Kvikmyndasöguheimur Marvel mun brátt fá sína fyrstu transofurhetju. Kevin Feige, yfirmaður kvikmyunda Marvel, sagði á fyrirlestri í New York í vikunni að það gerðist fljótt og tökur á myndinni væru þegar hafnar.
Fyrsta samkynhneigða karlkyns ofurhetja Marvel mun birtast í myndinni The Eternals, sem frumsýnd verður á þessu ári. Valkyrie, persóna Tessu Thompson, sem er ný drottning Ásgarðs, er tvíkynhneigð.
Á áðurnefndri ráðstefnu í dag spurði gestur Feige hvort von væri á fleiri LGBT-ofurhetjum og þá sérstaklega trans.
„Já, svo sannarlega. Já,“ svaraði Feige. Hann tíundaði þó ekki um hvaða kvikmynd væri að ræða, hvaða persónu eða hvenær myndin yrði frumsýnd.
Feige var sérstaklega spurður út í viðleitni Marvel til að auka fjölbreytileika í kvikmyndasöguheiminum og sagði hann það hafa gefið jákvæða reynslu.
„Sjáið bara velgengni Captain Marvel og Black Panther. Við viljum að kvikmyndirnar endurspegli áhorfendur og við viljum að áhorfendur okkar um heim allan geti séð endurspeglun af sjálfum sér á skjánum,“ sagði Feige.
Hægt er að horfa á fyrirlesturinn hér að neðan.
