Eyjan Traustholtshólmi bjargaði Hákoni frá alkóhólisma Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2020 11:30 Hákon Kjalar Hjördísarson í Traustsholtshólma. Vísir Hákon Kjalar Hjördísarson og hundur hans Skuggi búa einir á eyjunni Traustholtshólma sem er rétt fyrir ofan mynni Þjórsár eða í 30 mínútna ökufæri frá Selfossi og bjóða þar ferðamönnum upp á ævintýralega upplifun á einum friðsælasta stað landsins. Hákon fluttist yfir í eyjuna í maí 2016 og hefur í sumar tekið á móti ferðamönnum, boðið þeim að flýja amstur nútímatækni um stund og upplifa íslenska sveit einangraða frá lundabúðum eða ráfi annarra gesta. Ben Fogle hitti Hákon í Traustholtshólma fyrir þáttinn New Lives in the Wild sem sýndir eru á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 5 og hefur Daily Mail gert sér mat úr þættinum í heljarinnar grein á vefnum. Þar kemur fram að eyjan hafi bjargað Hákoni frá alkóhólisma en húsasmiðurinn segist hafa drukkið mikið þegar hann bjó í Reykjavík en samt alltaf náð að haldast í vinnu og verið virkur í samfélaginu. Í dag býr Hákon einn á eyjunni með hundinum sínum Skugga. Eyjan hefur verið í eigu fjölskyldunnar í áratugi og fór hann oft þangað sem barn. Hákon býður gestum að koma með sér að sækja lax í ánna með netum.Vísir „Áður fyrr vann ég 16 tíma á dag. Ég vann of mikið, var of stressaður og að lokum keyrir maður á vegg,“ segir Hákon í við Ben Fogle. „Ég var forstjóri verktakafyrirtækis í Osló og stóð mig mjög vel í vinnunni en á kvöldið þurfti ég alltaf eina rauðvínsflösku. Ég var mikill drykkjumaður og var í raun vel fúnkerandi alkahólisti.“ Hann segist hafa verið orðin mjög þreyttur á sjálfum sér og einn daginn ákvað hann að hætta að drekka. „Það gaf mér í raun kraft til þess að flytja á eyjuna. Tíminn sem maður eignast allt í einu þegar maður hættir að drekka er ótrúlega mikill. Það eru víst til sunnudagar,“ segir Hákon léttur. Það er eitt hús á eynni en það er heimili Hákons og Skugga. Vilji fólk gista er því boðið að gista í mongólsku tjaldi, eða Yurt eins og það heitir á frummálinu, við arineld. Þannig hefur Hákon í sig og á. Hér má lesa umfjöllun Daily Mail um Hákon. Ferðamennska á Íslandi Flóahreppur Tímamót Tengdar fréttir Býr einn á eyju í Þjórsá og þarf að leggja töluvert á sig til að koma sínu atkvæði til skila „Það eru forréttindi að búa í lýðræðisríki og alveg sama hvað menn kjósa“ 29. október 2016 17:21 Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Hákon Kjalar Hjördísarson einbúi stundar sjálfsþurftarbúskap á Traustholtshólma og hefur tekið á móti ferðamönnum í allt sumar. 9. ágúst 2016 13:57 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Hákon Kjalar Hjördísarson og hundur hans Skuggi búa einir á eyjunni Traustholtshólma sem er rétt fyrir ofan mynni Þjórsár eða í 30 mínútna ökufæri frá Selfossi og bjóða þar ferðamönnum upp á ævintýralega upplifun á einum friðsælasta stað landsins. Hákon fluttist yfir í eyjuna í maí 2016 og hefur í sumar tekið á móti ferðamönnum, boðið þeim að flýja amstur nútímatækni um stund og upplifa íslenska sveit einangraða frá lundabúðum eða ráfi annarra gesta. Ben Fogle hitti Hákon í Traustholtshólma fyrir þáttinn New Lives in the Wild sem sýndir eru á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 5 og hefur Daily Mail gert sér mat úr þættinum í heljarinnar grein á vefnum. Þar kemur fram að eyjan hafi bjargað Hákoni frá alkóhólisma en húsasmiðurinn segist hafa drukkið mikið þegar hann bjó í Reykjavík en samt alltaf náð að haldast í vinnu og verið virkur í samfélaginu. Í dag býr Hákon einn á eyjunni með hundinum sínum Skugga. Eyjan hefur verið í eigu fjölskyldunnar í áratugi og fór hann oft þangað sem barn. Hákon býður gestum að koma með sér að sækja lax í ánna með netum.Vísir „Áður fyrr vann ég 16 tíma á dag. Ég vann of mikið, var of stressaður og að lokum keyrir maður á vegg,“ segir Hákon í við Ben Fogle. „Ég var forstjóri verktakafyrirtækis í Osló og stóð mig mjög vel í vinnunni en á kvöldið þurfti ég alltaf eina rauðvínsflösku. Ég var mikill drykkjumaður og var í raun vel fúnkerandi alkahólisti.“ Hann segist hafa verið orðin mjög þreyttur á sjálfum sér og einn daginn ákvað hann að hætta að drekka. „Það gaf mér í raun kraft til þess að flytja á eyjuna. Tíminn sem maður eignast allt í einu þegar maður hættir að drekka er ótrúlega mikill. Það eru víst til sunnudagar,“ segir Hákon léttur. Það er eitt hús á eynni en það er heimili Hákons og Skugga. Vilji fólk gista er því boðið að gista í mongólsku tjaldi, eða Yurt eins og það heitir á frummálinu, við arineld. Þannig hefur Hákon í sig og á. Hér má lesa umfjöllun Daily Mail um Hákon.
Ferðamennska á Íslandi Flóahreppur Tímamót Tengdar fréttir Býr einn á eyju í Þjórsá og þarf að leggja töluvert á sig til að koma sínu atkvæði til skila „Það eru forréttindi að búa í lýðræðisríki og alveg sama hvað menn kjósa“ 29. október 2016 17:21 Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Hákon Kjalar Hjördísarson einbúi stundar sjálfsþurftarbúskap á Traustholtshólma og hefur tekið á móti ferðamönnum í allt sumar. 9. ágúst 2016 13:57 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Býr einn á eyju í Þjórsá og þarf að leggja töluvert á sig til að koma sínu atkvæði til skila „Það eru forréttindi að búa í lýðræðisríki og alveg sama hvað menn kjósa“ 29. október 2016 17:21
Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Hákon Kjalar Hjördísarson einbúi stundar sjálfsþurftarbúskap á Traustholtshólma og hefur tekið á móti ferðamönnum í allt sumar. 9. ágúst 2016 13:57