Skapsmunir Ólafur Hauksson skrifar 12. ágúst 2020 08:00 Það er ekki til vinsælda fallið að gagnrýna Kára Stefánsson. Síst af öllu að atyrða hann fyrir að láta skapsmuni ráða við örlagaríkar ákvarðanir. Enda er Kári vinsæll og veit af því og minnir okkur reglulega á hvað Íslensk erfðagreining hefur varið mörgum milljörðum króna í viðbrögð við kórónuveirunni. En það liggur fyrir að skapið í Kára réð för þegar hann tilkynnti með viku fyrirvara að hann væri hættur þátttöku í landamæraskimun ferðamanna. Hann sagði að honum þætti stjórnvöld sýna sér virðingarleysi, samskiptin væru skringileg og honum liði eins og boðflennu. Hann vildi losna undan því oki að skima og þess vegna væri miklu auðveldara að hætta því á þeim tímapunkti. Nokkrum vikum áður hafði hann móðgast herfilega út í vanþakklæti heilbrigðisráðherra. Var eitthvað að þessum viðbrögðum? Mátti Kári ekki yfirgefa samkunduna þegar búið var að móðga hann nógu mikið? Nei, það mátti hann ekki vegna þess að hann hafði sjálfur boðið í partíið. Þegar ákveðið var að hefja skimun ferðamanna treysti Landspítalinn sér til að skima 500 manns á dag. Kári steig þá fram og bauðst til að annast skimun 2.000 manna á dag á landamærunum. Það var þegið með þökkum. Öll áform ferðamanna til og frá landinu miðuðust við þessi 2.000 manna afköst. Á þeim vikufresti sem Kári gaf áður en hann hætti fór veirufræðideild Landspítalands á yfirsnúning til að taka við skimun á landamærunum. Íslensk erfðagreining aðstoðaði reyndar dyggilega við þann undirbúning. Samt var ljóst að þrátt fyrir góða viðleitni yrðu áætlanir þúsunda ferðamanna í uppnámi, það yrði algjört kaos og strandaglópar á flugvöllum víða um heim. Sú ákvörðun var því tekin af hálfu stjórnvalda að undanþiggja skimun fyrir ferðamenn frá fjórum löndum auk Færeyja og Grænlands. Þannig var hægt að standa við loforð Kára um fjöldann sem hann sagðist ætlað að skima áður en hann lét sig hverfa. Það eru afleiðingarnar af þessu opinbera fýlukasti forstjóra ÍE sem valda því að ég voga mér að stíga á tærnar á hinum vinsæla vísindamanni. Ef hann hefði ekki bakkað út úr verkefninu, þá hefði áfram verið hægt að skima alla ferðamenn til landsins, eins og alltaf stóð til. En þar sem veirufræðideild Landspítalans ræður ekki við allan pakkann, hafa aðeins um 65% ferðamanna verið skimaðir á landamærunum. Um 25 þúsund ferðamenn hafa komið til landsins frá „öruggu löndunum“ án þess að vera skimaðir. Veiran er komin á kreik á nýjan leik með tilheyrandi lamandi áhrifum eins og alþjóð veit. Við vitum ekkert hvort fólk sem kom frá öruggu löndunum hafi verið smitað og smitað út frá sér, þar sem það fór ekki í skimun. Fólk frá mörgum öðrum löndum kom í gegnum þessi öruggu lönd, þar á meðal frá Austur-Evrópu. Við þyrftum ekki að búa við þetta óöryggi ef allir hefðu verið skimaðir eins og til stóð frá fyrsta degi. Sóttvarnalæknir hefur ítrekað að hann telji nauðsynlegt að skima alla ferðamenn sem koma til landsins. Það gerist varla nema að fækka þeim sem mega koma eða að Íslensk erfðagreining mæti aftur. Kannski finnst einhverjum ósanngjarnt að skammast sé út í hinn skarpgáfaða og skapmikla forstjóra ÍE fyrir að bregðast illa við lélegum samskiptum og vanþakklæti stjórnvalda. Það var samt ekki mjög fullorðins af honum að rjúka í burtu frá landamæraskimuninni, síst af öllu þar sem hann bauð sér sjálfur í það samkvæmi. Með tilboði sínu um að skima 2.000 einstaklinga á dag skapaði hann samstundis væntingar sem höfðu áhrif á innlenda sem erlenda ferðamenn, sem sýndi sig í því að nánast daglega fylltu þeir kvótann. Enginn er að vanmeta þann höfðingsskap sem hinir erlendu eigendur Íslenskrar erfðagreiningar sýna fyrir tilstilli Kára Stefánssonar. Ókeypis skimanir fyrirtækisins eru á heimsmælikvarða og vafalítið hefur það einhverja hagsmuni af söfnun þeirra upplýsinga sem þannig fást. Til lítils væri annars að standa í þessu veseni. Höfundur er almannatengill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er ekki til vinsælda fallið að gagnrýna Kára Stefánsson. Síst af öllu að atyrða hann fyrir að láta skapsmuni ráða við örlagaríkar ákvarðanir. Enda er Kári vinsæll og veit af því og minnir okkur reglulega á hvað Íslensk erfðagreining hefur varið mörgum milljörðum króna í viðbrögð við kórónuveirunni. En það liggur fyrir að skapið í Kára réð för þegar hann tilkynnti með viku fyrirvara að hann væri hættur þátttöku í landamæraskimun ferðamanna. Hann sagði að honum þætti stjórnvöld sýna sér virðingarleysi, samskiptin væru skringileg og honum liði eins og boðflennu. Hann vildi losna undan því oki að skima og þess vegna væri miklu auðveldara að hætta því á þeim tímapunkti. Nokkrum vikum áður hafði hann móðgast herfilega út í vanþakklæti heilbrigðisráðherra. Var eitthvað að þessum viðbrögðum? Mátti Kári ekki yfirgefa samkunduna þegar búið var að móðga hann nógu mikið? Nei, það mátti hann ekki vegna þess að hann hafði sjálfur boðið í partíið. Þegar ákveðið var að hefja skimun ferðamanna treysti Landspítalinn sér til að skima 500 manns á dag. Kári steig þá fram og bauðst til að annast skimun 2.000 manna á dag á landamærunum. Það var þegið með þökkum. Öll áform ferðamanna til og frá landinu miðuðust við þessi 2.000 manna afköst. Á þeim vikufresti sem Kári gaf áður en hann hætti fór veirufræðideild Landspítalands á yfirsnúning til að taka við skimun á landamærunum. Íslensk erfðagreining aðstoðaði reyndar dyggilega við þann undirbúning. Samt var ljóst að þrátt fyrir góða viðleitni yrðu áætlanir þúsunda ferðamanna í uppnámi, það yrði algjört kaos og strandaglópar á flugvöllum víða um heim. Sú ákvörðun var því tekin af hálfu stjórnvalda að undanþiggja skimun fyrir ferðamenn frá fjórum löndum auk Færeyja og Grænlands. Þannig var hægt að standa við loforð Kára um fjöldann sem hann sagðist ætlað að skima áður en hann lét sig hverfa. Það eru afleiðingarnar af þessu opinbera fýlukasti forstjóra ÍE sem valda því að ég voga mér að stíga á tærnar á hinum vinsæla vísindamanni. Ef hann hefði ekki bakkað út úr verkefninu, þá hefði áfram verið hægt að skima alla ferðamenn til landsins, eins og alltaf stóð til. En þar sem veirufræðideild Landspítalans ræður ekki við allan pakkann, hafa aðeins um 65% ferðamanna verið skimaðir á landamærunum. Um 25 þúsund ferðamenn hafa komið til landsins frá „öruggu löndunum“ án þess að vera skimaðir. Veiran er komin á kreik á nýjan leik með tilheyrandi lamandi áhrifum eins og alþjóð veit. Við vitum ekkert hvort fólk sem kom frá öruggu löndunum hafi verið smitað og smitað út frá sér, þar sem það fór ekki í skimun. Fólk frá mörgum öðrum löndum kom í gegnum þessi öruggu lönd, þar á meðal frá Austur-Evrópu. Við þyrftum ekki að búa við þetta óöryggi ef allir hefðu verið skimaðir eins og til stóð frá fyrsta degi. Sóttvarnalæknir hefur ítrekað að hann telji nauðsynlegt að skima alla ferðamenn sem koma til landsins. Það gerist varla nema að fækka þeim sem mega koma eða að Íslensk erfðagreining mæti aftur. Kannski finnst einhverjum ósanngjarnt að skammast sé út í hinn skarpgáfaða og skapmikla forstjóra ÍE fyrir að bregðast illa við lélegum samskiptum og vanþakklæti stjórnvalda. Það var samt ekki mjög fullorðins af honum að rjúka í burtu frá landamæraskimuninni, síst af öllu þar sem hann bauð sér sjálfur í það samkvæmi. Með tilboði sínu um að skima 2.000 einstaklinga á dag skapaði hann samstundis væntingar sem höfðu áhrif á innlenda sem erlenda ferðamenn, sem sýndi sig í því að nánast daglega fylltu þeir kvótann. Enginn er að vanmeta þann höfðingsskap sem hinir erlendu eigendur Íslenskrar erfðagreiningar sýna fyrir tilstilli Kára Stefánssonar. Ókeypis skimanir fyrirtækisins eru á heimsmælikvarða og vafalítið hefur það einhverja hagsmuni af söfnun þeirra upplýsinga sem þannig fást. Til lítils væri annars að standa í þessu veseni. Höfundur er almannatengill.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun