Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2020 18:08 Frá vettvangi slyssins við Háöldukvísl á Skeiðarársandi. Þórður Grétarsson Ferðamennirnir sem lentu í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi við Skeiðarársand í dag eru annars vegar frá Frakklandi og hins vegar Suður-Kóreu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi. Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi og eru báðar þyrlurnar nú lentar. Svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Slysið varð skömmu fyrir klukkan 14 í dag við Háöldukvísl á Skeiðarársandi. Hópslysaáætlun vegna slyssins var virkjuð, veginum lokað og þyrlur sendar á vettvang. Grímur Hergeirsson settur lögreglustjóri á Suðurlandi hafði ekki upplýsingar um það hvort einhver hinna alvarlega slösuðu væri í lífshættu. Þá er nú unnið að því að varpa ljósi á aðdraganda og ástæður slyssins en Grímur segir að skyggni hafi virst þokkalegt á vettvangi. Hálka hafi hins vegar verið töluvert en ekki er vitað hvort um framúrakstur hafi verið að ræða. „Það er allt sem bendir til þess að bílarnir hafi verið að koma úr gagnstæðum áttum og hinn farið yfir á öfugan vegarhelming og þeir lent í mjög hörðum árekstri, „front-front“-árekstri,“ segir Grímur en leggur þó áherslu á að ekkert sé alveg ljóst í þessum efnum. Tekið á móti slösuðum úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í Fossvogi í dag.Stöð 2 Alls voru níu ferðamenn í bílunum tveimur, annars vegar frá Suður-Kóreu og hins vegar frá Frakklandi. Fjórir eru alvarlega slasaðir og þar af þrjú börn á aldrinum fimm til tíu ára. Grímur segir að öll börnin hafi verið í öðrum bílnum en hann hafði ekki fengið staðfest hvort þau séu frönsk eða suður-kóresk. „Við höfum verið í sambandi við sendiráðin og ræðismenn þessara þjóða,“ segir Grímur. Börnin voru flutt með annarri þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi, ásamt einstaklingi sem einnig lenti í slysinu en slapp án teljandi meiðsla. Einn fullorðinn einstaklingur slasaðist einnig alvarlega og tveir eru minna slasaðir. Þeir þrír fóru með annarri þyrlu gæslunnar á Landspítalann. Tveir eru minna slasaðir og voru fluttir á sjúkrahús í sjúkrabílum. Viðbragðsaðilar voru enn á vettvangi slyssins nú um klukkan sex. Ekki var búið að draga bílana af vettvangi en Grímur gerir ráð fyrir að þeir verði fluttir fljótlega í hús. Þá segir hann vinnu á slysstað munu halda áfram inn í kvöldið en reynt verði að ljúka henni sem fyrst. Nánar verður fjallað um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við deildarstjóra hjá almannavörnum í beinni útsendingu. Slysið varð við Háöldukvísl á Skeiðarársandi.VÍSIR/LANDMÆLINGAR Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Ferðamennirnir sem lentu í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi við Skeiðarársand í dag eru annars vegar frá Frakklandi og hins vegar Suður-Kóreu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi. Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi og eru báðar þyrlurnar nú lentar. Svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Slysið varð skömmu fyrir klukkan 14 í dag við Háöldukvísl á Skeiðarársandi. Hópslysaáætlun vegna slyssins var virkjuð, veginum lokað og þyrlur sendar á vettvang. Grímur Hergeirsson settur lögreglustjóri á Suðurlandi hafði ekki upplýsingar um það hvort einhver hinna alvarlega slösuðu væri í lífshættu. Þá er nú unnið að því að varpa ljósi á aðdraganda og ástæður slyssins en Grímur segir að skyggni hafi virst þokkalegt á vettvangi. Hálka hafi hins vegar verið töluvert en ekki er vitað hvort um framúrakstur hafi verið að ræða. „Það er allt sem bendir til þess að bílarnir hafi verið að koma úr gagnstæðum áttum og hinn farið yfir á öfugan vegarhelming og þeir lent í mjög hörðum árekstri, „front-front“-árekstri,“ segir Grímur en leggur þó áherslu á að ekkert sé alveg ljóst í þessum efnum. Tekið á móti slösuðum úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í Fossvogi í dag.Stöð 2 Alls voru níu ferðamenn í bílunum tveimur, annars vegar frá Suður-Kóreu og hins vegar frá Frakklandi. Fjórir eru alvarlega slasaðir og þar af þrjú börn á aldrinum fimm til tíu ára. Grímur segir að öll börnin hafi verið í öðrum bílnum en hann hafði ekki fengið staðfest hvort þau séu frönsk eða suður-kóresk. „Við höfum verið í sambandi við sendiráðin og ræðismenn þessara þjóða,“ segir Grímur. Börnin voru flutt með annarri þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi, ásamt einstaklingi sem einnig lenti í slysinu en slapp án teljandi meiðsla. Einn fullorðinn einstaklingur slasaðist einnig alvarlega og tveir eru minna slasaðir. Þeir þrír fóru með annarri þyrlu gæslunnar á Landspítalann. Tveir eru minna slasaðir og voru fluttir á sjúkrahús í sjúkrabílum. Viðbragðsaðilar voru enn á vettvangi slyssins nú um klukkan sex. Ekki var búið að draga bílana af vettvangi en Grímur gerir ráð fyrir að þeir verði fluttir fljótlega í hús. Þá segir hann vinnu á slysstað munu halda áfram inn í kvöldið en reynt verði að ljúka henni sem fyrst. Nánar verður fjallað um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við deildarstjóra hjá almannavörnum í beinni útsendingu. Slysið varð við Háöldukvísl á Skeiðarársandi.VÍSIR/LANDMÆLINGAR
Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12