Hænan Hildur tekin af lífi í Húsdýragarðinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2020 19:32 Hænurnar hans Vífils á öxlum hans. Hildur stendur ofan á höfðinu á Vífli. aðsend Hænan Hildur var í dag tekin af lífi í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum eftir að hún hafði velkst um Langholtshverfið í nokkra klukkutíma. Hildur hafði villst úr garðinum sínum en eigandi hennar, Vífill Sigurðsson, er veðurtepptur í Noregi og gat því ekki komið henni til bjargar. Hildur hefur fylgt Vífli síðastliðin átta ár en Vífill fékk hana í afmælisgjöf árið 2012 ásamt tveimur örðum hænum. Hann segir að þær hafi ekki verið langlífar en hann hafi svo fengið þrjár hænur til viðbótar að gjöf síðar. Hildur hafi þó verið uppáhalds hænan og sú eina sem hafi verið nefnd. Hænurnar hans Vífils eru vanar því að vera úti á veturna.aðsend Hildur vakti mikla athygli í dag þar sem hún hélt sér við Langholtsveg og vildi helst vera úti á miðri götu. Þar olli hún umferðarteppu þar sem hún virtist ekkert kippa sér upp við bílana sem keyrðu um vegin, eða þegar bílstjórar flautuðu á hana. „Hænur eru nú pínulítið vitlausar, þótt hún væri sprellfjörug þá myndi hún ekkert endilega bregðast við, þetta er ekki hundur,“ sagði Vífill í samtali við fréttastofu Vísis. Hildi virtist þó borgið þegar fimmta bekk Langholtsskóla bar að garði en bekkurinn var á leiðinni heim úr vettvangsferð þegar hann mætti henni. Henni var þá fylgt í Húsdýragarðinn, enda var hún orðin lúin eftir ævintýri dagsins, en þar beið hennar ekkert gott. Hænurnar eiga það til að sofa uppi í tré.aðsend Svo fór að Hildur var tekin af lífi í Húsdýragarðinum. Síðasta ævintýri Hildar „Hildur er dauð. Hún villtist úr garðinum heima en ég er veðurtepptur í Ósló og gat ekkert gert. Góð kona bjargaði henni og setti í Húsdýragarðinn. Þeir drápu hana til öryggis. Minnir á sögu úr Víetnam,“ skrifar Vífill á Facebook. „Ég er samt ekkert að pönkast í karlgreyjunum í Húsdýragarðinum, en mér fannst þetta hálfleiðinlegt,“ sagði Vífill í samtali við fréttastofu. Hildur var uppáhalds hænan hans Vífils.aðsend Þetta var ekki fyrsta ævintýri Hildar en Vífill segir að hún hafi oft áður farið út úr garðinum og villst heim aftur. „Hún var ábyggilega orðin köld, hænunum er alltaf svakalega illa við slyddudrullu þá vilja þær alltaf bara fara inn í kofa.“ Hún hafi þó verið vön því að vera úti á veturna og hafi verið það síðastliðin átta ár. „Hún var nær dauða en lífi og var varla með lífsmarki þegar hún kom til okkar og hún var aflífuð þar sem það var fyrirséð að hún myndi ekki lifa þetta af. Við gerum þetta í samræmi við dýraverndunarlög og síðan tilkynnum við það til Matvælastofnunar,“ sagði Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins í samtali við fréttastofu Vísis. „Það er mjög mikilvægt að fólk haldi húsdýrunum sínum inni í svona veðri og það er skýrt tekið fram í reglugerðum og lögum um dýravernd,“ sagði Þorkell. „Við höfum nú allgóða reynslu af því að halda hænur í Húsdýragarðinum og þær þola ekki mikið volk, það getur náttúrulega verið eitthvað annað að þeim, þessi hæna skilst mér var orðin býsna gömul.“ Dýr Reykjavík Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Hænan Hildur var í dag tekin af lífi í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum eftir að hún hafði velkst um Langholtshverfið í nokkra klukkutíma. Hildur hafði villst úr garðinum sínum en eigandi hennar, Vífill Sigurðsson, er veðurtepptur í Noregi og gat því ekki komið henni til bjargar. Hildur hefur fylgt Vífli síðastliðin átta ár en Vífill fékk hana í afmælisgjöf árið 2012 ásamt tveimur örðum hænum. Hann segir að þær hafi ekki verið langlífar en hann hafi svo fengið þrjár hænur til viðbótar að gjöf síðar. Hildur hafi þó verið uppáhalds hænan og sú eina sem hafi verið nefnd. Hænurnar hans Vífils eru vanar því að vera úti á veturna.aðsend Hildur vakti mikla athygli í dag þar sem hún hélt sér við Langholtsveg og vildi helst vera úti á miðri götu. Þar olli hún umferðarteppu þar sem hún virtist ekkert kippa sér upp við bílana sem keyrðu um vegin, eða þegar bílstjórar flautuðu á hana. „Hænur eru nú pínulítið vitlausar, þótt hún væri sprellfjörug þá myndi hún ekkert endilega bregðast við, þetta er ekki hundur,“ sagði Vífill í samtali við fréttastofu Vísis. Hildi virtist þó borgið þegar fimmta bekk Langholtsskóla bar að garði en bekkurinn var á leiðinni heim úr vettvangsferð þegar hann mætti henni. Henni var þá fylgt í Húsdýragarðinn, enda var hún orðin lúin eftir ævintýri dagsins, en þar beið hennar ekkert gott. Hænurnar eiga það til að sofa uppi í tré.aðsend Svo fór að Hildur var tekin af lífi í Húsdýragarðinum. Síðasta ævintýri Hildar „Hildur er dauð. Hún villtist úr garðinum heima en ég er veðurtepptur í Ósló og gat ekkert gert. Góð kona bjargaði henni og setti í Húsdýragarðinn. Þeir drápu hana til öryggis. Minnir á sögu úr Víetnam,“ skrifar Vífill á Facebook. „Ég er samt ekkert að pönkast í karlgreyjunum í Húsdýragarðinum, en mér fannst þetta hálfleiðinlegt,“ sagði Vífill í samtali við fréttastofu. Hildur var uppáhalds hænan hans Vífils.aðsend Þetta var ekki fyrsta ævintýri Hildar en Vífill segir að hún hafi oft áður farið út úr garðinum og villst heim aftur. „Hún var ábyggilega orðin köld, hænunum er alltaf svakalega illa við slyddudrullu þá vilja þær alltaf bara fara inn í kofa.“ Hún hafi þó verið vön því að vera úti á veturna og hafi verið það síðastliðin átta ár. „Hún var nær dauða en lífi og var varla með lífsmarki þegar hún kom til okkar og hún var aflífuð þar sem það var fyrirséð að hún myndi ekki lifa þetta af. Við gerum þetta í samræmi við dýraverndunarlög og síðan tilkynnum við það til Matvælastofnunar,“ sagði Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins í samtali við fréttastofu Vísis. „Það er mjög mikilvægt að fólk haldi húsdýrunum sínum inni í svona veðri og það er skýrt tekið fram í reglugerðum og lögum um dýravernd,“ sagði Þorkell. „Við höfum nú allgóða reynslu af því að halda hænur í Húsdýragarðinum og þær þola ekki mikið volk, það getur náttúrulega verið eitthvað annað að þeim, þessi hæna skilst mér var orðin býsna gömul.“
Dýr Reykjavík Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira