Hvíta húsið reynir að stöðva útgáfu bókar Bolton Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2020 18:50 John Bolton. AP/Luis M. Alvarez Þjóðaröryggisráð Hvíta hússins hefur sent lögmanni John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta, bréf um bók hans og krafist þess að hún verði ekki gefin út að svo stöddu. Ráðið segir bókina innihalda mikið af ríkisleyndarmálum. Bók þessi inniheldur kafla þar sem Bolton segir Trump hafa sagt sér að umdeild stöðvun neyðaraðstoðar til Úkraínu væri ætlað að þrýsta á forseta Úkraínu svo hann hæfi rannsóknir sem Trump myndi hagnast persónulega á. Hvíta segir að ekki sé verið að reyna að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar, heldur eingöngu þeirra hluta sem innihalda ríkisleyndarmál. Letter to Bolton lawyer pic.twitter.com/ty0OMcoZOl— Maggie Haberman (@maggieNYT) January 29, 2020 Trump og bandamenn hans á þingi og í fjölmiðlum hafa gengið hart fram gegn Bolton í kjölfar fregna um bókina, því það að Trump og Bolton hafi átt áðurnefnd samskipti snýr með beinum hætti að réttarhöldunum gegn Trump fyrir meint embættisbrot hans. Demókratar hafa krafist þess að Bolton verði fenginn til að bera vitni í réttarhöldunum, sem standa nú yfir, en Repúblikanar hafa barist gegn því. Sjá einnig: Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Sjálfur hefur Trump tíst tvisvar sinnum um Bolton í dag og gagnrýnt hann harðlega. Annars vegar veltir Trump því fyrir sér af hverju Bolton kvartaði ekki fyrr yfir þessum meintu brotum forsetans þegar hann var rekinn. Í hinu tístinu sagði Trump að Bolton hefði hvergi getað fengið starf og hefði grátbeðið sig um starf í Hvíta húsinu, sem þingmenn þyrftu ekki að greiða atkvæði um, og það hafi hann gert þvert á viðvaranir margra. Þá sagði Trump að bókin væri andstyggileg og ósönn. Þar að auki innihéldi hún ríkisleyndarmál. ....many more mistakes of judgement, gets fired because frankly, if I listened to him, we would be in World War Six by now, and goes out and IMMEDIATELY writes a nasty & untrue book. All Classified National Security. Who would do this?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 29, 2020 ....many more mistakes of judgement, gets fired because frankly, if I listened to him, we would be in World War Six by now, and goes out and IMMEDIATELY writes a nasty & untrue book. All Classified National Security. Who would do this?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 29, 2020 Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50 Pressa á Repúblikönum Tveir mikilvægir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins segja fregnir um John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, ýta undir það að kalla eigi hann, og mögulega aðra, til að bera vitni í réttarhöldunum gegn Trump. 27. janúar 2020 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Þjóðaröryggisráð Hvíta hússins hefur sent lögmanni John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta, bréf um bók hans og krafist þess að hún verði ekki gefin út að svo stöddu. Ráðið segir bókina innihalda mikið af ríkisleyndarmálum. Bók þessi inniheldur kafla þar sem Bolton segir Trump hafa sagt sér að umdeild stöðvun neyðaraðstoðar til Úkraínu væri ætlað að þrýsta á forseta Úkraínu svo hann hæfi rannsóknir sem Trump myndi hagnast persónulega á. Hvíta segir að ekki sé verið að reyna að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar, heldur eingöngu þeirra hluta sem innihalda ríkisleyndarmál. Letter to Bolton lawyer pic.twitter.com/ty0OMcoZOl— Maggie Haberman (@maggieNYT) January 29, 2020 Trump og bandamenn hans á þingi og í fjölmiðlum hafa gengið hart fram gegn Bolton í kjölfar fregna um bókina, því það að Trump og Bolton hafi átt áðurnefnd samskipti snýr með beinum hætti að réttarhöldunum gegn Trump fyrir meint embættisbrot hans. Demókratar hafa krafist þess að Bolton verði fenginn til að bera vitni í réttarhöldunum, sem standa nú yfir, en Repúblikanar hafa barist gegn því. Sjá einnig: Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Sjálfur hefur Trump tíst tvisvar sinnum um Bolton í dag og gagnrýnt hann harðlega. Annars vegar veltir Trump því fyrir sér af hverju Bolton kvartaði ekki fyrr yfir þessum meintu brotum forsetans þegar hann var rekinn. Í hinu tístinu sagði Trump að Bolton hefði hvergi getað fengið starf og hefði grátbeðið sig um starf í Hvíta húsinu, sem þingmenn þyrftu ekki að greiða atkvæði um, og það hafi hann gert þvert á viðvaranir margra. Þá sagði Trump að bókin væri andstyggileg og ósönn. Þar að auki innihéldi hún ríkisleyndarmál. ....many more mistakes of judgement, gets fired because frankly, if I listened to him, we would be in World War Six by now, and goes out and IMMEDIATELY writes a nasty & untrue book. All Classified National Security. Who would do this?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 29, 2020 ....many more mistakes of judgement, gets fired because frankly, if I listened to him, we would be in World War Six by now, and goes out and IMMEDIATELY writes a nasty & untrue book. All Classified National Security. Who would do this?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 29, 2020
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50 Pressa á Repúblikönum Tveir mikilvægir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins segja fregnir um John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, ýta undir það að kalla eigi hann, og mögulega aðra, til að bera vitni í réttarhöldunum gegn Trump. 27. janúar 2020 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50
Pressa á Repúblikönum Tveir mikilvægir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins segja fregnir um John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, ýta undir það að kalla eigi hann, og mögulega aðra, til að bera vitni í réttarhöldunum gegn Trump. 27. janúar 2020 22:30