Miður sín eftir að kengúrurnar hennar fórust í hamförunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. janúar 2020 19:00 Áhrif gróðureldanna á áströlsk dýr eru allsvakaleg. Vísir/AP Gróðureldarnir í Ástralíu halda áfram að valda stórtjóni og búist er við því að þeir muni loga næstu mánuðina. Griðastaður fyrir kengúrur hefur stórskemmst og eigandinn segist hreinlega miður sín. Wild2Free, griðastaður fyrir kengúrur, varð eldunum að bráð nú eftir áramót og er óttast um að tugir kengúra hafi farist. Eigandanum Rae Harvey var þó bjargað. Hún sagðist ekki hafa átt von á að henni yrði bjargað. Óttaðist um að brenna inni. „Svæðið var umlukið eldi og við sáum að það var kviknað í einu húsinu. Við vissum að eldurinn var sömuleiðis bak við okkur og í raun allt um kring. Ef það væri ekki fyrir ána hérna veit ég ekki hvað hefði orðið um okkur. Ég á ekki mörg tár eftir, þetta hefur tekið sinn toll,“ sagði Harvey. Frá því eldarnir á svæðinu slokknuðu hafa 22 kengúrur snúið til baka, margar hverjar skaðbrenndar. Erfitt er þó að hjálpa þeim vegna skorts á lyfjum og búnaði. Harvey sagðist ekki hafa búist við því að nokkur kengúra myndi lifa hamfarirnar af. „Það var svo mikill reykur og eldur. Ég hélt þær myndu allar farast,“ sagði hún og bætti við: „Þær eru með svo ótrúlega persónutöfra. Þetta eru allt einstaklingar með sinn persónuleika. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvernig kengúrur eru í raun og veru og hversu mikilvægar þær eru.“ Harvey sagði kengúrurnar miklar tilfinningaverur, viðkvæmar. „Þær eru fjölskyldan mín. Þetta er eins og að missa fjölskylduna sína.“ Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Gróðureldarnir í Ástralíu halda áfram að valda stórtjóni og búist er við því að þeir muni loga næstu mánuðina. Griðastaður fyrir kengúrur hefur stórskemmst og eigandinn segist hreinlega miður sín. Wild2Free, griðastaður fyrir kengúrur, varð eldunum að bráð nú eftir áramót og er óttast um að tugir kengúra hafi farist. Eigandanum Rae Harvey var þó bjargað. Hún sagðist ekki hafa átt von á að henni yrði bjargað. Óttaðist um að brenna inni. „Svæðið var umlukið eldi og við sáum að það var kviknað í einu húsinu. Við vissum að eldurinn var sömuleiðis bak við okkur og í raun allt um kring. Ef það væri ekki fyrir ána hérna veit ég ekki hvað hefði orðið um okkur. Ég á ekki mörg tár eftir, þetta hefur tekið sinn toll,“ sagði Harvey. Frá því eldarnir á svæðinu slokknuðu hafa 22 kengúrur snúið til baka, margar hverjar skaðbrenndar. Erfitt er þó að hjálpa þeim vegna skorts á lyfjum og búnaði. Harvey sagðist ekki hafa búist við því að nokkur kengúra myndi lifa hamfarirnar af. „Það var svo mikill reykur og eldur. Ég hélt þær myndu allar farast,“ sagði hún og bætti við: „Þær eru með svo ótrúlega persónutöfra. Þetta eru allt einstaklingar með sinn persónuleika. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvernig kengúrur eru í raun og veru og hversu mikilvægar þær eru.“ Harvey sagði kengúrurnar miklar tilfinningaverur, viðkvæmar. „Þær eru fjölskyldan mín. Þetta er eins og að missa fjölskylduna sína.“
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira