Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Sylvía Hall skrifar 9. janúar 2020 12:13 Myndum af fórnarlömbunum hefur verið stillt upp á flugvelinum í Kænugarði þar sem farþeganna er minnst. Vísir/EPA Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. Flugvélin hafi verið að fljúga í vestur frá flugvellinum en hafði snúið í austur eftir að bilun kom upp. Flugvélin var á leið frá Teheran í Íran til Kænugarðs í Úkraínu þegar slysið varð. Allir um borð fórust í slysinu.Flugvélin sendi engin neyðarboð frá sér áður en hún hrapaði en vitni lýsa því að flugvélin hafi logað þegar hún hrapaði til jarðar. Flugmálayfirvöld hafa sent fyrstu gögn til Úkraínu og höfuðstöðva Boeing í Bandaríkjunum sem og Svíþjóðar og Kanada, en 63 Kanadamenn og tíu Svíar voru á meðal farþega vélarinnar. Íranir hafa þó gefið það út að þeir ætli ekki að afhenda bandarískum yfirvöldum eða Boeing flugritann og munu sjálfir að sjá um rannsókn málsins. Vélin var af gerðinni Boeing 737-800. Sjá einnig: 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Stjórnvöld í Úkraínu munu senda teymi sérfræðinga til Írans til þess að rannsaka orsakir slyssins. Oleksiy Danylov, ritari öryggisráðs Úkraínu, sagði alla möguleika verða skoðaða en talið er að eldur hafi komið upp í hreyfli vélarinnar. Athugað verður hvort flugvélin hafi orðið fyrir stýriflaug, hryðjuverkaárás hafi átt sér stað eða hvort sprenging í vélarbúnaði vélarinnar hafi orðið. Í frétt BBC kemur fram að í sérfræðingar sem komu að rannsókn flugslyssins í Úkraínu árið 2014 þegar MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað munu taka þátt í rannsókninni. Þrátt fyrir að yfirvöld í Íran ætli ekki að afhenda Boeing flugritann hafa forsvarsmenn flugvélaframleiðandans gefið það út að þeir muni aðstoða eins og þarf við rannsókn málsins. Alla jafna kemur framleiðandi þeirrar vélar sem ferst að rannsóknum slysa og er rannsóknarnefnd flugslysa í Bandaríkjunum yfirleitt kölluð til í mannskæðum flugslysum ef um er að ræða Boeing-vélar.Hér að neðan má sjá myndband af vettvangi slyssins. Bandaríkin Fréttir af flugi Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36 Úkraínumenn ætla að senda rannsakendur til Írans Forseti Úkraínu heitir því að komast til botns í því hvað grandaði úkraínskri farþegaþotu í Íran í morgun. 8. janúar 2020 16:45 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fækkar herforingum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Sjá meira
Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. Flugvélin hafi verið að fljúga í vestur frá flugvellinum en hafði snúið í austur eftir að bilun kom upp. Flugvélin var á leið frá Teheran í Íran til Kænugarðs í Úkraínu þegar slysið varð. Allir um borð fórust í slysinu.Flugvélin sendi engin neyðarboð frá sér áður en hún hrapaði en vitni lýsa því að flugvélin hafi logað þegar hún hrapaði til jarðar. Flugmálayfirvöld hafa sent fyrstu gögn til Úkraínu og höfuðstöðva Boeing í Bandaríkjunum sem og Svíþjóðar og Kanada, en 63 Kanadamenn og tíu Svíar voru á meðal farþega vélarinnar. Íranir hafa þó gefið það út að þeir ætli ekki að afhenda bandarískum yfirvöldum eða Boeing flugritann og munu sjálfir að sjá um rannsókn málsins. Vélin var af gerðinni Boeing 737-800. Sjá einnig: 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Stjórnvöld í Úkraínu munu senda teymi sérfræðinga til Írans til þess að rannsaka orsakir slyssins. Oleksiy Danylov, ritari öryggisráðs Úkraínu, sagði alla möguleika verða skoðaða en talið er að eldur hafi komið upp í hreyfli vélarinnar. Athugað verður hvort flugvélin hafi orðið fyrir stýriflaug, hryðjuverkaárás hafi átt sér stað eða hvort sprenging í vélarbúnaði vélarinnar hafi orðið. Í frétt BBC kemur fram að í sérfræðingar sem komu að rannsókn flugslyssins í Úkraínu árið 2014 þegar MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað munu taka þátt í rannsókninni. Þrátt fyrir að yfirvöld í Íran ætli ekki að afhenda Boeing flugritann hafa forsvarsmenn flugvélaframleiðandans gefið það út að þeir muni aðstoða eins og þarf við rannsókn málsins. Alla jafna kemur framleiðandi þeirrar vélar sem ferst að rannsóknum slysa og er rannsóknarnefnd flugslysa í Bandaríkjunum yfirleitt kölluð til í mannskæðum flugslysum ef um er að ræða Boeing-vélar.Hér að neðan má sjá myndband af vettvangi slyssins.
Bandaríkin Fréttir af flugi Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36 Úkraínumenn ætla að senda rannsakendur til Írans Forseti Úkraínu heitir því að komast til botns í því hvað grandaði úkraínskri farþegaþotu í Íran í morgun. 8. janúar 2020 16:45 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fækkar herforingum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Sjá meira
Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04
Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36
Úkraínumenn ætla að senda rannsakendur til Írans Forseti Úkraínu heitir því að komast til botns í því hvað grandaði úkraínskri farþegaþotu í Íran í morgun. 8. janúar 2020 16:45