„Eins og maður sé að reykja pakka á dag“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2020 13:00 Slökkviliðsmaður berst við eld í Nýja Suður-Wales í vikunni. Vísir/AP Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja Suður-Wales vegna skógar- og kjarrelda, sem logað hafa í fylkinu síðustu vikur, í ljósi slæmrar veðurspár fyrir helgina. Íslendingur, sem hefur verið búsettur á svæðinu í tuttugu ár, man ekki eftir því að ástandið hafi verið jafnslæmt og nú.Sjá einnig: Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Átján manns hafa látið lífið frá því að eldarnir kviknuðu fyrst í Ástralíu í september og um 1200 heimili hafa orðið þeim að bráð. Þá er sautján manns saknað eftir elda vikunnar og er þeirra nú leitað.Neyðarástandið í Nýja Suður Wales tekur gildi klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma og stendur í viku hið minnsta. Með neyðarástandinu verður fulltrúum yfirvalda meðal annars heimilt að neyða íbúa til að yfirgefa heimili sín, loka vegum og að grípa til ýmissa fleiri aðgerða til að tryggja öryggi. Þúsundir hafa nú þegar flúið hættusvæðin þar sem skortur er á ýmsum nauðsynjum. Krakkarnir með sárindi í hálsi Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum. Páll Þórðarson býr í bænum Bowral í Nýja Suður Wales, suðvestur af stórborginni Sidney. Páll Þórðarson hefur verið búsettur í Ástralíu í tuttugu ár.Aðsend „Þar hafa eldarnir verið að brenna í aðra áttina í kringum okkur og þar var mikið tjón í vikunni fyrir jól, þá brunnu tuttugu, þrjátiu hús í bæjum sem heita Buxton og Balmoral, og fórst einn slökkviliðsmaður líka,“ segir Páll. „En síðan fyrir og eftir það erum við búin að standa í reykjarmekki og það er ekki útséð með hættuna á þessu svæði sem við búum á því það er búist við enn frekari eldum suður af okkur.“ Páll segir að rýmingaráætlanir hafi verið kynntar fyrir íbúum víða í fylkinu en heimabær hans sé þó ekki í bráðri hættu. Þau fjölskyldan, sem ætlar að dvelja í Sidney nú þegar ástandið versnar um helgina, hafi samt sem áður fundið vel fyrir eldunum. „Reykjarmökkurinn er búinn að standa á okkur meira og minna síðustu sex vikur. Það er eins og maður sé að reykja pakka á dag. Krakkarnir með sárindi í hálsi suma dagana, maður sleppur ekkert undan þessu.“ Þá kveðst Páll ekki muna eftir því, á sínum tuttugu árum í landinu, að ástandið hafi verið jafnslæmt. „Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem hafa orðið skógareldar á svæðinu í kringum okkur. En þetta er á allt öðru stigi en maður hefur nokkurn tímann séð.“ Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja Suður-Wales vegna skógar- og kjarrelda, sem logað hafa í fylkinu síðustu vikur, í ljósi slæmrar veðurspár fyrir helgina. Íslendingur, sem hefur verið búsettur á svæðinu í tuttugu ár, man ekki eftir því að ástandið hafi verið jafnslæmt og nú.Sjá einnig: Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Átján manns hafa látið lífið frá því að eldarnir kviknuðu fyrst í Ástralíu í september og um 1200 heimili hafa orðið þeim að bráð. Þá er sautján manns saknað eftir elda vikunnar og er þeirra nú leitað.Neyðarástandið í Nýja Suður Wales tekur gildi klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma og stendur í viku hið minnsta. Með neyðarástandinu verður fulltrúum yfirvalda meðal annars heimilt að neyða íbúa til að yfirgefa heimili sín, loka vegum og að grípa til ýmissa fleiri aðgerða til að tryggja öryggi. Þúsundir hafa nú þegar flúið hættusvæðin þar sem skortur er á ýmsum nauðsynjum. Krakkarnir með sárindi í hálsi Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum. Páll Þórðarson býr í bænum Bowral í Nýja Suður Wales, suðvestur af stórborginni Sidney. Páll Þórðarson hefur verið búsettur í Ástralíu í tuttugu ár.Aðsend „Þar hafa eldarnir verið að brenna í aðra áttina í kringum okkur og þar var mikið tjón í vikunni fyrir jól, þá brunnu tuttugu, þrjátiu hús í bæjum sem heita Buxton og Balmoral, og fórst einn slökkviliðsmaður líka,“ segir Páll. „En síðan fyrir og eftir það erum við búin að standa í reykjarmekki og það er ekki útséð með hættuna á þessu svæði sem við búum á því það er búist við enn frekari eldum suður af okkur.“ Páll segir að rýmingaráætlanir hafi verið kynntar fyrir íbúum víða í fylkinu en heimabær hans sé þó ekki í bráðri hættu. Þau fjölskyldan, sem ætlar að dvelja í Sidney nú þegar ástandið versnar um helgina, hafi samt sem áður fundið vel fyrir eldunum. „Reykjarmökkurinn er búinn að standa á okkur meira og minna síðustu sex vikur. Það er eins og maður sé að reykja pakka á dag. Krakkarnir með sárindi í hálsi suma dagana, maður sleppur ekkert undan þessu.“ Þá kveðst Páll ekki muna eftir því, á sínum tuttugu árum í landinu, að ástandið hafi verið jafnslæmt. „Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem hafa orðið skógareldar á svæðinu í kringum okkur. En þetta er á allt öðru stigi en maður hefur nokkurn tímann séð.“
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38
Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15
Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09