Brasilískur ráðherra fór með orð áróðursmeistara Hitlers Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2020 15:47 Roberto Alvim, menningarmálaráðherra, taldi að orð sín, sem voru nær samhljóða ræðu Göbbels, hefðu verið fullkomið. AP/Eraldo Peres Menningarmálaráðherra Brasilíu sætir nú harðri gagnrýni eftir að hann notaði hluta úr ræðu Josephs Göbbels, áróðursmeistara nasista, í myndbandi sem birtist á Twitter-síðu ráðuneytis hans. Undir myndbandinu hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskálds Adolfs Hitler. Myndbandið fjallað um ný verðlaun sem Roberto Alvim, menningarmálaráðherra, sagði að ættu að vera fyrir „hetjulega“ og „þjóðlega“ list. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað sakað brasilíska listamenn og menningarfrömuði um að framleiða kvikmyndir og skólabækur með „vinstri slagsíðu“. Hluti af því sem Alvim segir í myndbandinu kemur orðrétt úr ræðu Göbbels sem er rakin í ævisögu nasistaleiðtogans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sagði Alvim að brasilísk list næsta áratugarins yrði „tengd brýnum vonum þjóðarinnar djúpum böndum, ella yrði hún ekkert“. Alvim brást við gagnrýninni með því að segja að líkindin við ræðu Göbbels hafi verið „orðræðuleg tilviljun“ og að ekkert hafi verið að orðum hans. Hann tjáði sig ekki um tónlistina undir myndbandinu. „Öll ræðan byggðist á þjóðernislegri hugsjón fyrir brasilískar listir og það var tilviljun með EINA setningu úr ræðu Göbbels. Ég vitnaði ekki í hann og ég myndi ALDREI gera það. En setningin sjálf er fullkomin,“ skrifaði Alvim á Facebook-síðu sína. Samtök brasilískra gyðinga voru á meðal þeirra sem fordæmdu að menningarmálaráðherrann líkti eftir Göbbels í ræðu. Það væri ógnvekjandi sýn á menningu í landinu sem berjast þyrfti gegn og halda í skefjum. „Brasilía, sem endi hugrakka hermenn til að berjast við nasismann á evrópskri fold, á þetta ekki skilið,“ segja samtökin. #PrêmioNacionaldasArtes | Marco histórico nas artes e na cultura brasileira! Com investimento de mais de R$ 20 milhões, o Prêmio Nacional das Artes vai apoiar projetos de sete categorias em todas as regiões do Brasil. Dê o play e confira! pic.twitter.com/dbbW4xuKpM— Secretaria Especial da Cultura (@CulturaGovBr) January 16, 2020 Brasilía Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Menningarmálaráðherra Brasilíu sætir nú harðri gagnrýni eftir að hann notaði hluta úr ræðu Josephs Göbbels, áróðursmeistara nasista, í myndbandi sem birtist á Twitter-síðu ráðuneytis hans. Undir myndbandinu hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskálds Adolfs Hitler. Myndbandið fjallað um ný verðlaun sem Roberto Alvim, menningarmálaráðherra, sagði að ættu að vera fyrir „hetjulega“ og „þjóðlega“ list. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað sakað brasilíska listamenn og menningarfrömuði um að framleiða kvikmyndir og skólabækur með „vinstri slagsíðu“. Hluti af því sem Alvim segir í myndbandinu kemur orðrétt úr ræðu Göbbels sem er rakin í ævisögu nasistaleiðtogans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sagði Alvim að brasilísk list næsta áratugarins yrði „tengd brýnum vonum þjóðarinnar djúpum böndum, ella yrði hún ekkert“. Alvim brást við gagnrýninni með því að segja að líkindin við ræðu Göbbels hafi verið „orðræðuleg tilviljun“ og að ekkert hafi verið að orðum hans. Hann tjáði sig ekki um tónlistina undir myndbandinu. „Öll ræðan byggðist á þjóðernislegri hugsjón fyrir brasilískar listir og það var tilviljun með EINA setningu úr ræðu Göbbels. Ég vitnaði ekki í hann og ég myndi ALDREI gera það. En setningin sjálf er fullkomin,“ skrifaði Alvim á Facebook-síðu sína. Samtök brasilískra gyðinga voru á meðal þeirra sem fordæmdu að menningarmálaráðherrann líkti eftir Göbbels í ræðu. Það væri ógnvekjandi sýn á menningu í landinu sem berjast þyrfti gegn og halda í skefjum. „Brasilía, sem endi hugrakka hermenn til að berjast við nasismann á evrópskri fold, á þetta ekki skilið,“ segja samtökin. #PrêmioNacionaldasArtes | Marco histórico nas artes e na cultura brasileira! Com investimento de mais de R$ 20 milhões, o Prêmio Nacional das Artes vai apoiar projetos de sete categorias em todas as regiões do Brasil. Dê o play e confira! pic.twitter.com/dbbW4xuKpM— Secretaria Especial da Cultura (@CulturaGovBr) January 16, 2020
Brasilía Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira