Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2020 10:15 Adam Schiff. Vísir/AP Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. Þingmaðurinn Adam Schiff hóf málflutning Demókrata í réttarhöldunum gegn Trump í gær og hafa þeir 24 klukkustundir til að reyna að sannfæra öldungadeildarþingmenn. Schiff talaði í tvo tíma og sagði hann fulltrúadeild Bandaríkjaþings ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt með því að ákæra forsetann. Það væri í raun öfugt og sagði hann það skyldu þingmanna að hunsa ekki hegðun forsetans. Á eftir honum komu aðrir þingmenn Demókrataflokksins, sem hafa verið valdir til að flytja málið og á næstu klukkustundum lögðu þeir fram sönnunargögnin gegn Trump. Þannig vildu þeir sýna fram á að staðreyndir málsins séu yfirþyrmandi gegn Trump. Þrátt fyrir það vilja þeir kalla til vitni og afla frekari sönnunargagna. Repúblikanar hafa þó að öllum líkindum komið í veg fyrir að frekari vitni verði kölluð til og frekari sönnunargagna aflað. Sjá einnig: Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Í lokaræðu sinni í nótt, hvatti Schiff öldungadeildarþingmenn til að hafa í huga að sannleikurinn muni koma í ljós. Þeir þyrftu að kynna sér allt málið og ítrekaði að fjöldi embættismanna hefi lagt ferla sína undir og stigið fram til að bera vitni. „Þau hættu öllu, ferlum þeirra, og já, ég veit að það sem þið eruð beðin um að ákveða gæti ógnað ferli ykkar einnig, en ef þau gátu sýnt svo mikið hugrekki, getum við það líka,“ sagði Schiff. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gegn Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Honum er sömuleiðis gert að hafa staðið í vegi rannsóknar fulltrúadeildarinnar með því að neita að afhenda gögn og skipa embættismönnum að svara ekki spurningum þingmanna.. Demókratar segja Trump hafa ógnað bæði heilindum kosninga í Bandaríkjunum og þjóðaröryggi. Hann var formlega ákærður fyrir embættisbrot í desember. Trump forseti, sem er staddur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss, neri demókrötum því um nasir að þeir hafi ekki fengið gögn frá Hvíta húsinu sem þeir sóttust eftir. Hvíta húsið hafnaði kröfum þingsins um gögnin og hefur virt stefnur þess efnis að vettugi. „Við erum með öll gögnin. Þeir hafa ekki gögnin,“ sagði Trump sem leiddi til þess að demókratar sökuðu hann um að stæra sig af því að hafa hindrað rannsókn fulltrúadeildarinnar sem er önnur ástæða þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. Gerðu þeir að því skóna að með ummælunum hefði Trump lagt fram sannanir fyrir því að hann hefði gerst sekur um að hindra rannsóknina. Sjá einnig: Málflutningur í réttarhöldunum yfir Trump hafinn Þegar saksóknarar fulltrúadeildarinnar ljúka máli sínu á aðfaranótt laugardagsins, munu verjendur Trump taka við og fá þeir sömuleiðis 24 klukkustundir. Að því loknu fá öldungadeildarþingmennirnir sextán klukkustundir til að spyrja spurninga og svo fjórar til íhugunar. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ráðgjafi Epstein og saksóknari gegn Clinton í lögfræðiteymi Trump Lögfræðingarnir tveir taka þátt í málsvörn Bandaríkjaforseta þegar öldungadeildin réttar yfir honum vegna meintra embættisbrota. 17. janúar 2020 16:45 Málflutningur í réttarhöldunum yfir Trump hafinn Demókratar byrja á að færa rök fyrir því hvers vegna víkja ætti Donald Trump Bandaríkjaforseta úr embætti í dag. 22. janúar 2020 20:00 Búist við baráttu við upphaf réttarhaldanna gegn Trump Fyrst munu öldungadeildarþingmenn, sem eiga að þjóna sem nokkurs konar óhlutdrægir kviðdómendur, greiða atkvæði um reglur réttarhaldanna. 21. janúar 2020 09:45 Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35 Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41 Segja framferði Trump „verstu martröð“ stofnenda Bandaríkjanna Demókratar og Hvíta húsið lögðu fram lögfræðiálit sín vegna kærunnar á hendur Donald Trump forseta í gær. 19. janúar 2020 07:52 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. Þingmaðurinn Adam Schiff hóf málflutning Demókrata í réttarhöldunum gegn Trump í gær og hafa þeir 24 klukkustundir til að reyna að sannfæra öldungadeildarþingmenn. Schiff talaði í tvo tíma og sagði hann fulltrúadeild Bandaríkjaþings ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt með því að ákæra forsetann. Það væri í raun öfugt og sagði hann það skyldu þingmanna að hunsa ekki hegðun forsetans. Á eftir honum komu aðrir þingmenn Demókrataflokksins, sem hafa verið valdir til að flytja málið og á næstu klukkustundum lögðu þeir fram sönnunargögnin gegn Trump. Þannig vildu þeir sýna fram á að staðreyndir málsins séu yfirþyrmandi gegn Trump. Þrátt fyrir það vilja þeir kalla til vitni og afla frekari sönnunargagna. Repúblikanar hafa þó að öllum líkindum komið í veg fyrir að frekari vitni verði kölluð til og frekari sönnunargagna aflað. Sjá einnig: Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Í lokaræðu sinni í nótt, hvatti Schiff öldungadeildarþingmenn til að hafa í huga að sannleikurinn muni koma í ljós. Þeir þyrftu að kynna sér allt málið og ítrekaði að fjöldi embættismanna hefi lagt ferla sína undir og stigið fram til að bera vitni. „Þau hættu öllu, ferlum þeirra, og já, ég veit að það sem þið eruð beðin um að ákveða gæti ógnað ferli ykkar einnig, en ef þau gátu sýnt svo mikið hugrekki, getum við það líka,“ sagði Schiff. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gegn Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Honum er sömuleiðis gert að hafa staðið í vegi rannsóknar fulltrúadeildarinnar með því að neita að afhenda gögn og skipa embættismönnum að svara ekki spurningum þingmanna.. Demókratar segja Trump hafa ógnað bæði heilindum kosninga í Bandaríkjunum og þjóðaröryggi. Hann var formlega ákærður fyrir embættisbrot í desember. Trump forseti, sem er staddur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss, neri demókrötum því um nasir að þeir hafi ekki fengið gögn frá Hvíta húsinu sem þeir sóttust eftir. Hvíta húsið hafnaði kröfum þingsins um gögnin og hefur virt stefnur þess efnis að vettugi. „Við erum með öll gögnin. Þeir hafa ekki gögnin,“ sagði Trump sem leiddi til þess að demókratar sökuðu hann um að stæra sig af því að hafa hindrað rannsókn fulltrúadeildarinnar sem er önnur ástæða þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. Gerðu þeir að því skóna að með ummælunum hefði Trump lagt fram sannanir fyrir því að hann hefði gerst sekur um að hindra rannsóknina. Sjá einnig: Málflutningur í réttarhöldunum yfir Trump hafinn Þegar saksóknarar fulltrúadeildarinnar ljúka máli sínu á aðfaranótt laugardagsins, munu verjendur Trump taka við og fá þeir sömuleiðis 24 klukkustundir. Að því loknu fá öldungadeildarþingmennirnir sextán klukkustundir til að spyrja spurninga og svo fjórar til íhugunar.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ráðgjafi Epstein og saksóknari gegn Clinton í lögfræðiteymi Trump Lögfræðingarnir tveir taka þátt í málsvörn Bandaríkjaforseta þegar öldungadeildin réttar yfir honum vegna meintra embættisbrota. 17. janúar 2020 16:45 Málflutningur í réttarhöldunum yfir Trump hafinn Demókratar byrja á að færa rök fyrir því hvers vegna víkja ætti Donald Trump Bandaríkjaforseta úr embætti í dag. 22. janúar 2020 20:00 Búist við baráttu við upphaf réttarhaldanna gegn Trump Fyrst munu öldungadeildarþingmenn, sem eiga að þjóna sem nokkurs konar óhlutdrægir kviðdómendur, greiða atkvæði um reglur réttarhaldanna. 21. janúar 2020 09:45 Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35 Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41 Segja framferði Trump „verstu martröð“ stofnenda Bandaríkjanna Demókratar og Hvíta húsið lögðu fram lögfræðiálit sín vegna kærunnar á hendur Donald Trump forseta í gær. 19. janúar 2020 07:52 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Ráðgjafi Epstein og saksóknari gegn Clinton í lögfræðiteymi Trump Lögfræðingarnir tveir taka þátt í málsvörn Bandaríkjaforseta þegar öldungadeildin réttar yfir honum vegna meintra embættisbrota. 17. janúar 2020 16:45
Málflutningur í réttarhöldunum yfir Trump hafinn Demókratar byrja á að færa rök fyrir því hvers vegna víkja ætti Donald Trump Bandaríkjaforseta úr embætti í dag. 22. janúar 2020 20:00
Búist við baráttu við upphaf réttarhaldanna gegn Trump Fyrst munu öldungadeildarþingmenn, sem eiga að þjóna sem nokkurs konar óhlutdrægir kviðdómendur, greiða atkvæði um reglur réttarhaldanna. 21. janúar 2020 09:45
Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35
Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41
Segja framferði Trump „verstu martröð“ stofnenda Bandaríkjanna Demókratar og Hvíta húsið lögðu fram lögfræðiálit sín vegna kærunnar á hendur Donald Trump forseta í gær. 19. janúar 2020 07:52