„Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 15. janúar 2020 11:04 Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum á Veðurstofu Íslands, í samhæfingarstöðinni í morgun. vísir/vilhelm Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þessi öldugangur hafi valdið því að flóðið skvettist yfir varnargarðinn og lenti á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en slapp með nokkrar skrámur. Hún lá undir flóðinu í um 40 mínútur en björgunarsveitarmönnum í bænum tókst að grafa hana upp. Stúlkan fór ásamt móður sinni til Ísafjarðar í nótt með varðskipinu Þór. Auður sat fund í samhæfingarmiðstöð almannavarna í morgun. Í samtali við fréttastofu eftir fundinn sagði Auður enn ekki búið að meta umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu. Tvö flóð féllu á Flateyri og eitt féll á Suðureyri. Það verði gert þegar það birtir og vindur gengur niður. Þá sagði Auður ekki enn ljóst hversu mörg snjóflóð hafa fallið. „Nei. Allir vegir eru lokaðir og við munum mjög sennilega frétta af fjölda flóða þegar vegakerfið fer að opna aftur.“ Annars vegar féll flóð úr Skollahvilft á Flateyri og mældist það á 150 til 200 kílómetra hraða á klukkustund. Hitt flóðið féll úr Innra-Bæjargili eins og áður sagði og fór yfir varnargarð. Aðspurð hvort það hafi komið ofanflóðavakt Veðurstofunnar á óvart að flóðið hafi farið yfir garðinn sagði Auður: „Við vorum búin að búast við flóðum og vorum búin að búast við stórum flóðum en það er ekki nema við allra verstu aðstæður að við búumst við að flóð geti hugsanlega fari yfir varnargarðinn. Við bjuggumst ekki við að það færi en stærstur hluti massans fer í sjó fram. Það virðist vera það hafi verið eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð, en varnargarðurinn sannaði gildi sitt og stærstur hluti massans er að fara í sjó fram.“ Spurð út í hvort að endurskoða þurfi rýmingaráætlun á Flateyri í ljósi þessa segir Auður að það sé eitthvað sem þurfi að taka seinna í umræðunni, ekki sé hægt að segja neitt um það að svo stöddu.En er eitthvað vanmat í hættumatinu ef þetta getur gerst? „Það get ég heldur ekki sagt til um að svo stöddu,“ sagði Auður. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þessi öldugangur hafi valdið því að flóðið skvettist yfir varnargarðinn og lenti á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en slapp með nokkrar skrámur. Hún lá undir flóðinu í um 40 mínútur en björgunarsveitarmönnum í bænum tókst að grafa hana upp. Stúlkan fór ásamt móður sinni til Ísafjarðar í nótt með varðskipinu Þór. Auður sat fund í samhæfingarmiðstöð almannavarna í morgun. Í samtali við fréttastofu eftir fundinn sagði Auður enn ekki búið að meta umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu. Tvö flóð féllu á Flateyri og eitt féll á Suðureyri. Það verði gert þegar það birtir og vindur gengur niður. Þá sagði Auður ekki enn ljóst hversu mörg snjóflóð hafa fallið. „Nei. Allir vegir eru lokaðir og við munum mjög sennilega frétta af fjölda flóða þegar vegakerfið fer að opna aftur.“ Annars vegar féll flóð úr Skollahvilft á Flateyri og mældist það á 150 til 200 kílómetra hraða á klukkustund. Hitt flóðið féll úr Innra-Bæjargili eins og áður sagði og fór yfir varnargarð. Aðspurð hvort það hafi komið ofanflóðavakt Veðurstofunnar á óvart að flóðið hafi farið yfir garðinn sagði Auður: „Við vorum búin að búast við flóðum og vorum búin að búast við stórum flóðum en það er ekki nema við allra verstu aðstæður að við búumst við að flóð geti hugsanlega fari yfir varnargarðinn. Við bjuggumst ekki við að það færi en stærstur hluti massans fer í sjó fram. Það virðist vera það hafi verið eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð, en varnargarðurinn sannaði gildi sitt og stærstur hluti massans er að fara í sjó fram.“ Spurð út í hvort að endurskoða þurfi rýmingaráætlun á Flateyri í ljósi þessa segir Auður að það sé eitthvað sem þurfi að taka seinna í umræðunni, ekki sé hægt að segja neitt um það að svo stöddu.En er eitthvað vanmat í hættumatinu ef þetta getur gerst? „Það get ég heldur ekki sagt til um að svo stöddu,“ sagði Auður.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira