Anne-Elisabeth nú skráð myrt daginn sem hún hvarf Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2020 13:08 Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október árið 2018. Norska lögreglan Hvarf Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í Lørenskógi í nágrenni Óslóar árið 2018, telst nú óupplýst morðmál. Anne-Elisabeth hefur því verið skráð myrt daginn sem hún hvarf í kerfum lögreglu. NRK hefur eftir Tommy Brøske, lögreglustjóra sem farið hefur með rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth, að ekki sé hægt að tímasetja nákvæmlega hvenær Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Eðlilegast sé þó að skrá dagsetninguna 31. október 2018, daginn sem talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt. Tölur yfir morðtíðni fyrir árið 2019 í Noregi voru birtar í vikunni. Þá var einnig birtur nýr listi af 34 óupplýstum, norskum morðmálum frá árinu 1991. Nýjasta málið á síðarnefnda listanum er hvarf Anne-Elisabeth, sem rannsakað hefur verið í rúmt ár. Haft er eftir Svein Holden, lögmanni Hagen-fjölskyldunnar, í frétt NRK að þessi nýja skráning málsins sé í takt við fyrri yfirlýsingar lögreglu. Þetta komi honum því ekki á óvart. Síðast í janúar réðst norska lögreglan í frekari leit að Anne-Elisabeth, bæði á láði og legi. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf og hefur lögreglan orðið lítils vísari, þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn. Nokkuð langt er síðan lögregla byrjaði að ganga út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt, þrátt fyrir skilaboð meintra mannræningja þess efnis að hún sé á lífi. Þá hefur lögregla einnig gefið það út að mannránið hafi verið sviðsett til þess að hylma yfir slóð morðingjanna. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Fundu blóð úr Anne-Elisabeth á heimilinu Lögreglan í Noregi hefur staðfest að blóð úr Anne-Elisabeth Hagen hefur fundist á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. 26. október 2019 11:38 Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Hvarf Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í Lørenskógi í nágrenni Óslóar árið 2018, telst nú óupplýst morðmál. Anne-Elisabeth hefur því verið skráð myrt daginn sem hún hvarf í kerfum lögreglu. NRK hefur eftir Tommy Brøske, lögreglustjóra sem farið hefur með rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth, að ekki sé hægt að tímasetja nákvæmlega hvenær Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Eðlilegast sé þó að skrá dagsetninguna 31. október 2018, daginn sem talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt. Tölur yfir morðtíðni fyrir árið 2019 í Noregi voru birtar í vikunni. Þá var einnig birtur nýr listi af 34 óupplýstum, norskum morðmálum frá árinu 1991. Nýjasta málið á síðarnefnda listanum er hvarf Anne-Elisabeth, sem rannsakað hefur verið í rúmt ár. Haft er eftir Svein Holden, lögmanni Hagen-fjölskyldunnar, í frétt NRK að þessi nýja skráning málsins sé í takt við fyrri yfirlýsingar lögreglu. Þetta komi honum því ekki á óvart. Síðast í janúar réðst norska lögreglan í frekari leit að Anne-Elisabeth, bæði á láði og legi. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf og hefur lögreglan orðið lítils vísari, þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn. Nokkuð langt er síðan lögregla byrjaði að ganga út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt, þrátt fyrir skilaboð meintra mannræningja þess efnis að hún sé á lífi. Þá hefur lögregla einnig gefið það út að mannránið hafi verið sviðsett til þess að hylma yfir slóð morðingjanna.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Fundu blóð úr Anne-Elisabeth á heimilinu Lögreglan í Noregi hefur staðfest að blóð úr Anne-Elisabeth Hagen hefur fundist á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. 26. október 2019 11:38 Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55
Fundu blóð úr Anne-Elisabeth á heimilinu Lögreglan í Noregi hefur staðfest að blóð úr Anne-Elisabeth Hagen hefur fundist á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. 26. október 2019 11:38
Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36