Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2020 12:51 Muhandis var talinn maður Írans innan Írak. Hann var á ferð með Soleimani þegar bílalest þeirra varð fyrir bandarískri drónaárás. Vísir/EPA Nokkrar íraskar hersveitir sem njóta stuðnings íranskra stjórnvalda hóta Bandaríkjamönnum hefndum eftir leiðtogi einnar þeirrar féll þegar Bandaríkjaher réð yfirmann sérsveitar íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í nótt. Morðið á Qasem Soleimani, herforingja og eins valdamesta mannsins í írönsku stjórninni, hefur valdið miklum titringi og hafa stjórnvöld í Teheran heitið grimmilegum hefndum. Bandarísk varnarmálayfirvöld rökstuddu morðið með því að Soleimani hafi lagt á ráðin um tilræði gegn bandarískum her- og embættismönnum. Með Soleimani féll Abu Mahdi al Muhandis, leiðtogi Lýðaðgerðasveitanna, vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak. Leiðtogar nokkurra annarra hersveita í Írak hafa heitið því að hefna hans í dag. Lýðaðgerðasveitirnar hafa notið stuðnings íranskra stjórnvalda en þær hafa meðal annars barist gegn liðsmönnum Ríkis íslams. Muhandis var dæmdur til dauða í Kúvaít að honum fjarstöddum fyrir aðild að sprengjuárásum sem beindust að bandarískum og frönskum sendiráðum árið 1983. Hann var einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna hryðjuverka. Bandarísk stjórnvöld saka Muhandis um að stýra hersveitinni sem skaut eldflaug sem varð bandarískum verktaka að bana í norðanverðu Írak fyrir viku. Leiðtogar annarra uppreisnarsveita hafa fordæmt morðið á Muhandis og Soleimani. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ammar al-Hakim, sjíaklerki og leiðtoga al-Hikma-hreyfingarinnar að loftárás Bandaríkjamanna hafi verið skýrt brot á fullveldi Íraks. Hann lýsir heimshlutanum sem „á heitu blikkþaki“ eftir morðin. Al-Nujaba-hreyfingin sem talin er fjármögnuð af Írönum sendi frá sér yfirlýsingu um að Bandaríkin ættu eftir að „iðrast heimskulegu gjörða sinna“. Harmurinn yfir falli Soleimani og Muhandis ætti eftir að umbreytast í „áhuga, ofsa og byltingu“. Morðinu á Soleimani var mótmælt á götum Teheran í Íran í dag. Lögðu mótmælendur meðal annars eld að bandaríska fánanum. Mótmælendur í Teheran tóku reiði sína út á bandarískum fána.Vísir/EPA Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Engin áhrif á bensínverð hér á landi Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. 3. janúar 2020 12:00 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Nokkrar íraskar hersveitir sem njóta stuðnings íranskra stjórnvalda hóta Bandaríkjamönnum hefndum eftir leiðtogi einnar þeirrar féll þegar Bandaríkjaher réð yfirmann sérsveitar íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í nótt. Morðið á Qasem Soleimani, herforingja og eins valdamesta mannsins í írönsku stjórninni, hefur valdið miklum titringi og hafa stjórnvöld í Teheran heitið grimmilegum hefndum. Bandarísk varnarmálayfirvöld rökstuddu morðið með því að Soleimani hafi lagt á ráðin um tilræði gegn bandarískum her- og embættismönnum. Með Soleimani féll Abu Mahdi al Muhandis, leiðtogi Lýðaðgerðasveitanna, vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak. Leiðtogar nokkurra annarra hersveita í Írak hafa heitið því að hefna hans í dag. Lýðaðgerðasveitirnar hafa notið stuðnings íranskra stjórnvalda en þær hafa meðal annars barist gegn liðsmönnum Ríkis íslams. Muhandis var dæmdur til dauða í Kúvaít að honum fjarstöddum fyrir aðild að sprengjuárásum sem beindust að bandarískum og frönskum sendiráðum árið 1983. Hann var einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna hryðjuverka. Bandarísk stjórnvöld saka Muhandis um að stýra hersveitinni sem skaut eldflaug sem varð bandarískum verktaka að bana í norðanverðu Írak fyrir viku. Leiðtogar annarra uppreisnarsveita hafa fordæmt morðið á Muhandis og Soleimani. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ammar al-Hakim, sjíaklerki og leiðtoga al-Hikma-hreyfingarinnar að loftárás Bandaríkjamanna hafi verið skýrt brot á fullveldi Íraks. Hann lýsir heimshlutanum sem „á heitu blikkþaki“ eftir morðin. Al-Nujaba-hreyfingin sem talin er fjármögnuð af Írönum sendi frá sér yfirlýsingu um að Bandaríkin ættu eftir að „iðrast heimskulegu gjörða sinna“. Harmurinn yfir falli Soleimani og Muhandis ætti eftir að umbreytast í „áhuga, ofsa og byltingu“. Morðinu á Soleimani var mótmælt á götum Teheran í Íran í dag. Lögðu mótmælendur meðal annars eld að bandaríska fánanum. Mótmælendur í Teheran tóku reiði sína út á bandarískum fána.Vísir/EPA
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Engin áhrif á bensínverð hér á landi Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. 3. janúar 2020 12:00 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Engin áhrif á bensínverð hér á landi Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. 3. janúar 2020 12:00
Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42
Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30