Hörmungar New Orleans Saints í úrslitakeppni NFL-deildarinnar héldu áfram í gær er Íslandsvinirnir í Minnesota Vikings hentu þeim í frí.
Leikur Saints og Vikings var dramatískur í meira lagi en innherjinn Kyle Rudolph skoraði sigursnertimarkið fyrir Vikings í framlengingu eins og má sjá hér að neðan.
.@KirkCousins8 to @KyleRudolph82 for the @Vikings walkoff win in OT. pic.twitter.com/aXSJllOqpB
— NFL (@NFL) January 5, 2020
Einhverjir í New Orleans voru ósáttir við að snertimarkið fengi að standa og vildu meina að Rudolph hefði brotið af sér. Hann hefði hrint varnarmanninum frá sér til þess að búa til pláss.
Höfuðstöðvar dómaranna í New York skoðuðu atvikið. Sögðu báða leikmenn hafa ýtt frá sér en ekki nógu mikið til að hægt væri að dæma á það.
"All angles of the final play of #MINvsNO were looked at in New York – there is contact by both players, but none of that contact rises to the level of a foul." - AL pic.twitter.com/FvnuA3I4cs
— NFL Officiating (@NFLOfficiating) January 5, 2020
Rudolph og félagar halda því áfram í úrslitakeppninni og næsta verkefni er gegn San Francisco 49ers á Levi's vellinum um næstu helgi.
Rudolph var einn þriggja leikmanna Vikings sem kom til Íslands fyrir rúmum tveimur árum síðar. Einnig kom varnartröllið Danielle Hunter, sem hefur átt stórkostlegt tímabil, sem og reynsluboltinn Linval Joseph.
Innslag um ferðalag þeirra á Íslandi má sjá hér að neðan.