Tindastóll síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Geysisbikarsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2020 21:00 Stólarnir eru komnir í undanúrslit Geysisbikarsins. Vísir/Bára Tindastóll varð í kvöld fjórða liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Geysisbikars karla með einkar öruggum 30 stiga sigri gegn Þór Akureyri, lokatölur leiksins 99-69 Stólunum í vil. Leikurinn átti upprunalega að fara fram í gær en hafði verið frestað vegna veðurs. Ljóst var fyrir leik að sigurvegari rimmu kvöldsins myndi mæta ríkjandi bikarmeisturum Stjörnunnar í undanúrslitum. Fyrir leik var reiknað með sigri heimamanna en Tindastóll í 3. sæti Dominos deildarinnar á meðan Þórsarar berjast við falldrauginn sjálfan. Það kom svo á daginn að heimamenn reyndust mun sterkari en gestirnir frá Akureyri þó svo að þeir hafi staðið í heimamönnum í fyrsta leikhluta. Að honum loknum munaði aðeins sex stigum á liðunum og hörkuleikur í kortunum. Tindastóll setti hins vegar í fluggírinn í öðrum leikhluta og vann hann með 14 stiga mun, tókst gestunum aðeisn að skora 11 stig á þeim kafla leiksins. Munurinn þar með kominn upp í 20 stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan þá 52-32. Gestirnir hafa eflaust ætlað að koma tvíefldir til leiks í síðari hálfleik en sá vonarneistari var fljótur að brenna út. Heimamenn höfðu tögl og hagldir í þriðja leikhluta, unnu hann með 16 stiga mun og svo leikinn á endanum með 30 stiga mun, lokatölur 99-69. Hannes Ingi Mássonvar óvænt stigahæstur í liði heimamanna en hann gerði 19 stig á þeim 16 mínútum sem hann spilaði í leiknum. Þar á eftir kom Gerel Simmons með 17 stig. Þá var Pétur Rúnar Bjarnason með níu stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Hjá Þór Ak. var Pablo Hernandez Montenegro stigahæstur með 12 stig. Þar með er ljóst að Tindastóll og Stjarnan mætast í undanúrslitum Geysisbikarsins en undanúrslitin fara fram í Laugardalshöllinni milli 12. og 16. febrúar. Í hinum undanúrslita leiknum mætast Fjölnir og Grindavík. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Nýliðar Fjölnis slógu Keflavík út og Stjarnan afgreiddi Val | Öruggt hjá Borgnesingum í Hellinum Nýliðar Fjölnis gerðu sér lítið fyrir og slógu Keflavík út úr Geysisbikarnum og topplið Stjörnunnar afgreiddi Val. Kvennaliði Skallagríms er einnig komið í undanúrslitin. 20. janúar 2020 20:59 Sportpakkinn: „Það eru tveir möguleikar, leggjast í fósturstellingu og grenja eða halda áfram“ Ljóst er hvaða lið mætast í undanúrslitum Geysisbikars karla og kvenna í næsta mánuði. 21. janúar 2020 16:11 Leik Tindastóls og Þórs frestað en samt dregið á morgun Átta liða úrslit Geysisbikars karla í körfubolta klárast ekki í kvöld eins og áætlað var. 20. janúar 2020 14:03 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Sjá meira
Tindastóll varð í kvöld fjórða liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Geysisbikars karla með einkar öruggum 30 stiga sigri gegn Þór Akureyri, lokatölur leiksins 99-69 Stólunum í vil. Leikurinn átti upprunalega að fara fram í gær en hafði verið frestað vegna veðurs. Ljóst var fyrir leik að sigurvegari rimmu kvöldsins myndi mæta ríkjandi bikarmeisturum Stjörnunnar í undanúrslitum. Fyrir leik var reiknað með sigri heimamanna en Tindastóll í 3. sæti Dominos deildarinnar á meðan Þórsarar berjast við falldrauginn sjálfan. Það kom svo á daginn að heimamenn reyndust mun sterkari en gestirnir frá Akureyri þó svo að þeir hafi staðið í heimamönnum í fyrsta leikhluta. Að honum loknum munaði aðeins sex stigum á liðunum og hörkuleikur í kortunum. Tindastóll setti hins vegar í fluggírinn í öðrum leikhluta og vann hann með 14 stiga mun, tókst gestunum aðeisn að skora 11 stig á þeim kafla leiksins. Munurinn þar með kominn upp í 20 stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan þá 52-32. Gestirnir hafa eflaust ætlað að koma tvíefldir til leiks í síðari hálfleik en sá vonarneistari var fljótur að brenna út. Heimamenn höfðu tögl og hagldir í þriðja leikhluta, unnu hann með 16 stiga mun og svo leikinn á endanum með 30 stiga mun, lokatölur 99-69. Hannes Ingi Mássonvar óvænt stigahæstur í liði heimamanna en hann gerði 19 stig á þeim 16 mínútum sem hann spilaði í leiknum. Þar á eftir kom Gerel Simmons með 17 stig. Þá var Pétur Rúnar Bjarnason með níu stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Hjá Þór Ak. var Pablo Hernandez Montenegro stigahæstur með 12 stig. Þar með er ljóst að Tindastóll og Stjarnan mætast í undanúrslitum Geysisbikarsins en undanúrslitin fara fram í Laugardalshöllinni milli 12. og 16. febrúar. Í hinum undanúrslita leiknum mætast Fjölnir og Grindavík.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Nýliðar Fjölnis slógu Keflavík út og Stjarnan afgreiddi Val | Öruggt hjá Borgnesingum í Hellinum Nýliðar Fjölnis gerðu sér lítið fyrir og slógu Keflavík út úr Geysisbikarnum og topplið Stjörnunnar afgreiddi Val. Kvennaliði Skallagríms er einnig komið í undanúrslitin. 20. janúar 2020 20:59 Sportpakkinn: „Það eru tveir möguleikar, leggjast í fósturstellingu og grenja eða halda áfram“ Ljóst er hvaða lið mætast í undanúrslitum Geysisbikars karla og kvenna í næsta mánuði. 21. janúar 2020 16:11 Leik Tindastóls og Þórs frestað en samt dregið á morgun Átta liða úrslit Geysisbikars karla í körfubolta klárast ekki í kvöld eins og áætlað var. 20. janúar 2020 14:03 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Sjá meira
Nýliðar Fjölnis slógu Keflavík út og Stjarnan afgreiddi Val | Öruggt hjá Borgnesingum í Hellinum Nýliðar Fjölnis gerðu sér lítið fyrir og slógu Keflavík út úr Geysisbikarnum og topplið Stjörnunnar afgreiddi Val. Kvennaliði Skallagríms er einnig komið í undanúrslitin. 20. janúar 2020 20:59
Sportpakkinn: „Það eru tveir möguleikar, leggjast í fósturstellingu og grenja eða halda áfram“ Ljóst er hvaða lið mætast í undanúrslitum Geysisbikars karla og kvenna í næsta mánuði. 21. janúar 2020 16:11
Leik Tindastóls og Þórs frestað en samt dregið á morgun Átta liða úrslit Geysisbikars karla í körfubolta klárast ekki í kvöld eins og áætlað var. 20. janúar 2020 14:03
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti