Átta af fjórtán veitingahúsum voru með viðeigandi sóttvarnaráðstafanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 06:34 Lögreglan heimsótti fjórtán veitingastaði í gærkvöldi. Aðeins einn þeirra var með óviðunandi sóttvarnarráðstafanir og var skrifuð skýrsla um málið. Vísir/Vilhelm Fjórtán veitingahús voru heimsótt í miðborginni af lögreglu í gærkvöldi. Kannað var hvort ráðstafanir varðandi sóttvarnir og tveggja metra reglu væru sem skildi. Átta staðir af þessum fjórtán voru með sín mál í mjög góðu ástandi samkvæmt dagbók lögreglu en fimm staðir þurfa að gera úrbætur og bæta skipulag. Einn staður hafði ekki gert viðunandi ráðstafanir til að tryggja sóttvarnarreglur og tveggja metra reglu og var skrifuð skýrsla um brotið. Of margir einstaklingar voru inni á staðnum og lítið sem ekkert bil var á milli gesta. Á stöðunum sem bæta þurfti sóttvarnir voru fáir þegar lögreglu bar að garði en fram kemur að ef fleiri gestir hefðu verið á stöðunum hefði verið óvíst hvort aðstæður hefðu þá getað talist viðunandi. Starfsmönnum voru veittar ráðleggingar af lögreglu um hvernig gera mætti betur. Fátt annað kom á borð lögreglu í nótt. Tilkynnt var um þjófnað á sjötta tímanum í gær úr spilakassa í söluturni í Árbæ. Maðurinn sem framdi þjófnaðinn skemmdi spilakassa og stal úr honum peningum og sást til hans á upptöku öryggismyndavéla. Þá barst tilkynning á sjötta tímanum í gærkvöldi um ofurölvi mann við veitingahús í miðbænum, hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu og var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu. Tvö umferðarslys eða -óhöpp urðu í gærkvöldi. Umferðarslys varð í Hafnarfirði á áttunda tímanum þegar maður í ökunámi datt af bifhjóli. Hann er mögulega rifbeinsbrotinn og var hann fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Þá óku þrjár bifreiðar á umferðarmerki/vegstiku á tólfta tímanum á Reykjanesbrautinni. Skemmdir urðu á hjólbörðum allra bíla en engin slys urðu á fólki. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir „Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf“ Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum. 10. ágúst 2020 09:11 Veislusalir nánast fullbókaðir næsta sumar vegna samkvæma sem var aflýst í ár Mikið hefur verið um það að veislum hafi verið frestað, bæði í vor og í sumar, og hafa margir umsjónarmenn veislusala orðið varir við að fólk hafi frestað veislum fram á haust eða jafnvel næsta ár. 5. ágúst 2020 13:15 Skemmtistaðareigandi svekktur: Margir staðir róa nú þegar lífróður Eigandi skemmtistaðar segist afar svekktur með tíðindi dagsins. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum í stað þess að þær bitni á innlendum fyrirtækjum. Margir veitinga- og skemmtistaðir rói nú lífróður. 30. júlí 2020 12:17 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Fjórtán veitingahús voru heimsótt í miðborginni af lögreglu í gærkvöldi. Kannað var hvort ráðstafanir varðandi sóttvarnir og tveggja metra reglu væru sem skildi. Átta staðir af þessum fjórtán voru með sín mál í mjög góðu ástandi samkvæmt dagbók lögreglu en fimm staðir þurfa að gera úrbætur og bæta skipulag. Einn staður hafði ekki gert viðunandi ráðstafanir til að tryggja sóttvarnarreglur og tveggja metra reglu og var skrifuð skýrsla um brotið. Of margir einstaklingar voru inni á staðnum og lítið sem ekkert bil var á milli gesta. Á stöðunum sem bæta þurfti sóttvarnir voru fáir þegar lögreglu bar að garði en fram kemur að ef fleiri gestir hefðu verið á stöðunum hefði verið óvíst hvort aðstæður hefðu þá getað talist viðunandi. Starfsmönnum voru veittar ráðleggingar af lögreglu um hvernig gera mætti betur. Fátt annað kom á borð lögreglu í nótt. Tilkynnt var um þjófnað á sjötta tímanum í gær úr spilakassa í söluturni í Árbæ. Maðurinn sem framdi þjófnaðinn skemmdi spilakassa og stal úr honum peningum og sást til hans á upptöku öryggismyndavéla. Þá barst tilkynning á sjötta tímanum í gærkvöldi um ofurölvi mann við veitingahús í miðbænum, hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu og var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu. Tvö umferðarslys eða -óhöpp urðu í gærkvöldi. Umferðarslys varð í Hafnarfirði á áttunda tímanum þegar maður í ökunámi datt af bifhjóli. Hann er mögulega rifbeinsbrotinn og var hann fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Þá óku þrjár bifreiðar á umferðarmerki/vegstiku á tólfta tímanum á Reykjanesbrautinni. Skemmdir urðu á hjólbörðum allra bíla en engin slys urðu á fólki.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir „Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf“ Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum. 10. ágúst 2020 09:11 Veislusalir nánast fullbókaðir næsta sumar vegna samkvæma sem var aflýst í ár Mikið hefur verið um það að veislum hafi verið frestað, bæði í vor og í sumar, og hafa margir umsjónarmenn veislusala orðið varir við að fólk hafi frestað veislum fram á haust eða jafnvel næsta ár. 5. ágúst 2020 13:15 Skemmtistaðareigandi svekktur: Margir staðir róa nú þegar lífróður Eigandi skemmtistaðar segist afar svekktur með tíðindi dagsins. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum í stað þess að þær bitni á innlendum fyrirtækjum. Margir veitinga- og skemmtistaðir rói nú lífróður. 30. júlí 2020 12:17 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
„Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf“ Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum. 10. ágúst 2020 09:11
Veislusalir nánast fullbókaðir næsta sumar vegna samkvæma sem var aflýst í ár Mikið hefur verið um það að veislum hafi verið frestað, bæði í vor og í sumar, og hafa margir umsjónarmenn veislusala orðið varir við að fólk hafi frestað veislum fram á haust eða jafnvel næsta ár. 5. ágúst 2020 13:15
Skemmtistaðareigandi svekktur: Margir staðir róa nú þegar lífróður Eigandi skemmtistaðar segist afar svekktur með tíðindi dagsins. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum í stað þess að þær bitni á innlendum fyrirtækjum. Margir veitinga- og skemmtistaðir rói nú lífróður. 30. júlí 2020 12:17