Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás eftir að hafa farið offari við handtöku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. janúar 2020 18:45 Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi eftir að hafa farið offari við handtöku á síðasta ári. Lögmaður brotaþola hefur áhyggjur af því að vinnubrögð við handtökuna þyki eðlileg innan lögreglunnar. Brotaþoli var handtekinn í anddyrinu á veitingastaðnum Irishman Pub við Klapparstíg eftir að hafa átt í orðskiptum við tvo lögreglumenn. Í ákæru segir að annar þeirra, sem er ákærður í málinu, hafi farið offari við handtökuna. „Þarna er um að ræða ósköp venjulegan borgara sem ég hef starfað fyrir um árabil við rekstur sinna fyrirtækja. Hann tekur ákvörðun um að fara eitthvað kvöld út að skemmta sér og það endar á því að hann er handtekinn þarna fyrir utan, að ósekju," segir Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson, lögmaður brotaþola. Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson, lögmaður brotaþola. Lögregluþjónarnir hafa haldið því fram að maðurinn hafi verið dónalegur og vísað í brot gegn valdstjórn. Því hafi maðurinn, sem er 64 ára gamall, verið handtekinn. Í ákæru er rakið að lögreglumaður hafi slegið brotaþola í höfuð þegar hann var settur í lögreglubíl. Hann var sleginn með tveimur höggum í andlit, hné var þrýst að hálsi og höfði og handjárnaðar hendur hans voru ítrekað í þvingaðar sársaukastöðu, þar sem hann lá á gólfi lögreglubifreiðar á leiðinni á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Lögmaður mannsins segir að myndbandsupptökur úr lögreglubíl og í porti lögreglustöðvarinnar beri vitni um að maðurinn hafi ekki barist á móti. „Umbjóðandi minn segir á einum tímapunkti: „Ég er með lítið hjarta" og andvarpar síðan með örmagna hætti. Segir svo „Ég er að deyja." Það verður til þess að lögreglumaðurinn róar sig í nokkrar sekúndur en heldur svo áfram," segir Vilhjálmur. Maðurinn var handtekinn eftir orðskipti við lögreglumenn sem voru staddir við Irishman Pub á Klapparstíg. Í máli Heklu Lindar, sem fjallað var um í Kompás í gær, var talið að viðurkenndum aðferðum hafi verið beitt við handtöku. Þar lágu lögreglumenn með hné að herðablöðum hennar þar sem hún barðist um. Ekki voru til upptökur af handtökunni en lögreglumenn voru látnir sviðsetja hana við rannsókn málsins. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi. Í þessu máli gefur héraðssaksóknari út ákæru eftir að lögreglumennirnir sjálfir tilkynna meint brot mannsins gegn valdstjórn til embættisins. Ekki var gefin út slík ákæra. Eftir að upptökur voru skoðaðar og málið rannsakað var annar lögregluþjónninn hins vegar ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi. Aðalmeðferð verður í næstu viku. „Það er eins og að þeim finnist þetta svo eðlileg vinnubrögð að þeir senda þetta áfram. Og af því hefur maður áhyggjur," segir Vilhjálmur. Dómsmál Kompás Lögreglan Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi eftir að hafa farið offari við handtöku á síðasta ári. Lögmaður brotaþola hefur áhyggjur af því að vinnubrögð við handtökuna þyki eðlileg innan lögreglunnar. Brotaþoli var handtekinn í anddyrinu á veitingastaðnum Irishman Pub við Klapparstíg eftir að hafa átt í orðskiptum við tvo lögreglumenn. Í ákæru segir að annar þeirra, sem er ákærður í málinu, hafi farið offari við handtökuna. „Þarna er um að ræða ósköp venjulegan borgara sem ég hef starfað fyrir um árabil við rekstur sinna fyrirtækja. Hann tekur ákvörðun um að fara eitthvað kvöld út að skemmta sér og það endar á því að hann er handtekinn þarna fyrir utan, að ósekju," segir Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson, lögmaður brotaþola. Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson, lögmaður brotaþola. Lögregluþjónarnir hafa haldið því fram að maðurinn hafi verið dónalegur og vísað í brot gegn valdstjórn. Því hafi maðurinn, sem er 64 ára gamall, verið handtekinn. Í ákæru er rakið að lögreglumaður hafi slegið brotaþola í höfuð þegar hann var settur í lögreglubíl. Hann var sleginn með tveimur höggum í andlit, hné var þrýst að hálsi og höfði og handjárnaðar hendur hans voru ítrekað í þvingaðar sársaukastöðu, þar sem hann lá á gólfi lögreglubifreiðar á leiðinni á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Lögmaður mannsins segir að myndbandsupptökur úr lögreglubíl og í porti lögreglustöðvarinnar beri vitni um að maðurinn hafi ekki barist á móti. „Umbjóðandi minn segir á einum tímapunkti: „Ég er með lítið hjarta" og andvarpar síðan með örmagna hætti. Segir svo „Ég er að deyja." Það verður til þess að lögreglumaðurinn róar sig í nokkrar sekúndur en heldur svo áfram," segir Vilhjálmur. Maðurinn var handtekinn eftir orðskipti við lögreglumenn sem voru staddir við Irishman Pub á Klapparstíg. Í máli Heklu Lindar, sem fjallað var um í Kompás í gær, var talið að viðurkenndum aðferðum hafi verið beitt við handtöku. Þar lágu lögreglumenn með hné að herðablöðum hennar þar sem hún barðist um. Ekki voru til upptökur af handtökunni en lögreglumenn voru látnir sviðsetja hana við rannsókn málsins. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi. Í þessu máli gefur héraðssaksóknari út ákæru eftir að lögreglumennirnir sjálfir tilkynna meint brot mannsins gegn valdstjórn til embættisins. Ekki var gefin út slík ákæra. Eftir að upptökur voru skoðaðar og málið rannsakað var annar lögregluþjónninn hins vegar ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi. Aðalmeðferð verður í næstu viku. „Það er eins og að þeim finnist þetta svo eðlileg vinnubrögð að þeir senda þetta áfram. Og af því hefur maður áhyggjur," segir Vilhjálmur.
Dómsmál Kompás Lögreglan Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira