Telur Írani draga sig í hlé og boðar auknar þvinganir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2020 17:45 Donald Trump hélt í dag ávarp vegna árása Írana í nótt. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að svo virðist sem Íranir hafi dregið sig í hlé eftir eldflaugaárásir liðinnar nætur. Hann hefur þá einnig lýst því yfir að viðskiptaþvingunum verði beitt í auknum mæli gegn Íran. Eins hefur hann kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið stígi inn í deiluna í Miðausturlöndum. Þetta kom fram í ávarpi sem forsetinn hélt í dag. Trump hóf mál sitt á því að tilkynna að engir Bandaríkjamenn hefðu fallið í árásum Írana á tvær herstöðvar Bandaríkjamanna í Írak í gær. Hann bætti við að svo virtist sem hefndaraðgerðum Írana vegna vígsins á íranska hershöfðingjanum Qassem Soleimani, sem Trump fyrirskipaði, væri lokið. „Íranir virðist vera að draga sig í hlé,“ sagði forsetinn. Hann lýsti þá því sjónarmiði sínu að vígið á Soleimani hafi verið réttlætanlegt og kallaði það „ótvíræðar aðgerðir í því skyni að stöðva vægðarlausan hryðjuverkamann.“Sjá meira: Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Trump greindi einnig frá því að Bandaríkin myndu nú herða viðskiptaþvinganir sínar í garð Írana, en greindi ekkert nánar frá þeim fyrirætlunum sínum. Eins kallaði hann eftir því að Evrópuríki sem eru aðilar að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, sem vesturveldin, Rússar og Kínverjar gerðu við Írani árið 2015. Trump dró Bandaríkin út úr samkomulaginu árið 2018 og Íranir tilkynntu á sunnudag að þeir myndu ekki hlíta samkomulaginu lengur. Samkomulaginu var ætlað að draga úr kjarnorkuvopnavæðingu Írans í skiptum fyrir slaka á viðskiptaþvingunum annarra ríkja í garð þess. Eins kallaði forsetinn eftir því að Atlantshafsbandalagið „blandaði sér í meiri mæli í málefni Miðausturlanda.“ Hann útskýrði ekki nánar hvað fælist í þeirri ósk hans, en nefndi sérstaklega að Bandaríkin væru nú orðin sjálfbær þegar kæmi að framleiðslu olíu og jarðgass. „Við þurfum ekki olíu frá Miðausturlöndum.“ Bandaríkin og Íran eigi sömu hagsmuna að gæta Forsetinn lauk ávarpi sínu með því að benda á sameiginlega hagsmuni ríkjanna tveggja sem nú deila, Bandaríkjanna og Írans. Þar gerði hann hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, að sérstöku umfjöllunarefni. „ISIS er náttúrulegur fjandmaður Írans. Við ættum að vinna saman að þessu og öðrum sameiginlegum forgangsmálum. Til íbúa og leiðtoga Írans, við viljum að þið eigið framtíð, glæsta framtíð, framtíð sem þið eigið skilið, fulla af velmegun og friðsemd.“ Lokaorð forsetans voru síðan á þá leið að Bandaríkin væru „tilbúin að stilla til friðar við hverja þá sem eftir því leitast.“ Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. 8. janúar 2020 13:45 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að svo virðist sem Íranir hafi dregið sig í hlé eftir eldflaugaárásir liðinnar nætur. Hann hefur þá einnig lýst því yfir að viðskiptaþvingunum verði beitt í auknum mæli gegn Íran. Eins hefur hann kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið stígi inn í deiluna í Miðausturlöndum. Þetta kom fram í ávarpi sem forsetinn hélt í dag. Trump hóf mál sitt á því að tilkynna að engir Bandaríkjamenn hefðu fallið í árásum Írana á tvær herstöðvar Bandaríkjamanna í Írak í gær. Hann bætti við að svo virtist sem hefndaraðgerðum Írana vegna vígsins á íranska hershöfðingjanum Qassem Soleimani, sem Trump fyrirskipaði, væri lokið. „Íranir virðist vera að draga sig í hlé,“ sagði forsetinn. Hann lýsti þá því sjónarmiði sínu að vígið á Soleimani hafi verið réttlætanlegt og kallaði það „ótvíræðar aðgerðir í því skyni að stöðva vægðarlausan hryðjuverkamann.“Sjá meira: Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Trump greindi einnig frá því að Bandaríkin myndu nú herða viðskiptaþvinganir sínar í garð Írana, en greindi ekkert nánar frá þeim fyrirætlunum sínum. Eins kallaði hann eftir því að Evrópuríki sem eru aðilar að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, sem vesturveldin, Rússar og Kínverjar gerðu við Írani árið 2015. Trump dró Bandaríkin út úr samkomulaginu árið 2018 og Íranir tilkynntu á sunnudag að þeir myndu ekki hlíta samkomulaginu lengur. Samkomulaginu var ætlað að draga úr kjarnorkuvopnavæðingu Írans í skiptum fyrir slaka á viðskiptaþvingunum annarra ríkja í garð þess. Eins kallaði forsetinn eftir því að Atlantshafsbandalagið „blandaði sér í meiri mæli í málefni Miðausturlanda.“ Hann útskýrði ekki nánar hvað fælist í þeirri ósk hans, en nefndi sérstaklega að Bandaríkin væru nú orðin sjálfbær þegar kæmi að framleiðslu olíu og jarðgass. „Við þurfum ekki olíu frá Miðausturlöndum.“ Bandaríkin og Íran eigi sömu hagsmuna að gæta Forsetinn lauk ávarpi sínu með því að benda á sameiginlega hagsmuni ríkjanna tveggja sem nú deila, Bandaríkjanna og Írans. Þar gerði hann hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, að sérstöku umfjöllunarefni. „ISIS er náttúrulegur fjandmaður Írans. Við ættum að vinna saman að þessu og öðrum sameiginlegum forgangsmálum. Til íbúa og leiðtoga Írans, við viljum að þið eigið framtíð, glæsta framtíð, framtíð sem þið eigið skilið, fulla af velmegun og friðsemd.“ Lokaorð forsetans voru síðan á þá leið að Bandaríkin væru „tilbúin að stilla til friðar við hverja þá sem eftir því leitast.“
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. 8. janúar 2020 13:45 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. 8. janúar 2020 13:45
Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09
Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00