Fullyrðir að Sancho spili fyrir Dortmund í vetur - Frestur United liðinn Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2020 15:41 Jadon Sancho skoraði 17 mörk í þýsku 1. deildinni á nýafstaðinni leiktíð. Hann varð þriðji markahæstur í deildinni. vísir/getty Íþróttastjóri Dortmund segir það á tæru að Jadon Sancho muni spila með þýska liðinu á komandi leiktíð. Sancho hafði komist að samkomulagi um sín kjör hjá Manchester United. Sancho ferðaðist með félögum sínum í Dortmund til Sviss í dag þar sem liðið verður í æfingabúðum næstu daga. Þessi tvítugi, enski kantmaður hafði samkvæmt The Guardian samið við United um laun upp á 250.000 pund á viku en United og Dortmund virðast ekki hafa náð saman um kaupverð. Dortmund hafði gefið frest til dagsins í dag til að ná samningum þar sem félagið vildi klára málið áður en undirbúningur hæfist fyrir nýtt tímabil. „Við erum með Sancho í okkar áætlunum. Hann mun spila fyrir okkur á næstu leiktíð. Þessi ákvörðun er varanleg. Ég hygg að þetta svari öllum spurningum. Við fórum í það strax síðasta sumar að breyta launum Jadons í samræmi við hans þróun. Við það tilefni var samningurinn framlengdur til ársins 2023,“ sagði Michael Zorc, íþróttastjóri Dortmund. "Last summer we adjusted Jadon's salary to match the development of his performances. So in context, we had already extended his contract until 2023 back then." pic.twitter.com/m2emQ4pedg— Borussia Dortmund (@BlackYellow) August 10, 2020 The Guardian segir að ummæli Zorcs beri að taka hæfilega alvarlega og að ætla megi að þau séu látin falla til að styrkja stöðu Dortmund í viðræðum við United. United vilji greiða samtals 90 milljónir punda, í þremur árlegum greiðslum, auk 18 milljóna punda sem velti á árangri Sancho og United. Dortmund telji hann hins vegar um 20% verðmætari. Þýski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Dortmund gefur Man Utd lokadagsetningu til að klára kaupin á Sancho Borussia Dortmund hefur gefið Manchester United vikufrest til að klára að ganga frá kaupum á enska landsliðsmanninum Jadon Sancho. United þarf að klára kaupin í síðasta lagi 10. ágúst. 3. ágúst 2020 16:00 Man Utd þarf að ná Meistaradeildarsæti til að fá Sancho Jadon Sancho, 20 ára gamall leikmaður Dortmund, er sagður vilja koma til Manchester United eftir yfirstandandi tímabil ef liðið nær Meistaradeildarsæti. 15. júlí 2020 17:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Íþróttastjóri Dortmund segir það á tæru að Jadon Sancho muni spila með þýska liðinu á komandi leiktíð. Sancho hafði komist að samkomulagi um sín kjör hjá Manchester United. Sancho ferðaðist með félögum sínum í Dortmund til Sviss í dag þar sem liðið verður í æfingabúðum næstu daga. Þessi tvítugi, enski kantmaður hafði samkvæmt The Guardian samið við United um laun upp á 250.000 pund á viku en United og Dortmund virðast ekki hafa náð saman um kaupverð. Dortmund hafði gefið frest til dagsins í dag til að ná samningum þar sem félagið vildi klára málið áður en undirbúningur hæfist fyrir nýtt tímabil. „Við erum með Sancho í okkar áætlunum. Hann mun spila fyrir okkur á næstu leiktíð. Þessi ákvörðun er varanleg. Ég hygg að þetta svari öllum spurningum. Við fórum í það strax síðasta sumar að breyta launum Jadons í samræmi við hans þróun. Við það tilefni var samningurinn framlengdur til ársins 2023,“ sagði Michael Zorc, íþróttastjóri Dortmund. "Last summer we adjusted Jadon's salary to match the development of his performances. So in context, we had already extended his contract until 2023 back then." pic.twitter.com/m2emQ4pedg— Borussia Dortmund (@BlackYellow) August 10, 2020 The Guardian segir að ummæli Zorcs beri að taka hæfilega alvarlega og að ætla megi að þau séu látin falla til að styrkja stöðu Dortmund í viðræðum við United. United vilji greiða samtals 90 milljónir punda, í þremur árlegum greiðslum, auk 18 milljóna punda sem velti á árangri Sancho og United. Dortmund telji hann hins vegar um 20% verðmætari.
Þýski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Dortmund gefur Man Utd lokadagsetningu til að klára kaupin á Sancho Borussia Dortmund hefur gefið Manchester United vikufrest til að klára að ganga frá kaupum á enska landsliðsmanninum Jadon Sancho. United þarf að klára kaupin í síðasta lagi 10. ágúst. 3. ágúst 2020 16:00 Man Utd þarf að ná Meistaradeildarsæti til að fá Sancho Jadon Sancho, 20 ára gamall leikmaður Dortmund, er sagður vilja koma til Manchester United eftir yfirstandandi tímabil ef liðið nær Meistaradeildarsæti. 15. júlí 2020 17:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Dortmund gefur Man Utd lokadagsetningu til að klára kaupin á Sancho Borussia Dortmund hefur gefið Manchester United vikufrest til að klára að ganga frá kaupum á enska landsliðsmanninum Jadon Sancho. United þarf að klára kaupin í síðasta lagi 10. ágúst. 3. ágúst 2020 16:00
Man Utd þarf að ná Meistaradeildarsæti til að fá Sancho Jadon Sancho, 20 ára gamall leikmaður Dortmund, er sagður vilja koma til Manchester United eftir yfirstandandi tímabil ef liðið nær Meistaradeildarsæti. 15. júlí 2020 17:30
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti