Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2020 22:00 Afkoma Arion var undir væntingum og er það rakið til niðurfærslna á félögum sem bankinn reynir að selja. Vísir/Vilhelm Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. Þetta kemur fram í afkomuviðvörðun sem Arion banki sendi til Kauphallar í kvöld. Þar kemur fram að þessi neikvæðu áhrif skýrist einkum af tveimur þáttum. Annars vegar hafi niðurstöður virðisrýrnunarprófs á óefnislegum eignum Valitor, dótturfélags Arion banka, falið í sér að færa þurfi óefnislega eign Valitor niður um fjóra milljarða. Þar sem um óefnislegar eignir er að ræða hefur þessi niðurfærsla engin áhrif á eiginfjárhlutföll Arion banka, að því er segir í tilkynninguni. Þar kemur einnig fram að þessi upphæð sé til viðbótar rekstartapi Valitor á fjórðungnum og kostnað við söluferli félagsins, samtals 1,7 milljarð króna, en þar inni er kostnaður við endurskipulagninu Valitor. Óvissa á sílikonmörkuðum Hins vegar hefur Arion banki niðurfært eignir Stakksbergs, eignarhaldsfélag um sílikonverksmiðju í Helguvík. Nema áhrifin á afkomu fjórða ársfjórðungs um 2,3 milljörðum króna að teknu tilliti til skatta. Niðurfærslan hefur óveruleg áhrif á eiginfjárhlutföll bankans, að því er segir í tilkynningunni. Þar segir að vegna óvissu á mörkuðum með sílikon hafa nokkrir framleiðendur dregið úr framleiðslu eða lokað verksmiðjum. Því er til staðar ónýtt framleiðslugeta sem leiða má líkur að hafi neikvæð áhrif á söluferli sílikonverksmiðjunnar í Helguvík. Í tilkynningunni segir einnig að ahrif á eignfjárhlutföll bankans séu óveruleg og áfram mjög sterk. Afkoma Arion banka á árinu 2019 að teknu tilliti til áhrifa af aflagðri starfsemi og eigna til sölu er um 1 milljarður króna en í tilkynningunni segir að fjárhagsleg markmið bankans til næstu ára, m.a. um arðsemi og þróun eigin fjár, haldist óbreytt. Undir aflagða starfsemi og eignir til sölu falla eignir og félög sem bankinn hyggst selja á næstu misserum og flokkast í rekstrarreikningi neðan við hagnað af áframhaldandi starfsemi.Tilkynningu Arion banka má lesa hér. Íslenskir bankar Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. Þetta kemur fram í afkomuviðvörðun sem Arion banki sendi til Kauphallar í kvöld. Þar kemur fram að þessi neikvæðu áhrif skýrist einkum af tveimur þáttum. Annars vegar hafi niðurstöður virðisrýrnunarprófs á óefnislegum eignum Valitor, dótturfélags Arion banka, falið í sér að færa þurfi óefnislega eign Valitor niður um fjóra milljarða. Þar sem um óefnislegar eignir er að ræða hefur þessi niðurfærsla engin áhrif á eiginfjárhlutföll Arion banka, að því er segir í tilkynninguni. Þar kemur einnig fram að þessi upphæð sé til viðbótar rekstartapi Valitor á fjórðungnum og kostnað við söluferli félagsins, samtals 1,7 milljarð króna, en þar inni er kostnaður við endurskipulagninu Valitor. Óvissa á sílikonmörkuðum Hins vegar hefur Arion banki niðurfært eignir Stakksbergs, eignarhaldsfélag um sílikonverksmiðju í Helguvík. Nema áhrifin á afkomu fjórða ársfjórðungs um 2,3 milljörðum króna að teknu tilliti til skatta. Niðurfærslan hefur óveruleg áhrif á eiginfjárhlutföll bankans, að því er segir í tilkynningunni. Þar segir að vegna óvissu á mörkuðum með sílikon hafa nokkrir framleiðendur dregið úr framleiðslu eða lokað verksmiðjum. Því er til staðar ónýtt framleiðslugeta sem leiða má líkur að hafi neikvæð áhrif á söluferli sílikonverksmiðjunnar í Helguvík. Í tilkynningunni segir einnig að ahrif á eignfjárhlutföll bankans séu óveruleg og áfram mjög sterk. Afkoma Arion banka á árinu 2019 að teknu tilliti til áhrifa af aflagðri starfsemi og eigna til sölu er um 1 milljarður króna en í tilkynningunni segir að fjárhagsleg markmið bankans til næstu ára, m.a. um arðsemi og þróun eigin fjár, haldist óbreytt. Undir aflagða starfsemi og eignir til sölu falla eignir og félög sem bankinn hyggst selja á næstu misserum og flokkast í rekstrarreikningi neðan við hagnað af áframhaldandi starfsemi.Tilkynningu Arion banka má lesa hér.
Íslenskir bankar Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira