Flughált á veginum við Öxl: „Þetta hefði getað farið svo miklu verr“ Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 22:00 Slökkviliðið var kallað á vettvang með klippur. Ekki þurfti að beita þeim til þess að ná farþegum úr rútunni. aðsend Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavetninga segir það mikil mildi að ekki hafi farið verr þegar rúta valt nærri bænum Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. Á fimmta tug háskólanema var í rútunni. Nemarnir voru á leið í skíðaferð á Akureyri þegar slysið varð á fimmta tímanum í dag. Allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu var sent á vettvang auk slökkviliðsbíla.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valtÍ samtali við Vísi segir Ingvar slökkviliðið verið kallað út með klippur en hafi ekki þurft að beita þeim til þess að ná farþegum úr rútunni. Öxi er suðvestur af Blönduósi.Kortagrunnur af Map.is Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur og voru aðrir farþegar fluttir af vettvangi á fjöldahjálparstöð eða á sjúkrahúsið á Blönduósi. Í frétt á vef RÚV kemur fram að einn hafi verið fluttur frá þyrlunni í hjólastól, annar í sjúkrabörum og þriðji hafi gengið sjálfur frá þyrlunni. Þá hafa samhæfingarstöð og aðgerðastjórn á Sauðárkróki hafa lokið störfum vegna slyssins. Rannsókn er nú í höndum lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Ingvar segir mildi að ekki hafi farið verr enda séu aðstæður varhugaverðar. „Það var flughált á veginum og er enn. Það eru stórir flutningabílar og rútur að fara um í aðstæðum sem menn ættu ekki að vera í eða að minnsta kosti aka með gát,“ segir Ingvar. „Þetta hefði getað farið svo miklu verr.“ Hann brýnir fyrir ökumönnum að fara varlega enda færð á vegum víða slæm og því mikilvægt að sýna aðgát. Tugir björgunarsveita- og slökkviliðsmanna hjálpuðust að við verðmætabjörgun á vettvangi. Þar var tekið saman farangur og persónulegir munir farþega fluttir á Blönduós. Ingvar segir vinnu á vettvangi hafa gengið vel og frábært samstarf viðbragðsaðila úr öllum landshlutum hafi sýnt sig. Fréttin hefur verið uppfærð. Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira
Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavetninga segir það mikil mildi að ekki hafi farið verr þegar rúta valt nærri bænum Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. Á fimmta tug háskólanema var í rútunni. Nemarnir voru á leið í skíðaferð á Akureyri þegar slysið varð á fimmta tímanum í dag. Allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu var sent á vettvang auk slökkviliðsbíla.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valtÍ samtali við Vísi segir Ingvar slökkviliðið verið kallað út með klippur en hafi ekki þurft að beita þeim til þess að ná farþegum úr rútunni. Öxi er suðvestur af Blönduósi.Kortagrunnur af Map.is Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur og voru aðrir farþegar fluttir af vettvangi á fjöldahjálparstöð eða á sjúkrahúsið á Blönduósi. Í frétt á vef RÚV kemur fram að einn hafi verið fluttur frá þyrlunni í hjólastól, annar í sjúkrabörum og þriðji hafi gengið sjálfur frá þyrlunni. Þá hafa samhæfingarstöð og aðgerðastjórn á Sauðárkróki hafa lokið störfum vegna slyssins. Rannsókn er nú í höndum lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Ingvar segir mildi að ekki hafi farið verr enda séu aðstæður varhugaverðar. „Það var flughált á veginum og er enn. Það eru stórir flutningabílar og rútur að fara um í aðstæðum sem menn ættu ekki að vera í eða að minnsta kosti aka með gát,“ segir Ingvar. „Þetta hefði getað farið svo miklu verr.“ Hann brýnir fyrir ökumönnum að fara varlega enda færð á vegum víða slæm og því mikilvægt að sýna aðgát. Tugir björgunarsveita- og slökkviliðsmanna hjálpuðust að við verðmætabjörgun á vettvangi. Þar var tekið saman farangur og persónulegir munir farþega fluttir á Blönduós. Ingvar segir vinnu á vettvangi hafa gengið vel og frábært samstarf viðbragðsaðila úr öllum landshlutum hafi sýnt sig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira
Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14
Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44