Vill að Bandaríkin undirbúi brottflutning hermanna Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2020 15:54 Adel Abdul-Mahdi, starfandi forsætisráðherra Írak. AP/Burhan Ozbilici Adel Abdul-Mahdi, starfandi forsætisráðherra Írak, hefur beðið yfirvöld Bandaríkjanna um að hefja undirbúning á brottflutningi bandarískra hermanna frá Írak. Þetta ræddi Mahdi við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag og er það til marks um að hann ætli að standa við ályktun þings Írak um að erlendir hermenn ættu að yfirgefa landið. Mahdi sagði árásir Bandaríkjanna í Írak vera óásættanleg brot á fullveldi landsins og brot á fyrri samkomulögum ríkjanna. Hann bað Pompeo um að senda sendinefnd til Írak svo undirbúa megi brottflutning hermanna. Forsætisráðherrann krafðist þess ekki að Bandaríkin fjarlægðu hermenn sína á næstunni og nefndi ekki hvenær það ætti að verða. Eins og AP fréttaveitan bendir á eru þingmenn Íran ekki sammála um að bandarískir hermenn eigi að yfirgefa Írak. Súnnítar telja Bandaríkin standa í vegi fyrir algerum yfirráðum sjíta og Íran í Írak og Kúrdar hafa hagnast verulega á aðstoð Bandaríkjanna og þjálfun frá bandarískum hermönnum. Utanríkisráðuneyti bandaríkjanna hefur nú svarað Mahdi og í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að verði sendinefnd send til Írak muni hún ekki taka þátt í viðræðum um brottflutning bandarískra hermanna frá Írak. Þess í stað myndi hún ræða hvernig bæta megi samskipti ríkjanna og jafnvel að auka aðkomu Atlantshafsbandalagsins að öryggi Írak. Þá sé þörf á samræðum um efnahagslegt samband ríkjanna. At this time, any delegation sent to Iraq would be dedicated to discussing how to best recommit to our strategic partnership—not to discuss troop withdrawal, but our right, appropriate force posture in the Middle East.— Morgan Ortagus (@statedeptspox) January 10, 2020 Bandaríkin Írak Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Adel Abdul-Mahdi, starfandi forsætisráðherra Írak, hefur beðið yfirvöld Bandaríkjanna um að hefja undirbúning á brottflutningi bandarískra hermanna frá Írak. Þetta ræddi Mahdi við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag og er það til marks um að hann ætli að standa við ályktun þings Írak um að erlendir hermenn ættu að yfirgefa landið. Mahdi sagði árásir Bandaríkjanna í Írak vera óásættanleg brot á fullveldi landsins og brot á fyrri samkomulögum ríkjanna. Hann bað Pompeo um að senda sendinefnd til Írak svo undirbúa megi brottflutning hermanna. Forsætisráðherrann krafðist þess ekki að Bandaríkin fjarlægðu hermenn sína á næstunni og nefndi ekki hvenær það ætti að verða. Eins og AP fréttaveitan bendir á eru þingmenn Íran ekki sammála um að bandarískir hermenn eigi að yfirgefa Írak. Súnnítar telja Bandaríkin standa í vegi fyrir algerum yfirráðum sjíta og Íran í Írak og Kúrdar hafa hagnast verulega á aðstoð Bandaríkjanna og þjálfun frá bandarískum hermönnum. Utanríkisráðuneyti bandaríkjanna hefur nú svarað Mahdi og í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að verði sendinefnd send til Írak muni hún ekki taka þátt í viðræðum um brottflutning bandarískra hermanna frá Írak. Þess í stað myndi hún ræða hvernig bæta megi samskipti ríkjanna og jafnvel að auka aðkomu Atlantshafsbandalagsins að öryggi Írak. Þá sé þörf á samræðum um efnahagslegt samband ríkjanna. At this time, any delegation sent to Iraq would be dedicated to discussing how to best recommit to our strategic partnership—not to discuss troop withdrawal, but our right, appropriate force posture in the Middle East.— Morgan Ortagus (@statedeptspox) January 10, 2020
Bandaríkin Írak Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira