ekki margir að virða hana þó menn séu að reyna eftir fremsta magni,“ sagði Rúnar í samtali við Fótbolti.net en viðtalið má lesa í heild sinni þar. „Það hafa engin smit á Íslandi komið upp í fótboltaleikjum eða á fótboltaæfingum á Íslandi. Það hafa engin smit komið upp í fótboltaleikjum á Englandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Það er með ólíkindum að við séum ekki að spila hér.“ Hann segir að það sé misræmi í hvað megi og hvað megi ekki og tók þar af leiðandi undir stjórn nafna síns, Rúnars Páls Sigmundssonar, þjálfara Stjörnunnar. „Leikmenn koma klæddir á æfingar. En eins fáránlegt og þetta er, þá gæti ég verið með alla leikmenn mína á æfingu í líkamsræktarstöð því þar mega 100 koma saman. Við getum líka farið í sund saman.“ „Þetta snýst um það að halda tveggja metra reglunni. Ég vona að heilbrigðisráðherra átti sig á þessu og breyti þessu. Ég vona að hún átti sig á því hvar smitin eru því þau eru á öðrum stöðum en fótboltavöllunum," sagði Rúnar. Pepsi Max-deild karla KR Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 Rúnar Páll: Finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki áhrif af líkamlegu atgervi leikmanna eftir aðra pásuna í sumar vegna kórónuveirunnar. Hann segir að andlega hliðin sé meira spurningarmerki. 9. ágúst 2020 19:45 KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, skilur ekkert í því að það sé ekki verið að spila fótbolta hér á landi um þessar mundir. KR dróst í gær gegn skosku meisturunum í Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar en þessi lið mættust ekki fyrir svo mörgum árum og þá vann Celtic samanlagt 5-0 sigur. #CelticFC have been drawn against KR Reykjavik in the @ChampionsLeague first qualifying round.Full fixture date and venue TBC pic.twitter.com/gr93B1agJs— Celtic Football Club (@CelticFC) August 9, 2020 Það er því ljóst að erfitt verkefni bíður KR-inga og ekki er það léttara með þeim sóttvarnarreglum sem eru í gildi varðandi knattspyrnufólk. Rúnar ræddi um reglurnar og leikinn í samtali við Fótbolti.net. Liðum er meinað að æfa eðlilega og öllum leikjum hefur verið frestað, í það minnsta til 13. ágúst, en Rúnar segir að Íslandsmeistararnir reyni að gera hvað þeir geta úr þessu, þó að hann skilji ekki ástandið. „Við höldum áfram að æfa eins og öll lið í Pepsi Max-deildinni eru að gera, með þessari tveggja metra reglu. Ég held að það séu ekki margir að virða hana þó menn séu að reyna eftir fremsta magni,“ sagði Rúnar í samtali við Fótbolti.net en viðtalið má lesa í heild sinni þar. „Það hafa engin smit á Íslandi komið upp í fótboltaleikjum eða á fótboltaæfingum á Íslandi. Það hafa engin smit komið upp í fótboltaleikjum á Englandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Það er með ólíkindum að við séum ekki að spila hér.“ Hann segir að það sé misræmi í hvað megi og hvað megi ekki og tók þar af leiðandi undir stjórn nafna síns, Rúnars Páls Sigmundssonar, þjálfara Stjörnunnar. „Leikmenn koma klæddir á æfingar. En eins fáránlegt og þetta er, þá gæti ég verið með alla leikmenn mína á æfingu í líkamsræktarstöð því þar mega 100 koma saman. Við getum líka farið í sund saman.“ „Þetta snýst um það að halda tveggja metra reglunni. Ég vona að heilbrigðisráðherra átti sig á þessu og breyti þessu. Ég vona að hún átti sig á því hvar smitin eru því þau eru á öðrum stöðum en fótboltavöllunum," sagði Rúnar.
Pepsi Max-deild karla KR Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 Rúnar Páll: Finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki áhrif af líkamlegu atgervi leikmanna eftir aðra pásuna í sumar vegna kórónuveirunnar. Hann segir að andlega hliðin sé meira spurningarmerki. 9. ágúst 2020 19:45 KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
„Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15
Rúnar Páll: Finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki áhrif af líkamlegu atgervi leikmanna eftir aðra pásuna í sumar vegna kórónuveirunnar. Hann segir að andlega hliðin sé meira spurningarmerki. 9. ágúst 2020 19:45
KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti