Loðnuleitin hert og fimmta skipinu bætt í leiðangurinn Kristján Már Unnarsson skrifar 15. janúar 2020 14:31 Frá Norðfjarðarhöfn í dag. Nær er Polar Amaroq GR og fjær Hákon EA, sem taka bæði þátt í leiðangrinum. Mynd/Smári Geirsson. Fimmta skipinu, Ásgrími Halldórssyni SF, hefur verið bætt inn í loðnuleitarleiðangurinn sem nú er að hefjast við Austfirði. Stefnt er að því að allur leitarflotinn haldi til hafs í kvöld. „Við bættum við skipi einfaldlega til að flýta fyrir og til að geta komist yfir stærra svæði í þeim veðurgluggum sem við höfum,“ sagði Birkir Bárðarson fiskifræðingur og leiðangursstjóri í samtali við Vísi í dag. Sjá einnig hér: Segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Árni Friðriksson við bryggju í Neskaupstað í hádeginu en þangað kom hafrannsóknaskipið í morgun.Mynd/Smári Geirsson. Birkir er um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, sem kom til Norðfjarðar í morgun ásamt Hákoni EA. Þar er einnig grænlenska skipið Polar Amaroq GR en Bjarni Ólafsson AK er á Seyðisfirði og Ásgrímur Halldórsson á Hornafirði. „Við erum að vonast til að komast af stað í kvöld eða nótt,“ sagði Birkir en nýta þarf daginn til að kvarða bergmálsmæla í tveimur skipanna, Árna Friðrikssyni og Hákoni. Það er gert með því að setja málmkúlu undir skrokk þeirra svo þeir mæli allir eins. Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson stýrir loðnuleitinni um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Birkir segir að leitin muni hefjast út af Hvalbaksgrunni undan suðausturlandi og þangað fari væntanlega þrjú skip. Samtímis verði líklega tvö skip send til leitar út af Langanesi en það sé ekki endanlega ákveðið og ráðist meðal annars af veðurspá. „Því miður er veðurútlit ekki sérstaklega gott en það er veðurgluggi næstu daga sem þarf að nýta vel,“ segir Birkir í viðtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar, sem einnig fjallar um málið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá brottför Árna Friðrikssonar úr höfn í Reykjavík í fyrradag. Fjarðabyggð Hornafjörður Seyðisfjörður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Fimmta skipinu, Ásgrími Halldórssyni SF, hefur verið bætt inn í loðnuleitarleiðangurinn sem nú er að hefjast við Austfirði. Stefnt er að því að allur leitarflotinn haldi til hafs í kvöld. „Við bættum við skipi einfaldlega til að flýta fyrir og til að geta komist yfir stærra svæði í þeim veðurgluggum sem við höfum,“ sagði Birkir Bárðarson fiskifræðingur og leiðangursstjóri í samtali við Vísi í dag. Sjá einnig hér: Segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Árni Friðriksson við bryggju í Neskaupstað í hádeginu en þangað kom hafrannsóknaskipið í morgun.Mynd/Smári Geirsson. Birkir er um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, sem kom til Norðfjarðar í morgun ásamt Hákoni EA. Þar er einnig grænlenska skipið Polar Amaroq GR en Bjarni Ólafsson AK er á Seyðisfirði og Ásgrímur Halldórsson á Hornafirði. „Við erum að vonast til að komast af stað í kvöld eða nótt,“ sagði Birkir en nýta þarf daginn til að kvarða bergmálsmæla í tveimur skipanna, Árna Friðrikssyni og Hákoni. Það er gert með því að setja málmkúlu undir skrokk þeirra svo þeir mæli allir eins. Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson stýrir loðnuleitinni um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Birkir segir að leitin muni hefjast út af Hvalbaksgrunni undan suðausturlandi og þangað fari væntanlega þrjú skip. Samtímis verði líklega tvö skip send til leitar út af Langanesi en það sé ekki endanlega ákveðið og ráðist meðal annars af veðurspá. „Því miður er veðurútlit ekki sérstaklega gott en það er veðurgluggi næstu daga sem þarf að nýta vel,“ segir Birkir í viðtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar, sem einnig fjallar um málið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá brottför Árna Friðrikssonar úr höfn í Reykjavík í fyrradag.
Fjarðabyggð Hornafjörður Seyðisfjörður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15
Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00