Segir fjárframlög til Landspítala ekki í samræmi við boðaða stórsókn í heilbrigðismálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. janúar 2020 13:13 Þingmaður Samfylkingarinnar segir að setja þurfi tölur um fjárveitingar til Landspítalans í samhengi við íbúafjölgun og aðrar breytur. Að teknu tilliti til þeirra sé aukning fjárframlaga hins opinbera til Landspítalans á síðustu þremur árum einungis fimm prósent. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að setja þurfi tölur um fjárveitingar til Landspítalans í samhengi við íbúafjölgun og aðrar breytur. Að teknu tilliti til þeirra sé aukning fjárframlaga hins opinbera til Landspítalans á síðustu þremur árum einungis fimm prósent. Það sé ekki í samræmi við boðaða stórsókn í heilbrigðismálum sem tíunduð var fyrir alþingiskosningarnar. Á vef stjórnarráðsins í gær voru birtar tölur yfir fjárveitingar til heilbrigðisstofnana síðustu ára. Þar kom fram að á árabilinu 2017 til 2020 hafi aukning til Landspítalans numið tólf prósentum. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, segir þó að setja þurfi tölur um aukningu fjárveitinga í samhengi við breytur á borð við íbúafjölgun á sama tíma. „Það er mikilvægt, þegar maður skoðar fullyrðingar heilbrigðisráðherra um að hún hafi aukið fjárframlög til spítalans um 12 prósent, að setja það í samhengi við íbúafjölgun á sama tíma og hún er rúmlega sjö prósent. Þannig að eftir stendur, að teknu tilliti til íbúafjölgunar, um fimm prósenta aukning til spítalans. Ég velti fyrir mér, í hvaða hugum er fimm prósent aukning til spítalans stórsókn eins og ráðherrar hafa verið að kalla sitt framtak? Var einungis lofað fimm prósent aukningu til spítalans í kosningunum 2017? Þær snerust fyrst og fremst um heilbrigðismál,“ segir Ágúst. Einnig þurfi að taka tillit til aldurssamsetningar þjóðarinnar. „Fjöldi eldri borgara hefur verið að aukast og 65 ára. Fjölgun 65 ára og eldri er um 7% á þessu tímabili og eftir því sem þeir verða eldri verða þeir dýrari fyrir kerfið. Aðalatriðið í þessu er að við verðum að hlusta á starfsfólkið og sjúklingana. Enginn þeirra telur að þessi ríkisstjórn hafi staðið sig vel þegar kemur að málefnum spítalans. Þetta er hópur sem hefur lýst ástandinu sem neyðarástandi.“ Burt séð frá tölum segir Ágúst að taka þurfi mark á sjónarmiðum starfsfólks á gólfinu sem þekki aðstæður best. „Tölur eru eitt, annað er að hlusta á fólkið sem er á gólfinu, hlusta á sjúklingana sem eru látnir liggja á göngum eða eru beinlínis látnir búa á spítalanum vegna þess að það er skortur á öðrum úrræðum svo sem eins og hjúkrunarheimilum. Hlustum á starfsfólkið sem býr við ómanneskjulegar aðstæður og mikið álag. Gott og vel ef Svandís, Bjarni og Katrín vilja ekki hlusta á Samfylkinguna. Það er lágmark að þau hlusti á starfsfólkið og sjúklingana. Allir flokkar lofuðu stórsókn í heilbrigðismálum, ekki síst til Landspítalans. það er einfaldlega svikið því fimm prósent aukning á þremur árum til spítalans að teknu tilliti til íbúafjölgunar er í engum orðabókum stórsókn,“ segir Ágúst. Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum "fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa "eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði. 13. janúar 2020 21:00 Hugnast ekki eitt stórt bákn í heilbrigðiskerfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að leysa megi vanda Landspítalans með því að færa verkefni til annarra stofnanna sem ekki eigi heima á Landspítalanum. 14. janúar 2020 13:04 Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. 16. janúar 2020 23:00 Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Velferðarnefnd hyggst fjalla um stöðuna í heilbrigðiskerfinu á morgun en formaður nefndarinnar segir að vanmáttur ríki innan ríkisstjórnarinnar við að taka á vandanum sem þar sé til staðar. 13. janúar 2020 12:45 Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. 13. janúar 2020 17:06 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að setja þurfi tölur um fjárveitingar til Landspítalans í samhengi við íbúafjölgun og aðrar breytur. Að teknu tilliti til þeirra sé aukning fjárframlaga hins opinbera til Landspítalans á síðustu þremur árum einungis fimm prósent. Það sé ekki í samræmi við boðaða stórsókn í heilbrigðismálum sem tíunduð var fyrir alþingiskosningarnar. Á vef stjórnarráðsins í gær voru birtar tölur yfir fjárveitingar til heilbrigðisstofnana síðustu ára. Þar kom fram að á árabilinu 2017 til 2020 hafi aukning til Landspítalans numið tólf prósentum. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, segir þó að setja þurfi tölur um aukningu fjárveitinga í samhengi við breytur á borð við íbúafjölgun á sama tíma. „Það er mikilvægt, þegar maður skoðar fullyrðingar heilbrigðisráðherra um að hún hafi aukið fjárframlög til spítalans um 12 prósent, að setja það í samhengi við íbúafjölgun á sama tíma og hún er rúmlega sjö prósent. Þannig að eftir stendur, að teknu tilliti til íbúafjölgunar, um fimm prósenta aukning til spítalans. Ég velti fyrir mér, í hvaða hugum er fimm prósent aukning til spítalans stórsókn eins og ráðherrar hafa verið að kalla sitt framtak? Var einungis lofað fimm prósent aukningu til spítalans í kosningunum 2017? Þær snerust fyrst og fremst um heilbrigðismál,“ segir Ágúst. Einnig þurfi að taka tillit til aldurssamsetningar þjóðarinnar. „Fjöldi eldri borgara hefur verið að aukast og 65 ára. Fjölgun 65 ára og eldri er um 7% á þessu tímabili og eftir því sem þeir verða eldri verða þeir dýrari fyrir kerfið. Aðalatriðið í þessu er að við verðum að hlusta á starfsfólkið og sjúklingana. Enginn þeirra telur að þessi ríkisstjórn hafi staðið sig vel þegar kemur að málefnum spítalans. Þetta er hópur sem hefur lýst ástandinu sem neyðarástandi.“ Burt séð frá tölum segir Ágúst að taka þurfi mark á sjónarmiðum starfsfólks á gólfinu sem þekki aðstæður best. „Tölur eru eitt, annað er að hlusta á fólkið sem er á gólfinu, hlusta á sjúklingana sem eru látnir liggja á göngum eða eru beinlínis látnir búa á spítalanum vegna þess að það er skortur á öðrum úrræðum svo sem eins og hjúkrunarheimilum. Hlustum á starfsfólkið sem býr við ómanneskjulegar aðstæður og mikið álag. Gott og vel ef Svandís, Bjarni og Katrín vilja ekki hlusta á Samfylkinguna. Það er lágmark að þau hlusti á starfsfólkið og sjúklingana. Allir flokkar lofuðu stórsókn í heilbrigðismálum, ekki síst til Landspítalans. það er einfaldlega svikið því fimm prósent aukning á þremur árum til spítalans að teknu tilliti til íbúafjölgunar er í engum orðabókum stórsókn,“ segir Ágúst.
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum "fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa "eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði. 13. janúar 2020 21:00 Hugnast ekki eitt stórt bákn í heilbrigðiskerfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að leysa megi vanda Landspítalans með því að færa verkefni til annarra stofnanna sem ekki eigi heima á Landspítalanum. 14. janúar 2020 13:04 Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. 16. janúar 2020 23:00 Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Velferðarnefnd hyggst fjalla um stöðuna í heilbrigðiskerfinu á morgun en formaður nefndarinnar segir að vanmáttur ríki innan ríkisstjórnarinnar við að taka á vandanum sem þar sé til staðar. 13. janúar 2020 12:45 Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. 13. janúar 2020 17:06 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum "fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa "eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði. 13. janúar 2020 21:00
Hugnast ekki eitt stórt bákn í heilbrigðiskerfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að leysa megi vanda Landspítalans með því að færa verkefni til annarra stofnanna sem ekki eigi heima á Landspítalanum. 14. janúar 2020 13:04
Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. 16. janúar 2020 23:00
Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Velferðarnefnd hyggst fjalla um stöðuna í heilbrigðiskerfinu á morgun en formaður nefndarinnar segir að vanmáttur ríki innan ríkisstjórnarinnar við að taka á vandanum sem þar sé til staðar. 13. janúar 2020 12:45
Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. 13. janúar 2020 17:06