Topparnir í tölfræðinni á móti Rússlandi: Örvhentu strákarnir skiluðu saman tuttugu mörkum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 19:14 Alexander Petersson skorar eitt af sex mörkum sínum í kvöld. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Nánast hver einasti maður í íslenska liðinu skilaði sínu hlutverki með glans og í lokin komu síðan nýliðarnir Viggó Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson með frábærar innkomur. Viggó Kristjánsson leysti af besta mann íslenska liðsins í leiknum, Alexander Petersson, og spilaði frábærlega síðustu tuttugu mínútur leiksins. Viggó skoraði 4 mörk, fiskaði eitt víti og átti sendingu sem gaf víti. Viktor Gísli Hallgrímsson átti líka frábæra innkomu í íslenska markið og varði sjö af níu skotum sem komu á hann en það er 78 prósent markvarsla. Viktor Gísli varði meðal annars eitt víti og hafði svo sannarlega ástæðu til að brosa. Annars voru þeir örvhentu í íslenska liðinu sem skiluðu saman tuttugu mörkum. Alexander Petersson og Sigvaldi Guðjónsson voru báðir með sex mörk og þeir Viggó og Arnór Þór Gunnarsson skoruðu fjögur mörk hvor. Þessir fjórir þurftu líka aðeins 28 skot til að skora þessi 20 mörk. Íslenska liðið sundurspilaði oft vörn Rússanna en alls komu átta mörk íslenska liðsins eftir gegnumbrot. Aron Pálmarsson, markahæsti leikmaður íslenska liðsins í fyrsta leiknum, skoraði ekki mark sjálfur en átti engu að síður þátt í flestum mörkum íslenska liðsins í leiknum. Aron átti nefnilega tíu stoðsendingar á félaga sína og er þar með kominn með nítján stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjunum.Hér fyrir neðan má sjá toppa íslenska liðsins í tölfræðinni.- Íslensku landsliðsmennirnir á móti Rússlandi á EM 2020 -Hver skoraði mest: 1. Alexander Petersson 6 1. Sigvaldi Guðjónsson 6 1. Bjarki Már Elísson 6/2 4. Arnór Þór Gunnarsson 4/3 4. Viggó Kristjánsson 4 4. Janus Daði Smárason 4Hver varði flest skot: 1. Björgvin Páll Gústavsson 14 (40%) 2. Viktor Gísli Hallgrímsson 7/1 (78%)Hver spilaði mest í leiknum: 1. Bjarki Már Elísson 58:25 mín 2. Sigvaldi Guðjónsson 55:31 3. Björgvin Páll Gústavsson 44:54 4. Aron Pálmarsson 42:40 5. Alexander Petersson 42:39 6. Elvar Örn Jónsson 38:17 7. Ýmir Örn Gíslason 38:16Hver skaut oftast á markið: 1. Bjarki Már Elísson 8 1. Alexander Petersson 8 3. Sigvaldi Guðjónsson 7 4. Arnór Þór Gunnarsson 5 4. Viggó Kristjánsson 5Hver gaf flestar stoðsendingar: 1. Aron Pálmarsson 10 2. Janus Daði Smárason 3 3. Alexander Petersson 2 3. Elvar Örn Jónsson 2Hver átti þátt í flestum mörkum (Mörk + stoðsendingar): 1. Aron Pálmarsson 10 (0+10) 2. Alexander Petersson 8 (6+2) 3. Janus Daði Smárason 7 (4+3) 3. Bjarki Már Elísson 7 (6+1) 5. Sigvaldi Guðjónsson 6 (6+0)Hver stoppaði oftast í vörninni (HB Statz): 1. Elvar Örn Jónsson 7 2. Ýmir Örn Gíslason 3 2. Aron Pálmarsson 3 2. Janus Daði Smárason 3 2. Alexander Petersson 3 6. Arnór Þór Gunnarsson 2 6. Ólafur Guðmundsson 2Hver tapaði boltanum oftast: 1. Elvar Örn Jónsson 5 2. Janus Daði Smárason 2Hver fiskaði flest vítaköst: 1. Arnar Freyr Arnarsson 2 1. Sigvaldi Guðjónsson 2 3. Alexander Petersson 1 3. Viggó Kristjánsson 1Hver hljóp mest: Bjarki Már Elísson 5,1 kmHver hljóp hraðast: Sigvaldi Guðjónsson 29 km/klstHver stökk hæst: Alexander Petersson 67 smHver átti fastasta skotið: Viggó Kristjánsson 126 km/klstHver átti flestar sendingar: Alexander Petersson 132Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í sókn (HB Statz): 1. Alexander Petersson 9,2 2. Sigvaldi Guðjónsson 8,9 3. Janus Daði Smárason 8,0 4. Bjarki Már Elísson 7,8 5. Viggó Kristjánsson 7,6Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í vörn (HB Statz): 1. Elvar Örn Jónsson 7,9 2. Ýmir Örn Gíslason 7,5 3. Aron Pálmarsson 6,4 3. Ólafur Guðmundsson 6,4 5. Sigvaldi Guðjónsson 6,3 5. Arnór Þór Gunnarsson 6,3- Hvaðan komu flest mörk íslenska liðsins í leiknum - 5 með langskotum 8 með gegnumbrotum 6 af línu 2 úr hægra horni 8 úr hraðaupphlaupum (3 með seinni bylgju) 5 úr vítum 3 úr vinstra horni- Plús & mínus kladdinn í leiknum - Mörk með langskotum: Ísland +3 (5-2) Mörk af línu: Ísland +1 (6-5) Mörk úr hraðaupphlaupum: Ísland +1 (8-7) Tapaðir boltar: Rússland +3 (15-12) Fiskuð víti: Ísland +1 (6-5) Varin skot markvarða: Ísland +12 (21-9) Varin víti markvarða: Jafnt (1-1) Misheppnuð skot: Rússland +5 (18-13) Löglegar stöðvanir: Ísland +8 (25-17) Refsimínútur: Jafnt (8-8)- Góðu og slæmu kaflarnir í leiknum -Fyrri hálfleikurinn: 1. til 10. mínúta: Ísland +3 (6-3) 11. til 20. mínúta: Ísland +4 (7-3) 21. til 30. mínúta: Jafnt (5-5)Seinni hálfleikurinn: 31. til 40. mínúta: Ísland +1 (4-3) 41. til 50. mínúta: Jafnt (8-8) 51. til 60. mínúta: Ísland +3 (4-1) Byrjun hálfleikja: Ísland +4 (10-6) Lok hálfleikja: Ísland +3 (9-6) Fyrri hálfleikur: Ísland +7 (18-11) Seinni hálfleikur: Ísland +4 (16-12) EM 2020 í handbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Nánast hver einasti maður í íslenska liðinu skilaði sínu hlutverki með glans og í lokin komu síðan nýliðarnir Viggó Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson með frábærar innkomur. Viggó Kristjánsson leysti af besta mann íslenska liðsins í leiknum, Alexander Petersson, og spilaði frábærlega síðustu tuttugu mínútur leiksins. Viggó skoraði 4 mörk, fiskaði eitt víti og átti sendingu sem gaf víti. Viktor Gísli Hallgrímsson átti líka frábæra innkomu í íslenska markið og varði sjö af níu skotum sem komu á hann en það er 78 prósent markvarsla. Viktor Gísli varði meðal annars eitt víti og hafði svo sannarlega ástæðu til að brosa. Annars voru þeir örvhentu í íslenska liðinu sem skiluðu saman tuttugu mörkum. Alexander Petersson og Sigvaldi Guðjónsson voru báðir með sex mörk og þeir Viggó og Arnór Þór Gunnarsson skoruðu fjögur mörk hvor. Þessir fjórir þurftu líka aðeins 28 skot til að skora þessi 20 mörk. Íslenska liðið sundurspilaði oft vörn Rússanna en alls komu átta mörk íslenska liðsins eftir gegnumbrot. Aron Pálmarsson, markahæsti leikmaður íslenska liðsins í fyrsta leiknum, skoraði ekki mark sjálfur en átti engu að síður þátt í flestum mörkum íslenska liðsins í leiknum. Aron átti nefnilega tíu stoðsendingar á félaga sína og er þar með kominn með nítján stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjunum.Hér fyrir neðan má sjá toppa íslenska liðsins í tölfræðinni.- Íslensku landsliðsmennirnir á móti Rússlandi á EM 2020 -Hver skoraði mest: 1. Alexander Petersson 6 1. Sigvaldi Guðjónsson 6 1. Bjarki Már Elísson 6/2 4. Arnór Þór Gunnarsson 4/3 4. Viggó Kristjánsson 4 4. Janus Daði Smárason 4Hver varði flest skot: 1. Björgvin Páll Gústavsson 14 (40%) 2. Viktor Gísli Hallgrímsson 7/1 (78%)Hver spilaði mest í leiknum: 1. Bjarki Már Elísson 58:25 mín 2. Sigvaldi Guðjónsson 55:31 3. Björgvin Páll Gústavsson 44:54 4. Aron Pálmarsson 42:40 5. Alexander Petersson 42:39 6. Elvar Örn Jónsson 38:17 7. Ýmir Örn Gíslason 38:16Hver skaut oftast á markið: 1. Bjarki Már Elísson 8 1. Alexander Petersson 8 3. Sigvaldi Guðjónsson 7 4. Arnór Þór Gunnarsson 5 4. Viggó Kristjánsson 5Hver gaf flestar stoðsendingar: 1. Aron Pálmarsson 10 2. Janus Daði Smárason 3 3. Alexander Petersson 2 3. Elvar Örn Jónsson 2Hver átti þátt í flestum mörkum (Mörk + stoðsendingar): 1. Aron Pálmarsson 10 (0+10) 2. Alexander Petersson 8 (6+2) 3. Janus Daði Smárason 7 (4+3) 3. Bjarki Már Elísson 7 (6+1) 5. Sigvaldi Guðjónsson 6 (6+0)Hver stoppaði oftast í vörninni (HB Statz): 1. Elvar Örn Jónsson 7 2. Ýmir Örn Gíslason 3 2. Aron Pálmarsson 3 2. Janus Daði Smárason 3 2. Alexander Petersson 3 6. Arnór Þór Gunnarsson 2 6. Ólafur Guðmundsson 2Hver tapaði boltanum oftast: 1. Elvar Örn Jónsson 5 2. Janus Daði Smárason 2Hver fiskaði flest vítaköst: 1. Arnar Freyr Arnarsson 2 1. Sigvaldi Guðjónsson 2 3. Alexander Petersson 1 3. Viggó Kristjánsson 1Hver hljóp mest: Bjarki Már Elísson 5,1 kmHver hljóp hraðast: Sigvaldi Guðjónsson 29 km/klstHver stökk hæst: Alexander Petersson 67 smHver átti fastasta skotið: Viggó Kristjánsson 126 km/klstHver átti flestar sendingar: Alexander Petersson 132Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í sókn (HB Statz): 1. Alexander Petersson 9,2 2. Sigvaldi Guðjónsson 8,9 3. Janus Daði Smárason 8,0 4. Bjarki Már Elísson 7,8 5. Viggó Kristjánsson 7,6Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í vörn (HB Statz): 1. Elvar Örn Jónsson 7,9 2. Ýmir Örn Gíslason 7,5 3. Aron Pálmarsson 6,4 3. Ólafur Guðmundsson 6,4 5. Sigvaldi Guðjónsson 6,3 5. Arnór Þór Gunnarsson 6,3- Hvaðan komu flest mörk íslenska liðsins í leiknum - 5 með langskotum 8 með gegnumbrotum 6 af línu 2 úr hægra horni 8 úr hraðaupphlaupum (3 með seinni bylgju) 5 úr vítum 3 úr vinstra horni- Plús & mínus kladdinn í leiknum - Mörk með langskotum: Ísland +3 (5-2) Mörk af línu: Ísland +1 (6-5) Mörk úr hraðaupphlaupum: Ísland +1 (8-7) Tapaðir boltar: Rússland +3 (15-12) Fiskuð víti: Ísland +1 (6-5) Varin skot markvarða: Ísland +12 (21-9) Varin víti markvarða: Jafnt (1-1) Misheppnuð skot: Rússland +5 (18-13) Löglegar stöðvanir: Ísland +8 (25-17) Refsimínútur: Jafnt (8-8)- Góðu og slæmu kaflarnir í leiknum -Fyrri hálfleikurinn: 1. til 10. mínúta: Ísland +3 (6-3) 11. til 20. mínúta: Ísland +4 (7-3) 21. til 30. mínúta: Jafnt (5-5)Seinni hálfleikurinn: 31. til 40. mínúta: Ísland +1 (4-3) 41. til 50. mínúta: Jafnt (8-8) 51. til 60. mínúta: Ísland +3 (4-1) Byrjun hálfleikja: Ísland +4 (10-6) Lok hálfleikja: Ísland +3 (9-6) Fyrri hálfleikur: Ísland +7 (18-11) Seinni hálfleikur: Ísland +4 (16-12)
EM 2020 í handbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða