„Mér sýnist að hann hafi verið pínulítið hress með það sjálfur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2020 10:00 Þorvaldur Orri Árnason fagnar með reynsluboltum KR-liðsins. Skjámynd/S2 Sport Reynslubolti og ungur pjakkur voru mikilvægir fyrir KR-liðið í sigri í Grindavík í fyrsta leik Íslandsmeistarana á árinu 2020. Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu þeirra Brynjars Þórs Björnssonar og Þorvaldar Orra Árnasonar í sigrinum í Mustad-höllinni á sunnudagskvöldið. KR-liðið var án margra lykilmanna í leiknum á móti Grindavík og því skipti það miklu máli að fá 22 stig og sjö þrista frá reynsluboltanum Brynjari Þór Björnssyni sem og að fá 10 stig frá hinum sautján ára gamla Þorvaldi Orra Árnasyni. „Brynjar Þór Björnsson dróg vagninn fyrir sína menn og var mjög sterkur. Hann hefur látið lítið fyrir sér fara á þessu tímabili en núna þegar hinir stóru leikmennirnir voru frá þá steig hann upp,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds og beindi orðum sínum til Sævars Sævarssonar. „Það er auðvelt að sitja heima í stofu og hugsa af hverju er hann ekki að spila betur. Þú ert með níu til tíu leikmenn í liðinu þínu sem allir eru vanir því að vera með mikla ábyrgð og þá er kannski erfitt að finna rétta rytmann.“ sagði Sævar Sævarsson. „Það getur verið að það hafi hentað Brilla rosalega vel að þeir voru fáir og hann þurfti hreinlega að bera ábyrgð. Mennirnir sem voru með honum í liði voru líka að leita meira að honum í þessum leik en þeir eru búnir að vera að gera þegar allir geta skotið og boltinn er kannski að flæða of mikið,“ sagði Sævar. Strákarnir í Körfuboltakvöldi ræddu líka um hinn sautján ára gamla Þorvald Orra Árnason. „Hann er mjög efnilegur. Þegar hann hefur fengið sjensinn þá hefur hann virkilega gripið hann. Hann greip sjensinn all svakalega í þessum leik. Mér sýnist að hann hafi verið pínulítið hress með það sjálfur,“ sagði Hermann Hauksson. „Hann var með frábærar tölur og var öruggir í því sem hann gerði. Svo spilaði hann líka góða vörn,“ sagði Hermann. „Við þurfum að fylgjast með þessum og það er líka ástríða í honum líka. Hann skipti líka greinilega miklu máli og við sáum reynsluboltana koma inn á völlinn til að fagna honum,“ sagði Teitur Örlygsson. Það má sjá allt innslagið um KR hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Brilli og Þorri í stuði í Grindavík Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Reynslubolti og ungur pjakkur voru mikilvægir fyrir KR-liðið í sigri í Grindavík í fyrsta leik Íslandsmeistarana á árinu 2020. Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu þeirra Brynjars Þórs Björnssonar og Þorvaldar Orra Árnasonar í sigrinum í Mustad-höllinni á sunnudagskvöldið. KR-liðið var án margra lykilmanna í leiknum á móti Grindavík og því skipti það miklu máli að fá 22 stig og sjö þrista frá reynsluboltanum Brynjari Þór Björnssyni sem og að fá 10 stig frá hinum sautján ára gamla Þorvaldi Orra Árnasyni. „Brynjar Þór Björnsson dróg vagninn fyrir sína menn og var mjög sterkur. Hann hefur látið lítið fyrir sér fara á þessu tímabili en núna þegar hinir stóru leikmennirnir voru frá þá steig hann upp,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds og beindi orðum sínum til Sævars Sævarssonar. „Það er auðvelt að sitja heima í stofu og hugsa af hverju er hann ekki að spila betur. Þú ert með níu til tíu leikmenn í liðinu þínu sem allir eru vanir því að vera með mikla ábyrgð og þá er kannski erfitt að finna rétta rytmann.“ sagði Sævar Sævarsson. „Það getur verið að það hafi hentað Brilla rosalega vel að þeir voru fáir og hann þurfti hreinlega að bera ábyrgð. Mennirnir sem voru með honum í liði voru líka að leita meira að honum í þessum leik en þeir eru búnir að vera að gera þegar allir geta skotið og boltinn er kannski að flæða of mikið,“ sagði Sævar. Strákarnir í Körfuboltakvöldi ræddu líka um hinn sautján ára gamla Þorvald Orra Árnason. „Hann er mjög efnilegur. Þegar hann hefur fengið sjensinn þá hefur hann virkilega gripið hann. Hann greip sjensinn all svakalega í þessum leik. Mér sýnist að hann hafi verið pínulítið hress með það sjálfur,“ sagði Hermann Hauksson. „Hann var með frábærar tölur og var öruggir í því sem hann gerði. Svo spilaði hann líka góða vörn,“ sagði Hermann. „Við þurfum að fylgjast með þessum og það er líka ástríða í honum líka. Hann skipti líka greinilega miklu máli og við sáum reynsluboltana koma inn á völlinn til að fagna honum,“ sagði Teitur Örlygsson. Það má sjá allt innslagið um KR hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Brilli og Þorri í stuði í Grindavík
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira