„Hólmavík á Vestfjörðum“ Steingrímur Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 12:41 Breski rithöfundurinn J.K. Rowling lagði leið sína til Íslands og heimsótti meðal annars Galdrasafnið á Hólmavík. Að sjálfsögðu rataði heimsóknin í fréttirnar þar sem blaðamenn sögðu frá heimsókn rithöfundarins til Vestfjarða eða hreinlega til Hólmavíkur á Vestfjörðum. Sem betur fer eru flestir gamlir Vestfirðingar ekki lengur ofar moldu, og hið sama má segja um Strandamenn eða Hólmvíkinga. Það eru því fáir sem kippa sér upp við þessa útþennslu Vestfjarða. Málvernd hefur lengi verið mikilvæg meðal Íslendinga og má margt ágætt um það segja. Hins vegar er tungumál alltaf vandmeðfarið, einkum þar sem fjölmiðlun er umfangsmikil og útbreidd. Málvillur og rangfærslur sem ná fjölda manns gegnum fjölmiðla eiga auðvelt með að festast í málinu. Og er þá verr af stað farið en heima setið. Orðið Vestfirðir er eitt slíkt orð sem hin síðari ár hefur fengið mun meira umfang en réttmætt er. Án efa veldur orðið Vestfjarðakjördæmi miklu í þessari vitleysu. Kjördæmið sem varð til við kjördæmabreytinguna 1959 náði úr botni Gilsfjarðar vestur, norður, austur og suður um Vestfjarðakjálkann, allt inn í Hrútafjörð. Á þessum 60 árum hefur því í hugum margra Reykhólasveitin, Múlasveitin, Barðaströnd og Rauðasandur bæst við „Vestfirði“ – að ekki séu nefndar Hornstrandir, Austurstrandir allt í Trékyllisvík, Reykjafjörður syðri, Bjarnafjörður, Steingrímsfjörður og svæðið suður fyrir Borðeyri í Hrútafirði. Einhvern tíma myndi mörgum Strandamanninum hafa brugðið illa ef sagt hefði verið að Hermann Jónasson forsætisráðherra væri þingmaður Vestfirðinga. Hann var þingmaður Strandamanna. Til 1959 þegar kjördæmið var lagt niður og eftir það þingmaður Vestfjarðakjördæmis. Og hver vill verða fyrstur til þess að segja Hreini Halldórsssyni, Strandamanninum sterka, að hann sé Vestfirðingur? Í Lýsingu Íslands, hinu mikla verki Þorvaldar Thoroddsens, sem út kom í 4 bindum 1908-22, fer höfundurinn í 1. bindinu réttsælis um landið, lýsir staðháttum og segir frá gögnum landsins og gæðum. Hann segir að „norður úr Breiðafirði skerast margir firðir inn í Barðastrandasýslu, einkum á svæðinu milli Reykjaness og Brjánslæks og eru sérstaklega hópaðir saman í Múlasveit og Gufudalssveit.“ Þorvaldur nefnir ekki Vestfirði einu orði. Ekki fyrr en hann hefur nefnt Bjargtanga, „vestasta angann á Íslandi og Látraröst þar út af.“ Þá hefst nýr kafli: Vestfirðir. Þorvaldur nefnir fyrst víkurnar yst á nesinu, Látravík, Breiðavík og Kollsvík, áður en hann víkur að hinum eiginlegu Vestfjörðum, Patreksfirði, Tálknafirði osfr. Þegar hann hefur fjallað um alla Vestfirðina og endað yfirferð sína í Ísafjarðardjúpi og Jökulfjörðum segir hann að „á hinum ysta kjálka Vestfjarða, frá Rit til Geirólfsgnúps skerast nærri eintómar víkur inn í ströndina ...“ „Allan þennan jaðar kalla menn Hornstrandir, en menn eru eigi á eitt sáttir yfir hve langt svæði það nafn á að taka, en oss þykir eðlilegt að nafnið nái yfir strandlengjuna frá Rit austur fyrir Horn og suður að Reykjaneshyrnu.“ Vestfjarðakaflann endar Þorvaldur með orðunum: „Við Trékyllisvík byrjar Húnaflói, sem skerst langt inn í landið (bls. 90-99). Margvísleg notkun Vestfjarða-nafnsins hefur valdið mörgum ruglingi. Þó ekki alltaf. Eftir stofnun Alþingis á 10. öld var landinu skipt í fjórðunga. Vestfirðingafjórðungur – sem stundum nefndist Breiðfirðingafjórðungur – náði úr Hrútafjarðarbotni suður að Hvítá, og frá 13. öld að Botnsá í Hvalfirði. Aldrei olli þetta neinum ruglingi; Snorri Sturluson, fæddur Dalamaður og búandi í Borgarfirði á fullorðinsárunum, var aldrei kallaður Vestfirðingur. Eftir kjördæmabreytinguna 1959 héldu flestir íbúar kjördæmisins áttum eins og alla tíð fyrrum. Þannig voru Reykhólamenn, Múlasveitarmenn og Barðstrendingar aldrei Vestfirðingar. Í besta falli voru þeir Breiðfirðingar. Enda ekkert til sem heitir „sunnanverðir Vestfirðir“. Það heitir „við norðanverðan Breiðafjörð.“ Á Vestfjörðum eru bara tvær áttir: Vestur og norður. Vestur-Ísafjarðarsýsla og Norður-Ísafjarðarsýsla. Menn fóru sjóleiðis frá Reykjavík vestur á Patreksfjörð, Þingeyri og Ísaförð. Sneru þá við og fóru til baka vestur á Þingeyri og áfram vestur á Patreksfjörð. Þaðan lá leiðin suður til Reykjavíkur. Hvað er þá til bragðs ef menn mega ekki kalla firðina austan á Vestfjarðakjálkanum Vestfirði? Firðirnir opnast allir í austur, og eru þess vegna réttnefndir austfirðir. Kannski Austfirðir vestra? Eins og Austfirðingar kalla sinn eiginn Borgarfjörð eystra. Hólmavík er alla vega ekki á Vestfjörðum! Höfundur er fyrrverandi bókavörður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandabyggð Bókmenntir Íslandsvinir Mest lesið Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Sjá meira
Breski rithöfundurinn J.K. Rowling lagði leið sína til Íslands og heimsótti meðal annars Galdrasafnið á Hólmavík. Að sjálfsögðu rataði heimsóknin í fréttirnar þar sem blaðamenn sögðu frá heimsókn rithöfundarins til Vestfjarða eða hreinlega til Hólmavíkur á Vestfjörðum. Sem betur fer eru flestir gamlir Vestfirðingar ekki lengur ofar moldu, og hið sama má segja um Strandamenn eða Hólmvíkinga. Það eru því fáir sem kippa sér upp við þessa útþennslu Vestfjarða. Málvernd hefur lengi verið mikilvæg meðal Íslendinga og má margt ágætt um það segja. Hins vegar er tungumál alltaf vandmeðfarið, einkum þar sem fjölmiðlun er umfangsmikil og útbreidd. Málvillur og rangfærslur sem ná fjölda manns gegnum fjölmiðla eiga auðvelt með að festast í málinu. Og er þá verr af stað farið en heima setið. Orðið Vestfirðir er eitt slíkt orð sem hin síðari ár hefur fengið mun meira umfang en réttmætt er. Án efa veldur orðið Vestfjarðakjördæmi miklu í þessari vitleysu. Kjördæmið sem varð til við kjördæmabreytinguna 1959 náði úr botni Gilsfjarðar vestur, norður, austur og suður um Vestfjarðakjálkann, allt inn í Hrútafjörð. Á þessum 60 árum hefur því í hugum margra Reykhólasveitin, Múlasveitin, Barðaströnd og Rauðasandur bæst við „Vestfirði“ – að ekki séu nefndar Hornstrandir, Austurstrandir allt í Trékyllisvík, Reykjafjörður syðri, Bjarnafjörður, Steingrímsfjörður og svæðið suður fyrir Borðeyri í Hrútafirði. Einhvern tíma myndi mörgum Strandamanninum hafa brugðið illa ef sagt hefði verið að Hermann Jónasson forsætisráðherra væri þingmaður Vestfirðinga. Hann var þingmaður Strandamanna. Til 1959 þegar kjördæmið var lagt niður og eftir það þingmaður Vestfjarðakjördæmis. Og hver vill verða fyrstur til þess að segja Hreini Halldórsssyni, Strandamanninum sterka, að hann sé Vestfirðingur? Í Lýsingu Íslands, hinu mikla verki Þorvaldar Thoroddsens, sem út kom í 4 bindum 1908-22, fer höfundurinn í 1. bindinu réttsælis um landið, lýsir staðháttum og segir frá gögnum landsins og gæðum. Hann segir að „norður úr Breiðafirði skerast margir firðir inn í Barðastrandasýslu, einkum á svæðinu milli Reykjaness og Brjánslæks og eru sérstaklega hópaðir saman í Múlasveit og Gufudalssveit.“ Þorvaldur nefnir ekki Vestfirði einu orði. Ekki fyrr en hann hefur nefnt Bjargtanga, „vestasta angann á Íslandi og Látraröst þar út af.“ Þá hefst nýr kafli: Vestfirðir. Þorvaldur nefnir fyrst víkurnar yst á nesinu, Látravík, Breiðavík og Kollsvík, áður en hann víkur að hinum eiginlegu Vestfjörðum, Patreksfirði, Tálknafirði osfr. Þegar hann hefur fjallað um alla Vestfirðina og endað yfirferð sína í Ísafjarðardjúpi og Jökulfjörðum segir hann að „á hinum ysta kjálka Vestfjarða, frá Rit til Geirólfsgnúps skerast nærri eintómar víkur inn í ströndina ...“ „Allan þennan jaðar kalla menn Hornstrandir, en menn eru eigi á eitt sáttir yfir hve langt svæði það nafn á að taka, en oss þykir eðlilegt að nafnið nái yfir strandlengjuna frá Rit austur fyrir Horn og suður að Reykjaneshyrnu.“ Vestfjarðakaflann endar Þorvaldur með orðunum: „Við Trékyllisvík byrjar Húnaflói, sem skerst langt inn í landið (bls. 90-99). Margvísleg notkun Vestfjarða-nafnsins hefur valdið mörgum ruglingi. Þó ekki alltaf. Eftir stofnun Alþingis á 10. öld var landinu skipt í fjórðunga. Vestfirðingafjórðungur – sem stundum nefndist Breiðfirðingafjórðungur – náði úr Hrútafjarðarbotni suður að Hvítá, og frá 13. öld að Botnsá í Hvalfirði. Aldrei olli þetta neinum ruglingi; Snorri Sturluson, fæddur Dalamaður og búandi í Borgarfirði á fullorðinsárunum, var aldrei kallaður Vestfirðingur. Eftir kjördæmabreytinguna 1959 héldu flestir íbúar kjördæmisins áttum eins og alla tíð fyrrum. Þannig voru Reykhólamenn, Múlasveitarmenn og Barðstrendingar aldrei Vestfirðingar. Í besta falli voru þeir Breiðfirðingar. Enda ekkert til sem heitir „sunnanverðir Vestfirðir“. Það heitir „við norðanverðan Breiðafjörð.“ Á Vestfjörðum eru bara tvær áttir: Vestur og norður. Vestur-Ísafjarðarsýsla og Norður-Ísafjarðarsýsla. Menn fóru sjóleiðis frá Reykjavík vestur á Patreksfjörð, Þingeyri og Ísaförð. Sneru þá við og fóru til baka vestur á Þingeyri og áfram vestur á Patreksfjörð. Þaðan lá leiðin suður til Reykjavíkur. Hvað er þá til bragðs ef menn mega ekki kalla firðina austan á Vestfjarðakjálkanum Vestfirði? Firðirnir opnast allir í austur, og eru þess vegna réttnefndir austfirðir. Kannski Austfirðir vestra? Eins og Austfirðingar kalla sinn eiginn Borgarfjörð eystra. Hólmavík er alla vega ekki á Vestfjörðum! Höfundur er fyrrverandi bókavörður
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun