Karlalið Grindavíkur lagði inn 20 þúsund krónur í Minningarsjóð Ölla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2020 15:00 Daníel Guðni Guðmundsson að stýra liði Grindavíkur en hann var áður þjálfari Njarðvíkurliðsins. Vísir/Daníel Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Grindavíkur í Domino´s deild karla í körfubolta, segir frá því á fésbókarsíðu sinni í dag að hans leikmenn hafi ákveðið að styrkja Minningarsjóðs Örlygs Arons Sturlusonar. Í dag eru tuttugu ár síðan að Örlygur Aron Sturluson lést af slysförum þá aðeins átján ára gamall. Hann var þá þegar orðin stórstjarna í íslenskum körfubolta og A-landsliðsmaður. „Kemst því miður ekki á leikinn í kvöld, en við í karlaliði Grindavíkur leggjum 20 þúsund krónur til Minningarsjóðs Ölla og hvetjum lið í Dominos deildinni að gera slíkt hið sama - eða jafnvel betur!,“ skrifaði Daníel inn á fésbókarsíðu sína með mynd af millifærslunni. Daníel Guðni Guðmundsson er frá Njarðvík og var á fjórtánda ári þegar Örlygur lést. „Ég man þetta eins og það gerðist í gær. Andrúmsloftið í skólanum var þungt þegar maður mætti á mánudeginum. Ótrúlega sorglegt,“ skrifaði Daníel og bætti seinna við: „Man þegar við vinirnir vorum að horfa á leik með Njarðvík uppi í íþróttahúsi og við vorum að tala um að við myndum pottþétt kaupa "Ölla skóna" þegar þeir kæmu út. Svo góður var hann og við vorum alveg vissir að hann myndi koma sér í NBA,“ skrifaði Daníel. Domino´s Körfuboltakvöld verður með „Í minningu Ölla“ í beinni frá Njarðtaksgryfjunni fyrir leik Njarðvíkur og Keflavíkur sem hefst klukkan 20.15. Allur aðgangseyrir á leikinn mun renna óskiptur í Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090. Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma. Dominos-deild karla Grindavík Reykjanesbær Tengdar fréttir Í minningu Ölla: Hvernig leikmaður var Örlygur Aron Sturluson? Í tilefni af þætti Domino´s Körfuboltakvölds "Í minningu Ölla“ voru nokkrir kunnir kappar fengnir til að segja frá Örlygi Aroni Sturlusyni og þeir fóru meðal annars yfir það hvernig leikmaður hann var. 15. janúar 2020 14:15 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Grindavíkur í Domino´s deild karla í körfubolta, segir frá því á fésbókarsíðu sinni í dag að hans leikmenn hafi ákveðið að styrkja Minningarsjóðs Örlygs Arons Sturlusonar. Í dag eru tuttugu ár síðan að Örlygur Aron Sturluson lést af slysförum þá aðeins átján ára gamall. Hann var þá þegar orðin stórstjarna í íslenskum körfubolta og A-landsliðsmaður. „Kemst því miður ekki á leikinn í kvöld, en við í karlaliði Grindavíkur leggjum 20 þúsund krónur til Minningarsjóðs Ölla og hvetjum lið í Dominos deildinni að gera slíkt hið sama - eða jafnvel betur!,“ skrifaði Daníel inn á fésbókarsíðu sína með mynd af millifærslunni. Daníel Guðni Guðmundsson er frá Njarðvík og var á fjórtánda ári þegar Örlygur lést. „Ég man þetta eins og það gerðist í gær. Andrúmsloftið í skólanum var þungt þegar maður mætti á mánudeginum. Ótrúlega sorglegt,“ skrifaði Daníel og bætti seinna við: „Man þegar við vinirnir vorum að horfa á leik með Njarðvík uppi í íþróttahúsi og við vorum að tala um að við myndum pottþétt kaupa "Ölla skóna" þegar þeir kæmu út. Svo góður var hann og við vorum alveg vissir að hann myndi koma sér í NBA,“ skrifaði Daníel. Domino´s Körfuboltakvöld verður með „Í minningu Ölla“ í beinni frá Njarðtaksgryfjunni fyrir leik Njarðvíkur og Keflavíkur sem hefst klukkan 20.15. Allur aðgangseyrir á leikinn mun renna óskiptur í Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090. Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma.
Dominos-deild karla Grindavík Reykjanesbær Tengdar fréttir Í minningu Ölla: Hvernig leikmaður var Örlygur Aron Sturluson? Í tilefni af þætti Domino´s Körfuboltakvölds "Í minningu Ölla“ voru nokkrir kunnir kappar fengnir til að segja frá Örlygi Aroni Sturlusyni og þeir fóru meðal annars yfir það hvernig leikmaður hann var. 15. janúar 2020 14:15 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
Í minningu Ölla: Hvernig leikmaður var Örlygur Aron Sturluson? Í tilefni af þætti Domino´s Körfuboltakvölds "Í minningu Ölla“ voru nokkrir kunnir kappar fengnir til að segja frá Örlygi Aroni Sturlusyni og þeir fóru meðal annars yfir það hvernig leikmaður hann var. 15. janúar 2020 14:15