Svona er dularfulla draugahljóðið sem plagar Akureyringa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2020 07:00 Undarlegt hljóð plagar suma íbúa Akureyrar. Vísir/Vilhelm Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Íbúar Akureyrar velta fyrir sér uppruna hljóðsins en hér í fréttinni má heyra hljóðbrot með draugahljóðinu dularfulla. Hljóðið hefur skotið upp kollinum af og til en fjallað var um málið árið 2014 í Akureyri vikublaði, þar sem því var líkt við draugahljóð, og það sagt halda vöku fyrir Akureyringum. Umræða um hljóðið hefur vaknað að nýju eftir að Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, skrifaði Facebook-færslu um málið á sunnudaginn, þar sem hann spurði hvort einhverjir könnuðust við sérkennilegt drónahljóð eða són yfir Akureyri. Ein af fréttum Akureyri vikublaðs um málið frá árinu 2014.Mynd/Tímarit.is Ekki stóð á svörunum og virðast fjölmargir núverandi og fyrrverandi íbúar Akureyrar kannast við hljóðið, allt aftur til 2002 ef marka má athugasemdir við færslur Þorvaldar Bjarna um málið. Líkt og kom fram í fréttum Akureyri vikublaðs frá árinu 2014 er uppruni hljóðsins þó óþekktur. Suma grunar að það eigi uppruna sinn úr Vaðlaheiðargöngum, aðrir telja það koma frá einhvers konar iðnaðarstarfsemi, og eru tilgáturnar orðnar ansi margar. Heyrist víða um Akureyri Þorvaldur Bjarni hefur nú birt hljóðbrot á Facebook-síðu sinni þar sem heyra má hljóðið undarlega. „Staðfest er að þetta heyrist á Oddeyrargötu, Bjarmastíg, Holtagötu, Þingvallarstræti, Helgamagrastræti, við HOF, Þórunnarstræti og fleiri stöðum,“ skrifar Þorvaldur Bjarni á sama tíma og hann útskýrir af hverju myndbrot úr Ávaxtakörfunni fylgi með hljóðinu. Í samtali við fréttastofu segir Þorvaldur að umrætt hljóð sé sannkallað draugahljóð, hann er þó ekki einn af þeim sem telja að Kári gamli orsaki hljóðið. „Þetta er svo stöðugt, ég held að þetta hljóti að vera einhvers konar tæki. Ég held að þetta sé ekki vindur, þetta er mest þegar það er alveg blankalogn, þá heyrir maður þetta mjög vel.“ „Þegar maður er að gera „scary“ tónlist þá gerir maður svona hljóð“ Þorvaldur Bjarni er auðvitað landsþekktur tónlistarmaður og kannast því vel við hljóð, í hvaða mynd sem þau koma. „Þetta er ferlega draugalegt hljóð, og leiðinlegt, það sveigist á milli G og A og fer aðeins upp og aðeins niður. Það er það sem gerir það að verkum að þú ferð að hlusta á þetta. Þegar maður er að gera „scary“ tónlist þá gerir maður svona hljóð,“ segir Þorvaldur Bjarni. Þorvaldur Bjarni er vanur að vinna með hljóð.Vísir/Tryggvi Þorvaldur Bjarni er sem fyrr segir tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar en Sinfonia Nord hefur staðið í ströngu að undanförnu við að taka upp kvikmyndatónlist fyrir stór erlend framleiðslufyrirtæki, og fjöldi fólks hefur komið til Akureyrar til þeirra starfa. „Maður er búinn að vera með gesti út af verkefnunum okkar og þeim finnst þetta ekki þægilegt. Þetta er ekki gott fyrir bæinn því þetta getur alveg eyðilagt upplifunina, að liggja á hótelherbergi í kyrrðinni og það er bara eitthvað draugahljóð í gangi. Ekki nema við gerum út á þetta og köllum þetta draugabæinn, segir Þorvaldur Bjarni að lokum og hlær. Akureyri Tónlist Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Íbúar Akureyrar velta fyrir sér uppruna hljóðsins en hér í fréttinni má heyra hljóðbrot með draugahljóðinu dularfulla. Hljóðið hefur skotið upp kollinum af og til en fjallað var um málið árið 2014 í Akureyri vikublaði, þar sem því var líkt við draugahljóð, og það sagt halda vöku fyrir Akureyringum. Umræða um hljóðið hefur vaknað að nýju eftir að Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, skrifaði Facebook-færslu um málið á sunnudaginn, þar sem hann spurði hvort einhverjir könnuðust við sérkennilegt drónahljóð eða són yfir Akureyri. Ein af fréttum Akureyri vikublaðs um málið frá árinu 2014.Mynd/Tímarit.is Ekki stóð á svörunum og virðast fjölmargir núverandi og fyrrverandi íbúar Akureyrar kannast við hljóðið, allt aftur til 2002 ef marka má athugasemdir við færslur Þorvaldar Bjarna um málið. Líkt og kom fram í fréttum Akureyri vikublaðs frá árinu 2014 er uppruni hljóðsins þó óþekktur. Suma grunar að það eigi uppruna sinn úr Vaðlaheiðargöngum, aðrir telja það koma frá einhvers konar iðnaðarstarfsemi, og eru tilgáturnar orðnar ansi margar. Heyrist víða um Akureyri Þorvaldur Bjarni hefur nú birt hljóðbrot á Facebook-síðu sinni þar sem heyra má hljóðið undarlega. „Staðfest er að þetta heyrist á Oddeyrargötu, Bjarmastíg, Holtagötu, Þingvallarstræti, Helgamagrastræti, við HOF, Þórunnarstræti og fleiri stöðum,“ skrifar Þorvaldur Bjarni á sama tíma og hann útskýrir af hverju myndbrot úr Ávaxtakörfunni fylgi með hljóðinu. Í samtali við fréttastofu segir Þorvaldur að umrætt hljóð sé sannkallað draugahljóð, hann er þó ekki einn af þeim sem telja að Kári gamli orsaki hljóðið. „Þetta er svo stöðugt, ég held að þetta hljóti að vera einhvers konar tæki. Ég held að þetta sé ekki vindur, þetta er mest þegar það er alveg blankalogn, þá heyrir maður þetta mjög vel.“ „Þegar maður er að gera „scary“ tónlist þá gerir maður svona hljóð“ Þorvaldur Bjarni er auðvitað landsþekktur tónlistarmaður og kannast því vel við hljóð, í hvaða mynd sem þau koma. „Þetta er ferlega draugalegt hljóð, og leiðinlegt, það sveigist á milli G og A og fer aðeins upp og aðeins niður. Það er það sem gerir það að verkum að þú ferð að hlusta á þetta. Þegar maður er að gera „scary“ tónlist þá gerir maður svona hljóð,“ segir Þorvaldur Bjarni. Þorvaldur Bjarni er vanur að vinna með hljóð.Vísir/Tryggvi Þorvaldur Bjarni er sem fyrr segir tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar en Sinfonia Nord hefur staðið í ströngu að undanförnu við að taka upp kvikmyndatónlist fyrir stór erlend framleiðslufyrirtæki, og fjöldi fólks hefur komið til Akureyrar til þeirra starfa. „Maður er búinn að vera með gesti út af verkefnunum okkar og þeim finnst þetta ekki þægilegt. Þetta er ekki gott fyrir bæinn því þetta getur alveg eyðilagt upplifunina, að liggja á hótelherbergi í kyrrðinni og það er bara eitthvað draugahljóð í gangi. Ekki nema við gerum út á þetta og köllum þetta draugabæinn, segir Þorvaldur Bjarni að lokum og hlær.
Akureyri Tónlist Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira