Sat fastur uppi á fjalli í tólf sólarhringa: „Þetta er bara það sem starfið býður upp á“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2020 21:23 Halldór Halldórsson er staðarumsjónarmaður við ratsjárstöðina á Gunnólfsvíkurfjalli. Landhelgisgæslan Halldór Halldórsson, starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem sat fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum, segir að vistin hafi verið góð og farið hafi vel um hann. Halldór, sem er staðarumsjónarmaður við ratsjárstöð Landhelgisgæslunnar á Gunnólfsvíkurfjalli, segir að þegar snjóþungt sé ferðist starfsmenn Landhelgisgæslunnar að ratsjárstöð á fjallinu á vélsleðum, en annars fari þeir keyrandi. Stöðin er ein fjögurra ratsjár- og fjarskiptastöðva stöðva Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem Landhelgisgæslan rekur hér á landi. Í samtali við Vísi segir Halldór að ástæða þess að hann hafi þurft að dvelja jafn lengi uppi á fjallinu og raun ber vitni, hafi verið ofsaveðrið sem gekk yfir stóran hluta landsins í desember síðastliðnum. Halldór hélt upp á fjallið að morgni 9. desember, en kom ekki niður fyrr en þann 21. eða, tólf sólarhringum síðar. „Það var svo leiðinlegt veðrið, að það var ekki hægt nema rétt að gægjast út,“ segir Halldór. Hann segist þó hafa verið í góðu símasambandi allan og að vistin hafi verið hin ágætasta. „Ég var bara að vinna – það var rafmagnsleysi og við vorum að keyra ljósavél til þess að hafa rafmagn á stöðinni,“ segir Halldór. Hann segir að almennt sé vinnutími þeirra sem starfa við stöðina frá klukkan átta á morgnana til fjögur á daginn. „Þarna var rafmagnsleysi sem gerði það að verkum að við þurftum að vera uppi og keyra ljósavél til að halda rafmagni á öllu.“ Vindhraði uppi á fjallinu var mikill, að meðaltali í kring um 55 metrar á sekúndu, en Halldór segir mestu hviðurnar hafa náð yfir 70 metrum á sekúndu. „Við höfum oft séð mikinn vind þarna, þetta er ekki alveg í fyrsta skipti sem vindmælirinn fer svona hátt,“ segir Halldór. Hann segir þó að þetta sé lengsti óveðurskafli sem gengið hafi yfir stöðina. Alvanalegt sé að starfsmenn þurfi stundum að halda kyrru fyrir í stöðinni yfir nótt, en þessi lota hafi verið sú lengsta. „Þetta var bara eins og það sem gekk yfir hér á Norðurlandi, rafmagnsleysi og vont veður,“ segir Halldór. Hann segir það hafa verið ágætt þegar hann komst loks niður af fjallinu, tólf sólarhringum eftir að hann kom þangað. Þrátt fyrir það hafi næsta lota einfaldlega tekið við. „Við höfum gist aftur eftir þetta, það er ekkert vandamál,“ segir Halldór. Honum þyki það ekkert tiltökumál. „Þetta er bara það sem starfið býður upp á, maður þarf að gista þarna í stöðinni stundum,“ sagði Halldór að lokum í samtali við fréttastofu. Hér að neðan má síðan hlusta á viðtal við Halldór úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Landhelgisgæslan Langanesbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Fastur á Gunnólfsvíkurfjalli í tólf sólarhringa Starfsmaður Landhelgisgæslunnar var fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum. 20. janúar 2020 16:20 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Halldór Halldórsson, starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem sat fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum, segir að vistin hafi verið góð og farið hafi vel um hann. Halldór, sem er staðarumsjónarmaður við ratsjárstöð Landhelgisgæslunnar á Gunnólfsvíkurfjalli, segir að þegar snjóþungt sé ferðist starfsmenn Landhelgisgæslunnar að ratsjárstöð á fjallinu á vélsleðum, en annars fari þeir keyrandi. Stöðin er ein fjögurra ratsjár- og fjarskiptastöðva stöðva Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem Landhelgisgæslan rekur hér á landi. Í samtali við Vísi segir Halldór að ástæða þess að hann hafi þurft að dvelja jafn lengi uppi á fjallinu og raun ber vitni, hafi verið ofsaveðrið sem gekk yfir stóran hluta landsins í desember síðastliðnum. Halldór hélt upp á fjallið að morgni 9. desember, en kom ekki niður fyrr en þann 21. eða, tólf sólarhringum síðar. „Það var svo leiðinlegt veðrið, að það var ekki hægt nema rétt að gægjast út,“ segir Halldór. Hann segist þó hafa verið í góðu símasambandi allan og að vistin hafi verið hin ágætasta. „Ég var bara að vinna – það var rafmagnsleysi og við vorum að keyra ljósavél til þess að hafa rafmagn á stöðinni,“ segir Halldór. Hann segir að almennt sé vinnutími þeirra sem starfa við stöðina frá klukkan átta á morgnana til fjögur á daginn. „Þarna var rafmagnsleysi sem gerði það að verkum að við þurftum að vera uppi og keyra ljósavél til að halda rafmagni á öllu.“ Vindhraði uppi á fjallinu var mikill, að meðaltali í kring um 55 metrar á sekúndu, en Halldór segir mestu hviðurnar hafa náð yfir 70 metrum á sekúndu. „Við höfum oft séð mikinn vind þarna, þetta er ekki alveg í fyrsta skipti sem vindmælirinn fer svona hátt,“ segir Halldór. Hann segir þó að þetta sé lengsti óveðurskafli sem gengið hafi yfir stöðina. Alvanalegt sé að starfsmenn þurfi stundum að halda kyrru fyrir í stöðinni yfir nótt, en þessi lota hafi verið sú lengsta. „Þetta var bara eins og það sem gekk yfir hér á Norðurlandi, rafmagnsleysi og vont veður,“ segir Halldór. Hann segir það hafa verið ágætt þegar hann komst loks niður af fjallinu, tólf sólarhringum eftir að hann kom þangað. Þrátt fyrir það hafi næsta lota einfaldlega tekið við. „Við höfum gist aftur eftir þetta, það er ekkert vandamál,“ segir Halldór. Honum þyki það ekkert tiltökumál. „Þetta er bara það sem starfið býður upp á, maður þarf að gista þarna í stöðinni stundum,“ sagði Halldór að lokum í samtali við fréttastofu. Hér að neðan má síðan hlusta á viðtal við Halldór úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Landhelgisgæslan Langanesbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Fastur á Gunnólfsvíkurfjalli í tólf sólarhringa Starfsmaður Landhelgisgæslunnar var fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum. 20. janúar 2020 16:20 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Fastur á Gunnólfsvíkurfjalli í tólf sólarhringa Starfsmaður Landhelgisgæslunnar var fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum. 20. janúar 2020 16:20