Öflug skjálftahrina nærri Grindavík Eiður Þór Árnason skrifar 31. janúar 2020 22:30 Fjallið Þorbjörn skammt frá Grindavík. vísir/vilhelm Þrír snarpir jarðskjálftar hafa mælst síðasta klukkutímann nærri Grindavík, sá stærsti 4,3 að stærð klukkan 22:24 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Einnig hafa fundist þó nokkrir eftirskjálftar á svæðinu. Engin merki sjást um gosóróa að sögn vakthafandi jarðvísindamanns hjá Veðurstofunni. Annar skjálfti mældist klukkan 22:22 að stærð 4,0 og sá þriðji mældist 21:45 sem var 3,4 að stærð. Upptök þeirra eru fjórir til fimm kílómetrar norðnorðaustur af Grindavík. Skjálftarnir fundust vel á Reykjanesinu og hafa tilkynningar um skjálftann borist Veðurstofunni frá höfuðborgarsvæðinu og allt norður að Akranesi. Um er að ræða stærstu skjálfta sem mælst hafa á svæðinu frá því að skjálftahrina hófst þar 21. janúar síðastliðinn. Talsverð eftirskjálftavirkni er á svæðinu og búast má við að hún haldi eitthvað áfram. Áframhaldandi jarðskjálftavirkni hefur mælst í nágrenni við Grindavík í dag og kvöld en smá hrina hófst rétt fyrir hádegi þar sem að stærsti skjálftinn mældist 2,5 að stærð kl. 11:17. Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust einnig nærri Grindavík á miðvikudag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Búast má við áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu og að áfram finnist stærstu skjálftarnir í hrinunni í grennd við Grindavík. Líklegasta skýring þessarar virkni er kvikuinnskot á 3-9 km dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Líklegast er að virknin ljúki án eldsumbrota.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:22. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telja kvikuna vera á fjögurra til níu kílómetra dýpi Vestan við fjallið Þorbjörn hefur verið óvenju hratt landris í um átta daga eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringanna. 30. janúar 2020 11:06 Allir skjálftar frá miðnætti undir 2,0 að stærð Lítil jarðskjálftavirkni hefur verið síðan um miðnætti við Grindavík og hafa þeir allir verið undir 2,0 að stærð. Enn mælist landris vestan við Þorbjörn. 31. janúar 2020 08:43 Landrisið við Grindavík komið í fjóra sentímetra á tíu dögum Land hefur haldið áfram að rísa við Grindavík í dag og mælist landrisið nú fjórir sentímetrar frá því umbrotahrinan í Eldvörpum og Svartsengi hófst fyrir tíu dögum. 31. janúar 2020 20:22 Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Þrír snarpir jarðskjálftar hafa mælst síðasta klukkutímann nærri Grindavík, sá stærsti 4,3 að stærð klukkan 22:24 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Einnig hafa fundist þó nokkrir eftirskjálftar á svæðinu. Engin merki sjást um gosóróa að sögn vakthafandi jarðvísindamanns hjá Veðurstofunni. Annar skjálfti mældist klukkan 22:22 að stærð 4,0 og sá þriðji mældist 21:45 sem var 3,4 að stærð. Upptök þeirra eru fjórir til fimm kílómetrar norðnorðaustur af Grindavík. Skjálftarnir fundust vel á Reykjanesinu og hafa tilkynningar um skjálftann borist Veðurstofunni frá höfuðborgarsvæðinu og allt norður að Akranesi. Um er að ræða stærstu skjálfta sem mælst hafa á svæðinu frá því að skjálftahrina hófst þar 21. janúar síðastliðinn. Talsverð eftirskjálftavirkni er á svæðinu og búast má við að hún haldi eitthvað áfram. Áframhaldandi jarðskjálftavirkni hefur mælst í nágrenni við Grindavík í dag og kvöld en smá hrina hófst rétt fyrir hádegi þar sem að stærsti skjálftinn mældist 2,5 að stærð kl. 11:17. Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust einnig nærri Grindavík á miðvikudag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Búast má við áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu og að áfram finnist stærstu skjálftarnir í hrinunni í grennd við Grindavík. Líklegasta skýring þessarar virkni er kvikuinnskot á 3-9 km dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Líklegast er að virknin ljúki án eldsumbrota.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:22.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telja kvikuna vera á fjögurra til níu kílómetra dýpi Vestan við fjallið Þorbjörn hefur verið óvenju hratt landris í um átta daga eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringanna. 30. janúar 2020 11:06 Allir skjálftar frá miðnætti undir 2,0 að stærð Lítil jarðskjálftavirkni hefur verið síðan um miðnætti við Grindavík og hafa þeir allir verið undir 2,0 að stærð. Enn mælist landris vestan við Þorbjörn. 31. janúar 2020 08:43 Landrisið við Grindavík komið í fjóra sentímetra á tíu dögum Land hefur haldið áfram að rísa við Grindavík í dag og mælist landrisið nú fjórir sentímetrar frá því umbrotahrinan í Eldvörpum og Svartsengi hófst fyrir tíu dögum. 31. janúar 2020 20:22 Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Telja kvikuna vera á fjögurra til níu kílómetra dýpi Vestan við fjallið Þorbjörn hefur verið óvenju hratt landris í um átta daga eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringanna. 30. janúar 2020 11:06
Allir skjálftar frá miðnætti undir 2,0 að stærð Lítil jarðskjálftavirkni hefur verið síðan um miðnætti við Grindavík og hafa þeir allir verið undir 2,0 að stærð. Enn mælist landris vestan við Þorbjörn. 31. janúar 2020 08:43
Landrisið við Grindavík komið í fjóra sentímetra á tíu dögum Land hefur haldið áfram að rísa við Grindavík í dag og mælist landrisið nú fjórir sentímetrar frá því umbrotahrinan í Eldvörpum og Svartsengi hófst fyrir tíu dögum. 31. janúar 2020 20:22
Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent