„Hraðfara massi sem kemur í einu höggi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2020 16:30 Tvö snjóflóð féllu á Flateyri á þriðjudagskvöld, annars vegar úr Skollahvilft og hins vegar úr Innra-Bæjargili. grafík/hafsteinn Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna hjá Veðurstofu Íslands, lýsir snjóflóðinu sem kom úr Skollahvilft fyrir ofan Flateyri á þriðjudagskvöld eins og teppi niður hlíðina sem var allt á mjög mikilli ferð. Meginkjarni flóðsins hafi svo farið eins og boxsleði í halla upp á varnargarðinn og sveigt svo niður meðfram garðinum. „Þannig að þessi þungi straumur, sem lendir svo í höfninni og út í sjó hinu megin, hann er aðalsnjóflóðið. En massinn sem er þarna við garðinn er bara svo þykkur og mikill. Þetta teppi ýtist upp garðhliðina af þessum hraðfara kjarna sem streymir meðfram garðinum. Þetta flæðir yfir garðinn eins og svona teppi eða gusa en það er í rauninni að flæða yfir garðinn í ákveðinn tíma á meðan allra hraðfarasti hluti flóðsins flæðir meðfram garðinum. Svo kemur halinn á eftir og rennur áfram meðfram garðinum,“ segir Tómas.Sjá einnig: Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Kollegi Tómasar hjá ofanflóðavörnum Veðurstofunnar, Auður Elva Kjartansdóttir, sagði í samtali við fréttastofu í gærmorgun að eins konar öldugangur hafi verið í flóðinu sem olli því að það skvettist yfir varnargarðinn. Tómas segir að flóðið sé ekki eins og sjávarbylgja sem fari yfir garðinn í nokkrum gusum. „Heldur er þetta hraðfara massi sem kemur í einu höggi og hluti af honum slæðist yfir garðinn. Og það sem fer yfir garðinn er miklu þynnra. Þessi tunga sem er sitthvoru megin við garðinn er í raun og veru mjög lítill hluti af flóðinu. Hún er kannski hálfur metri að þykkt víðast hvar. Það er meira en nógu þykkt til að valda mikilli slysahættu og alveg stórhættulegt að þetta fari yfir garðinn en hið eiginlega risastóra flóð fer nánast að öllu leyti meðfram garðinum. Það á við á báðum stöðum,“ segir Tómas og vísar í hitt flóðið á Flateyri á þriðjudagskvöld sem kom úr Innra-Bæjargili og flæddi líka yfir varnargarð. Almenna öryggið til langs tíma eitthvað sem þarf að skoða Hann segir enga hættu á því varnargarðarnir sem slíkir eyðileggist í snjóflóði. Þeir séu hluti af landslaginu og meira eða minna frosnir. Þá hafi þeir sigið og þjappast og séu eins og hvert annað form í landslagi. „Snjóflóð bera með sér grjót og eru mjög öflug fyrirbæri sem móta landslag og býr til ákveðnar hrúgur af frambornu grjóti í tíðustu snjóflóðafarvegum en snjóflóð rjúfa ekki í burtu heilu fjöllin eða garðana,“ segir Tómas. En í ljósi þess að flóðin fóru bæði yfir varnargarðana má spyrja hvort að Flateyringar séu í raun öruggir með þessa garða fyrir ofan byggðina. „Almenna öryggið þarna til langs tíma er eitthvað sem við þurfum að skoða í sambandi við þessa endurskoðun á hættumatinu. En snjóflóð falla ekki af himnum ofan. Það þarf snjósöfnun og nú eru þessi flóð fallin og þau hafa tæmt upptakasvæðið. Þótt það sé margt á huldu í þessum fræðum, og við þurfum greinilega að endurskoða þarna ákveðna hluti, þá vitum við að svona snjóflóðahrina verður ekki nema með ákveðnum aðdraganda, það þarf skafrenning og mikla snjókomu og þangað til það kemur næsta snjóflóðahrina þá er ekki hætta á því á Flateyri að það fari annað flóð yfir garðana og ógni þessum húsum sem eru undir görðunum,“ segir Tómas og bendir í þessu samhengi á að starfsmenn Veðurstofunnar hafi farið í dag til mælinga upp í fjallið. Það væri ekki gert ef hætta væri á öðru stóru flóði. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Missti meðvitund í snjónum og man eftir sér á sjúkrabörunum Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, fjórtán ára stúlka sem bjargað var úr snjóflóði sem féll á Flateyri á þriðjudagskvöld, segist hafa verið að kveðja vinkonu sína í netspjalli og fara að halla sér þegar hún heyrði drunur. Þremur sekúndum síðar var hún föst í snjó. 16. janúar 2020 16:06 Segir það hafa verið nánast ómögulegt að verja smábátahöfnina fyrir hamfaraflóði Flosi Sigurðsson, byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni VERKÍS og einn af aðalhönnuðum snjóflóðavarnargarðanna á Flateyri, segir að það hafi komið á óvart að snjóflóð hafi farið yfir varnargarðinn og á hús. 16. janúar 2020 11:45 Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna hjá Veðurstofu Íslands, lýsir snjóflóðinu sem kom úr Skollahvilft fyrir ofan Flateyri á þriðjudagskvöld eins og teppi niður hlíðina sem var allt á mjög mikilli ferð. Meginkjarni flóðsins hafi svo farið eins og boxsleði í halla upp á varnargarðinn og sveigt svo niður meðfram garðinum. „Þannig að þessi þungi straumur, sem lendir svo í höfninni og út í sjó hinu megin, hann er aðalsnjóflóðið. En massinn sem er þarna við garðinn er bara svo þykkur og mikill. Þetta teppi ýtist upp garðhliðina af þessum hraðfara kjarna sem streymir meðfram garðinum. Þetta flæðir yfir garðinn eins og svona teppi eða gusa en það er í rauninni að flæða yfir garðinn í ákveðinn tíma á meðan allra hraðfarasti hluti flóðsins flæðir meðfram garðinum. Svo kemur halinn á eftir og rennur áfram meðfram garðinum,“ segir Tómas.Sjá einnig: Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Kollegi Tómasar hjá ofanflóðavörnum Veðurstofunnar, Auður Elva Kjartansdóttir, sagði í samtali við fréttastofu í gærmorgun að eins konar öldugangur hafi verið í flóðinu sem olli því að það skvettist yfir varnargarðinn. Tómas segir að flóðið sé ekki eins og sjávarbylgja sem fari yfir garðinn í nokkrum gusum. „Heldur er þetta hraðfara massi sem kemur í einu höggi og hluti af honum slæðist yfir garðinn. Og það sem fer yfir garðinn er miklu þynnra. Þessi tunga sem er sitthvoru megin við garðinn er í raun og veru mjög lítill hluti af flóðinu. Hún er kannski hálfur metri að þykkt víðast hvar. Það er meira en nógu þykkt til að valda mikilli slysahættu og alveg stórhættulegt að þetta fari yfir garðinn en hið eiginlega risastóra flóð fer nánast að öllu leyti meðfram garðinum. Það á við á báðum stöðum,“ segir Tómas og vísar í hitt flóðið á Flateyri á þriðjudagskvöld sem kom úr Innra-Bæjargili og flæddi líka yfir varnargarð. Almenna öryggið til langs tíma eitthvað sem þarf að skoða Hann segir enga hættu á því varnargarðarnir sem slíkir eyðileggist í snjóflóði. Þeir séu hluti af landslaginu og meira eða minna frosnir. Þá hafi þeir sigið og þjappast og séu eins og hvert annað form í landslagi. „Snjóflóð bera með sér grjót og eru mjög öflug fyrirbæri sem móta landslag og býr til ákveðnar hrúgur af frambornu grjóti í tíðustu snjóflóðafarvegum en snjóflóð rjúfa ekki í burtu heilu fjöllin eða garðana,“ segir Tómas. En í ljósi þess að flóðin fóru bæði yfir varnargarðana má spyrja hvort að Flateyringar séu í raun öruggir með þessa garða fyrir ofan byggðina. „Almenna öryggið þarna til langs tíma er eitthvað sem við þurfum að skoða í sambandi við þessa endurskoðun á hættumatinu. En snjóflóð falla ekki af himnum ofan. Það þarf snjósöfnun og nú eru þessi flóð fallin og þau hafa tæmt upptakasvæðið. Þótt það sé margt á huldu í þessum fræðum, og við þurfum greinilega að endurskoða þarna ákveðna hluti, þá vitum við að svona snjóflóðahrina verður ekki nema með ákveðnum aðdraganda, það þarf skafrenning og mikla snjókomu og þangað til það kemur næsta snjóflóðahrina þá er ekki hætta á því á Flateyri að það fari annað flóð yfir garðana og ógni þessum húsum sem eru undir görðunum,“ segir Tómas og bendir í þessu samhengi á að starfsmenn Veðurstofunnar hafi farið í dag til mælinga upp í fjallið. Það væri ekki gert ef hætta væri á öðru stóru flóði.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Missti meðvitund í snjónum og man eftir sér á sjúkrabörunum Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, fjórtán ára stúlka sem bjargað var úr snjóflóði sem féll á Flateyri á þriðjudagskvöld, segist hafa verið að kveðja vinkonu sína í netspjalli og fara að halla sér þegar hún heyrði drunur. Þremur sekúndum síðar var hún föst í snjó. 16. janúar 2020 16:06 Segir það hafa verið nánast ómögulegt að verja smábátahöfnina fyrir hamfaraflóði Flosi Sigurðsson, byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni VERKÍS og einn af aðalhönnuðum snjóflóðavarnargarðanna á Flateyri, segir að það hafi komið á óvart að snjóflóð hafi farið yfir varnargarðinn og á hús. 16. janúar 2020 11:45 Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Missti meðvitund í snjónum og man eftir sér á sjúkrabörunum Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, fjórtán ára stúlka sem bjargað var úr snjóflóði sem féll á Flateyri á þriðjudagskvöld, segist hafa verið að kveðja vinkonu sína í netspjalli og fara að halla sér þegar hún heyrði drunur. Þremur sekúndum síðar var hún föst í snjó. 16. janúar 2020 16:06
Segir það hafa verið nánast ómögulegt að verja smábátahöfnina fyrir hamfaraflóði Flosi Sigurðsson, byggingarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni VERKÍS og einn af aðalhönnuðum snjóflóðavarnargarðanna á Flateyri, segir að það hafi komið á óvart að snjóflóð hafi farið yfir varnargarðinn og á hús. 16. janúar 2020 11:45
Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41