Átján látnir vegna gróðureldanna Sylvía Hall skrifar 1. janúar 2020 10:09 Neyðarviðvaranir eru í gildi víða um landið. Vísir/EPA Sjö hafa látist síðan á mánudag í Nýju Suður-Wales í Ástralíu og nokkurra er enn saknað vegna gróðureldanna miklu sem geisa á austurströnd landsins. Á meðal hinna látnu eru faðir og sonur sem urðu eftir á heimili sínu til þess að reyna að bjarga heimili sínu, tvennt sem fannst látið í bílum á miðvikudagsmorgun og slökkviliðsmaður sem lést eftir að vindhviða velti slökkviliðsbíl hans. Alls hafa því átján látist vegna gróðureldanna í landinu en óttast er að sú tala fari hækkandi. Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa og þurftu lögreglumenn meðal annars að koma vatnsbirgðum og sjúkravörum til íbúa Mallacoota í Viktoríuríki sjóleiðis á þriðjudag þar sem lokað var fyrir umferðargötur til og frá bænum. Þó ástandið sé enn alvarlegt voru aðstæður ögn betri í dag og var hægt að opna fyrir umferð um veg í Viktoríuríki í tvær klukkustundir svo fólk gæti yfirgefið svæðið. Þá voru íbúar í bænum Sunbury hvattir til þess að yfirgefa svæðið þar sem neyðarviðvörun vegna gróðureldanna væri í gildi. Búist er við því að hitastig hækki aftur á laugardag en undanfarna daga hefur hiti farið yfir fjörutíu stig í öllum ríkjum landsins. Margir vegir eru lokaðir og ekki hefur verið hægt að komast að sumum svæðum með flugi vegna eldanna. Í Sydney höfðu 250.000 skrifað undir áskorun um að hætt verði við flugeldasýningar á gamlárskvöld og fjármunirnir verði frekar nýttir til að berjast við eldana. Flugeldasýningar fóru þó fram um áramótin og sagði Clover Moore, borgarstjóri Sydney, að sýningin gæfi fólki von. Fjölmörgum flugeldasýningum um landið var þó aflýst vegna eldanna. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36 Sjötíu nýir gróðureldar í Ástralíu Hiti fór yfir fjörutíu stig í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Verst er ástandið í Viktoríu-ríki þar sem sjötíu nýir gróðureldar hafa kviknað. 30. desember 2019 18:30 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Sjö hafa látist síðan á mánudag í Nýju Suður-Wales í Ástralíu og nokkurra er enn saknað vegna gróðureldanna miklu sem geisa á austurströnd landsins. Á meðal hinna látnu eru faðir og sonur sem urðu eftir á heimili sínu til þess að reyna að bjarga heimili sínu, tvennt sem fannst látið í bílum á miðvikudagsmorgun og slökkviliðsmaður sem lést eftir að vindhviða velti slökkviliðsbíl hans. Alls hafa því átján látist vegna gróðureldanna í landinu en óttast er að sú tala fari hækkandi. Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa og þurftu lögreglumenn meðal annars að koma vatnsbirgðum og sjúkravörum til íbúa Mallacoota í Viktoríuríki sjóleiðis á þriðjudag þar sem lokað var fyrir umferðargötur til og frá bænum. Þó ástandið sé enn alvarlegt voru aðstæður ögn betri í dag og var hægt að opna fyrir umferð um veg í Viktoríuríki í tvær klukkustundir svo fólk gæti yfirgefið svæðið. Þá voru íbúar í bænum Sunbury hvattir til þess að yfirgefa svæðið þar sem neyðarviðvörun vegna gróðureldanna væri í gildi. Búist er við því að hitastig hækki aftur á laugardag en undanfarna daga hefur hiti farið yfir fjörutíu stig í öllum ríkjum landsins. Margir vegir eru lokaðir og ekki hefur verið hægt að komast að sumum svæðum með flugi vegna eldanna. Í Sydney höfðu 250.000 skrifað undir áskorun um að hætt verði við flugeldasýningar á gamlárskvöld og fjármunirnir verði frekar nýttir til að berjast við eldana. Flugeldasýningar fóru þó fram um áramótin og sagði Clover Moore, borgarstjóri Sydney, að sýningin gæfi fólki von. Fjölmörgum flugeldasýningum um landið var þó aflýst vegna eldanna.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36 Sjötíu nýir gróðureldar í Ástralíu Hiti fór yfir fjörutíu stig í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Verst er ástandið í Viktoríu-ríki þar sem sjötíu nýir gróðureldar hafa kviknað. 30. desember 2019 18:30 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44
Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46
Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36
Sjötíu nýir gróðureldar í Ástralíu Hiti fór yfir fjörutíu stig í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Verst er ástandið í Viktoríu-ríki þar sem sjötíu nýir gróðureldar hafa kviknað. 30. desember 2019 18:30