Um vinnubrögð RÚV og muninn á excel-skjali og skýrslu Helgi Áss Grétarsson skrifar 15. ágúst 2020 09:00 Nú hefur verið upplýst að þáttur Kastljóss frá 27. mars 2012 byggði umfjöllun sína um karfaútflutning Samherja hf. á árunum 2010-2011 á excel-skjali en ekki skýrslu. Hvaða þýðingu hefur það? Við mat á þeirri spurningu verður til þess að líta að þeir sem hafa stundað rannsóknir á sviði íslenskrar fiskveiðistjórnar vita að starfsmenn opinberra stofnana á sviði sjávarútvegs safna saman alls konar upplýsingum um atvinnugreinina í því skyni að auðvelda töku ákvarðana í sínum daglegum störfum. Fyrir fræðimann eða fjölmiðlamann þarf hins vegar að vinna úr slíkum almennum tölulegum upplýsingum til að þær geti haft einhverja merkingu í tilteknu máli eða í ákveðnu samhengi. Skjalið frá Verðlagsstofu skiptaverðs og villandi framsetning Yfirlýsing Verðlagsstofu skiptaverðs hinn 12. ágúst sl. varpar ljósi á eðli þess skjals sem vísað var til í áðurnefndum Kastljóssþætti sem skýrslu en í yfirlýsingunni segir m.a.: „Um var að ræða excelskjal sem unnið var af starfsmanni Verðlagsstofu og innihélt tölulegar upplýsingar sem unnar voru upp úr gagnagrunnum Fiskistofu. (...) Ekki var skrifuð sérstök skýrsla af hálfu Verðlagsstofu af þessu tilefni og ekki lagt efnislegt mat á þær upplýsingar sem þarna voru dregnar saman og sendar úrskurðarnefnd.“ Skjalið sem blaðamaður Kastljóss vísaði til á sínum tíma var engin skýrsla því til þess að að framreiða efnið í viðkomandi Kastljósþætti þurfti hann sjálfur að vinna úr tölunum og komast að niðurstöðu. Vísanir í þetta skjal Verðlagsstofu skiptaverðs í sjálfum Kastljóssþættinum var því ekkert annað en leikur fjölmiðlamannsins að hráum tölum sem hann engan veginn setti í samhengi við markaðsaðstæður, gæði afla og svo framvegis. Framsetningin var því í besta falli villandi þar sem fréttamaðurinn gaf til kynna að hann væri að vísa í úrvinnslu gagna hjá sérfræðingum þegar það var hann í raun og veru sem sá um þá úrvinnslu. Í þessu sambandi er mikilvægt að halda til haga að gerður er greinarmunur á skýrslum og öðrum vinnuskjölum í stjórnsýslunni enda hafa vinnuskjöl ekki að geyma niðurstöður um lyktir máls. Þannig eru slík skjöl undanþegin aðgangi almennings samkvæmt upplýsingalögum. Engu að síður gerði Kastljós heilan þátt sem byggði á „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ og var ítrekað vísað til skjalsins með þessum hætti í þættinum. Það verður að teljast býsna alvarlegt enda til þess fallið að afvegaleiða áhorfendur. Hinn djúpstæði vandi Þá komum við að einum djúpstæðum vanda. Sjávarútvegur skiptir verulegu máli á Íslandi en umræður um hann eru oft fastar í pólitískum skotgröfum. Hlutlæg og málefnaleg umræða um þessa atvinnugrein heyrir því til undantekninga. Það er einkar dapurlegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að ekki sé til staðar sanngjarnari og málefnalegri umfjöllun um þessa grunnatvinnugrein þjóðarbúsins í langöflugasta og stærsta fjölmiðli landsins, ef fjöldi starfsmanna og tekjur eru lagðar til grundvallar. Umfjöllun um sjávarútveg á Ríkisútvarpinu er hins vegar efni í aðra grein og lengri. Aðalatriðið er að nú er komið á daginn að helsta heimildarskjal Kastljóss, við vinnslu þáttar þar sem settar voru fram alvarlegar ásakanir á hendur nafngreindu útvegsfyrirtæki, var ekki skýrsla heldur excel-skjal sem ekki hafði verið lagt efnislagt mat á innan viðeigandi stjórnsýslustofnunar. Með hliðsjón af öllum málavöxtum hljóta margir að klára sér í hausnum yfir því að um sama leyti og Kastljóssþátturinn var sýndur hóf Seðlabankinn rannsókn á málefnum áðurnefnds sjávarútvegsfyrirtækisins en sú rannsókn endaði í skurði rúmum sex árum síðar. Þá hafði umtalsverðum tíma og skattfé verið varið í þá rannsókn þótt forsendur fyrir slíku hafi vart verið reistar á traustum forsendum. Það er í þessu ljósi sem ég hvet sem flesta að kynna sér Kastljóssþáttinn frá mars 2012 og lesa svo dóm Hæstaréttar frá 8. nóvember 2018 í máli Seðlabanka Íslands gegn Samherja hf. en hann er aðgengilegur á vef réttarins, mál nr. 463/2017. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nú hefur verið upplýst að þáttur Kastljóss frá 27. mars 2012 byggði umfjöllun sína um karfaútflutning Samherja hf. á árunum 2010-2011 á excel-skjali en ekki skýrslu. Hvaða þýðingu hefur það? Við mat á þeirri spurningu verður til þess að líta að þeir sem hafa stundað rannsóknir á sviði íslenskrar fiskveiðistjórnar vita að starfsmenn opinberra stofnana á sviði sjávarútvegs safna saman alls konar upplýsingum um atvinnugreinina í því skyni að auðvelda töku ákvarðana í sínum daglegum störfum. Fyrir fræðimann eða fjölmiðlamann þarf hins vegar að vinna úr slíkum almennum tölulegum upplýsingum til að þær geti haft einhverja merkingu í tilteknu máli eða í ákveðnu samhengi. Skjalið frá Verðlagsstofu skiptaverðs og villandi framsetning Yfirlýsing Verðlagsstofu skiptaverðs hinn 12. ágúst sl. varpar ljósi á eðli þess skjals sem vísað var til í áðurnefndum Kastljóssþætti sem skýrslu en í yfirlýsingunni segir m.a.: „Um var að ræða excelskjal sem unnið var af starfsmanni Verðlagsstofu og innihélt tölulegar upplýsingar sem unnar voru upp úr gagnagrunnum Fiskistofu. (...) Ekki var skrifuð sérstök skýrsla af hálfu Verðlagsstofu af þessu tilefni og ekki lagt efnislegt mat á þær upplýsingar sem þarna voru dregnar saman og sendar úrskurðarnefnd.“ Skjalið sem blaðamaður Kastljóss vísaði til á sínum tíma var engin skýrsla því til þess að að framreiða efnið í viðkomandi Kastljósþætti þurfti hann sjálfur að vinna úr tölunum og komast að niðurstöðu. Vísanir í þetta skjal Verðlagsstofu skiptaverðs í sjálfum Kastljóssþættinum var því ekkert annað en leikur fjölmiðlamannsins að hráum tölum sem hann engan veginn setti í samhengi við markaðsaðstæður, gæði afla og svo framvegis. Framsetningin var því í besta falli villandi þar sem fréttamaðurinn gaf til kynna að hann væri að vísa í úrvinnslu gagna hjá sérfræðingum þegar það var hann í raun og veru sem sá um þá úrvinnslu. Í þessu sambandi er mikilvægt að halda til haga að gerður er greinarmunur á skýrslum og öðrum vinnuskjölum í stjórnsýslunni enda hafa vinnuskjöl ekki að geyma niðurstöður um lyktir máls. Þannig eru slík skjöl undanþegin aðgangi almennings samkvæmt upplýsingalögum. Engu að síður gerði Kastljós heilan þátt sem byggði á „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ og var ítrekað vísað til skjalsins með þessum hætti í þættinum. Það verður að teljast býsna alvarlegt enda til þess fallið að afvegaleiða áhorfendur. Hinn djúpstæði vandi Þá komum við að einum djúpstæðum vanda. Sjávarútvegur skiptir verulegu máli á Íslandi en umræður um hann eru oft fastar í pólitískum skotgröfum. Hlutlæg og málefnaleg umræða um þessa atvinnugrein heyrir því til undantekninga. Það er einkar dapurlegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að ekki sé til staðar sanngjarnari og málefnalegri umfjöllun um þessa grunnatvinnugrein þjóðarbúsins í langöflugasta og stærsta fjölmiðli landsins, ef fjöldi starfsmanna og tekjur eru lagðar til grundvallar. Umfjöllun um sjávarútveg á Ríkisútvarpinu er hins vegar efni í aðra grein og lengri. Aðalatriðið er að nú er komið á daginn að helsta heimildarskjal Kastljóss, við vinnslu þáttar þar sem settar voru fram alvarlegar ásakanir á hendur nafngreindu útvegsfyrirtæki, var ekki skýrsla heldur excel-skjal sem ekki hafði verið lagt efnislagt mat á innan viðeigandi stjórnsýslustofnunar. Með hliðsjón af öllum málavöxtum hljóta margir að klára sér í hausnum yfir því að um sama leyti og Kastljóssþátturinn var sýndur hóf Seðlabankinn rannsókn á málefnum áðurnefnds sjávarútvegsfyrirtækisins en sú rannsókn endaði í skurði rúmum sex árum síðar. Þá hafði umtalsverðum tíma og skattfé verið varið í þá rannsókn þótt forsendur fyrir slíku hafi vart verið reistar á traustum forsendum. Það er í þessu ljósi sem ég hvet sem flesta að kynna sér Kastljóssþáttinn frá mars 2012 og lesa svo dóm Hæstaréttar frá 8. nóvember 2018 í máli Seðlabanka Íslands gegn Samherja hf. en hann er aðgengilegur á vef réttarins, mál nr. 463/2017. Höfundur er lögfræðingur.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun