Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2020 20:24 Björn H. Halldórsson er ósáttur við skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um stjórnarhætti og starfsemi Sorpu. Sorpa Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu bs., sendi rétt í þessu frá sér yfirlýsingu, þar sem hann segir skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um stjórnarhætti Sorpu „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda.“ Fyrr í kvöld var greint frá því að stjórn Sorpu hefði samþykkt að „afþakka vinnuframlag“ Björns á meðan skoðun á 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) eru til skoðunar. Stjórn Sorpu ákvað í október að fela Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum félagsins í kjölfar mistaka við gerð fjárfestingaáætlunar félagsins, sem ollu framúrkeyrslunni. „Á þeim 12 ára tíma sem undirritaður hefur gegn stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. hafa aldrei verið gerðar athugasemdir við störf mín. Á það m.a. við um framsetningu rekstraráætlana á stjórnarfundum, frávikagreiningu vegna þeirra og áætlanagerð vegna framkvæmda á vegum fyrirtækisins,“ segir í yfirlýsingunni. Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar, en ekki Sorpu Segist Björn jafnframt hafna ávirðingum sem á hann séu bornar í skýrslu Innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, og bendir á að embættið sé ekki innri endurskoðandi Sorpu og þekki „því takmarkað til fyrirtækisins eða starfsumhverfis og starfa [Björns].“ „Skýrsla innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar einkennist af röngum, ótraustum og samhengislausum ályktunum um forsendur og gæði starfa minna. Við gerð skýrslunnar hafa t.d. verið dregnar veigamiklar ályktanir af skjölum sem aldrei hafa komið fyrir sjónir mínar. Sýnir það, eitt og sé, hversu óáreiðanleg skýrslan er.“ Þá segir Björn ýmsar ályktanir Innri endurskoðanda í andstöðu við áður yfirlýstar skoðanir hans í skýrslu um verklegar framkvæmdir hjá Reykjavíkurborg, sem gefin var út í mars á síðasta ári. Þar komi fram að „algjörlega óraunhæft“ sé að miða kostnað mannvirkjagerðar við frumkostnaðaráætlun, eins og oft sé gert í fjölmiðlum. Nær sé að miða við kostnaðaráætlanir um fullhönnuð mannvirki. Björn segir þetta einmitt hafa verið gert í skýrslu Innri endurskoðanda, það er að miða við „margra ára gamlar kostnaðaráætlanir sem Sorpa studdist við áður og jafnvel löngu áður en gas- og jarðgerðarstöðin var fullhönnuð.“Sjá einnig: Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar„Ef beitt væri sams konar samanburði og innri endurskoðandi telur rétt að gera í framangreindri skýrslu, og stuðst við áætlanir sem lágu fyrir þegar samið var við verktaka eftir samningskaupaferli (þá reyndar ekki fullhannað verk), væru frávik frá áætlun aðeins í kringum 11,7%,“ segir í tilkynningunni. Sú tala væri innan almennra óvissuviðmiða um 10-15 prósenta frávik í aðra hvora átt. „Væri því helst sanngjarnt að álykta að kostnaðaráætlanir hafi staðist vel fremur en illa.“ Að lokum segist Björn aðeins nýlega hafa fengið afhent þau gögn sem Innri endurskoðandi hafi aflað sér í tengslum við gerð skýrslunnar. Hann vinni nú að gerð athugasemda um hana. Þar til hann hafi lokið við gerð þeirra muni hann ekki tjá sig frekar um efni skýrslunnar. Reykjavík Sorpa Tengdar fréttir Framkvæmdarstjóri Sorpu segir ábyrgð á vanáætlun liggja hjá stjórnendum Sorpu Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. 3. september 2019 20:20 Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00 Fela innri endurskoðun að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum Sorpu Stjórn Sorpu bs. hefur ákveðið að fela innri endurskoðun að gera úttekt á Sorpu bs. 1. október 2019 13:41 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu bs., sendi rétt í þessu frá sér yfirlýsingu, þar sem hann segir skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um stjórnarhætti Sorpu „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda.“ Fyrr í kvöld var greint frá því að stjórn Sorpu hefði samþykkt að „afþakka vinnuframlag“ Björns á meðan skoðun á 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) eru til skoðunar. Stjórn Sorpu ákvað í október að fela Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum félagsins í kjölfar mistaka við gerð fjárfestingaáætlunar félagsins, sem ollu framúrkeyrslunni. „Á þeim 12 ára tíma sem undirritaður hefur gegn stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. hafa aldrei verið gerðar athugasemdir við störf mín. Á það m.a. við um framsetningu rekstraráætlana á stjórnarfundum, frávikagreiningu vegna þeirra og áætlanagerð vegna framkvæmda á vegum fyrirtækisins,“ segir í yfirlýsingunni. Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar, en ekki Sorpu Segist Björn jafnframt hafna ávirðingum sem á hann séu bornar í skýrslu Innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, og bendir á að embættið sé ekki innri endurskoðandi Sorpu og þekki „því takmarkað til fyrirtækisins eða starfsumhverfis og starfa [Björns].“ „Skýrsla innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar einkennist af röngum, ótraustum og samhengislausum ályktunum um forsendur og gæði starfa minna. Við gerð skýrslunnar hafa t.d. verið dregnar veigamiklar ályktanir af skjölum sem aldrei hafa komið fyrir sjónir mínar. Sýnir það, eitt og sé, hversu óáreiðanleg skýrslan er.“ Þá segir Björn ýmsar ályktanir Innri endurskoðanda í andstöðu við áður yfirlýstar skoðanir hans í skýrslu um verklegar framkvæmdir hjá Reykjavíkurborg, sem gefin var út í mars á síðasta ári. Þar komi fram að „algjörlega óraunhæft“ sé að miða kostnað mannvirkjagerðar við frumkostnaðaráætlun, eins og oft sé gert í fjölmiðlum. Nær sé að miða við kostnaðaráætlanir um fullhönnuð mannvirki. Björn segir þetta einmitt hafa verið gert í skýrslu Innri endurskoðanda, það er að miða við „margra ára gamlar kostnaðaráætlanir sem Sorpa studdist við áður og jafnvel löngu áður en gas- og jarðgerðarstöðin var fullhönnuð.“Sjá einnig: Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar„Ef beitt væri sams konar samanburði og innri endurskoðandi telur rétt að gera í framangreindri skýrslu, og stuðst við áætlanir sem lágu fyrir þegar samið var við verktaka eftir samningskaupaferli (þá reyndar ekki fullhannað verk), væru frávik frá áætlun aðeins í kringum 11,7%,“ segir í tilkynningunni. Sú tala væri innan almennra óvissuviðmiða um 10-15 prósenta frávik í aðra hvora átt. „Væri því helst sanngjarnt að álykta að kostnaðaráætlanir hafi staðist vel fremur en illa.“ Að lokum segist Björn aðeins nýlega hafa fengið afhent þau gögn sem Innri endurskoðandi hafi aflað sér í tengslum við gerð skýrslunnar. Hann vinni nú að gerð athugasemda um hana. Þar til hann hafi lokið við gerð þeirra muni hann ekki tjá sig frekar um efni skýrslunnar.
Reykjavík Sorpa Tengdar fréttir Framkvæmdarstjóri Sorpu segir ábyrgð á vanáætlun liggja hjá stjórnendum Sorpu Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. 3. september 2019 20:20 Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00 Fela innri endurskoðun að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum Sorpu Stjórn Sorpu bs. hefur ákveðið að fela innri endurskoðun að gera úttekt á Sorpu bs. 1. október 2019 13:41 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Framkvæmdarstjóri Sorpu segir ábyrgð á vanáætlun liggja hjá stjórnendum Sorpu Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. 3. september 2019 20:20
Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07
Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00
Fela innri endurskoðun að gera úttekt á starfsemi og stjórnarháttum Sorpu Stjórn Sorpu bs. hefur ákveðið að fela innri endurskoðun að gera úttekt á Sorpu bs. 1. október 2019 13:41
Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34