EM í dag: Íslendingar með flauturnar í Vín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2020 13:30 Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma saman í Vín. Hér eru þeir á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Getty/ MARIJAN MURAT Annar dagur Evrópumótsins í handbolta fer fram í dag þar sem verða sex leikir verða spilaðir. Þetta eru fyrstu leikirnir í B-, D- og F-riðli. Íslenska landsliðið spilar ekki fyrsta leikinn sinn fyrr en á morgun en líkt og í gær þá verða Íslendingar samt í sviðsljósinu. íslenska dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma sinn fyrsta leik í dag. Anton og Jónas dæma leik Austurríkismanna og Tékka sem fer fram í Vínarborg og hefst klukkan 17.15. Þetta er fyrsti leikurinn í A-riðlinum. Þetta er í fyrsta sinn Anton og Jónas dæma saman í lokakeppni EM. Anton hefur tekið þátt tvisvar áður og þá með Hlyni Leifssyni. Þeir dæmdu saman á EM kvenna í Makedóníu 2008 og fjórum árum síðar á EM karla í Serbíu. Tékkar unnu sinn riðil í undankeppninni en lið Hvíta Rússlands og Bosníu fylgdu þeim á EM upp úr riðlinum þar sem sá riðill var einn af þeim sem þrjú lið fengu farseðil í úrslitakeppnina. Austurríkismenn fengu sæti á EM sem gestgjafar. Leikurinn í dag verður fyrsti leikur austurríska landsliðsins á stórmóti síðan að Patrekur Jóhannesson hætti sem þjálfari liðsins eftir rúmlega átta ára starf. Patrekur fór með austurríska landsliðið á fjögur stórmót eða EM 2014, HM 2015, EM 2018 og HM 2019. Þjálfari austurríska landsliðsins í dag er Slóveninn Ales Pajovic en hann er fæddur á sama ári og Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Pajovic var spilandi þjálfari HSG Graz í mörg ár áður en hann tók við austurríska landsliðinu. Kristján Andrésson stýrir síðan liði Svia sem mætir Sviss í fyrsta leik sínum í F-riðilinum. Sá leikur fer fram í Gautaborg í Svíþjóð. Frakkar og Norðmenn hefja líka keppni á mótinu í dag en riðill þeirra er spilaður í Þrándheimi í Noregi. Frakkar mæta Portúgölum í fyrsta leik en Norðmanna bíður leikur á móti Bosníu.Leikir dagsins á EM 2020:B-riðill Kl. 17.15 Tékkland - Austurríki Kl. 19.30 Norður Makadónía - ÚkraínaD-riðill Kl. 17.15 Frakkland - Portúgal Kl. 19.30 Noregur - BosníaF-riðill Kl. 17.15 Slóvenía - Póllands Kl. 19.30 Svíþjóð - Sviss EM 2020 í handbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Annar dagur Evrópumótsins í handbolta fer fram í dag þar sem verða sex leikir verða spilaðir. Þetta eru fyrstu leikirnir í B-, D- og F-riðli. Íslenska landsliðið spilar ekki fyrsta leikinn sinn fyrr en á morgun en líkt og í gær þá verða Íslendingar samt í sviðsljósinu. íslenska dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma sinn fyrsta leik í dag. Anton og Jónas dæma leik Austurríkismanna og Tékka sem fer fram í Vínarborg og hefst klukkan 17.15. Þetta er fyrsti leikurinn í A-riðlinum. Þetta er í fyrsta sinn Anton og Jónas dæma saman í lokakeppni EM. Anton hefur tekið þátt tvisvar áður og þá með Hlyni Leifssyni. Þeir dæmdu saman á EM kvenna í Makedóníu 2008 og fjórum árum síðar á EM karla í Serbíu. Tékkar unnu sinn riðil í undankeppninni en lið Hvíta Rússlands og Bosníu fylgdu þeim á EM upp úr riðlinum þar sem sá riðill var einn af þeim sem þrjú lið fengu farseðil í úrslitakeppnina. Austurríkismenn fengu sæti á EM sem gestgjafar. Leikurinn í dag verður fyrsti leikur austurríska landsliðsins á stórmóti síðan að Patrekur Jóhannesson hætti sem þjálfari liðsins eftir rúmlega átta ára starf. Patrekur fór með austurríska landsliðið á fjögur stórmót eða EM 2014, HM 2015, EM 2018 og HM 2019. Þjálfari austurríska landsliðsins í dag er Slóveninn Ales Pajovic en hann er fæddur á sama ári og Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Pajovic var spilandi þjálfari HSG Graz í mörg ár áður en hann tók við austurríska landsliðinu. Kristján Andrésson stýrir síðan liði Svia sem mætir Sviss í fyrsta leik sínum í F-riðilinum. Sá leikur fer fram í Gautaborg í Svíþjóð. Frakkar og Norðmenn hefja líka keppni á mótinu í dag en riðill þeirra er spilaður í Þrándheimi í Noregi. Frakkar mæta Portúgölum í fyrsta leik en Norðmanna bíður leikur á móti Bosníu.Leikir dagsins á EM 2020:B-riðill Kl. 17.15 Tékkland - Austurríki Kl. 19.30 Norður Makadónía - ÚkraínaD-riðill Kl. 17.15 Frakkland - Portúgal Kl. 19.30 Noregur - BosníaF-riðill Kl. 17.15 Slóvenía - Póllands Kl. 19.30 Svíþjóð - Sviss
EM 2020 í handbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira