Heimavellir seldu íbúðirnar á Skaga á 346 milljónum undir markaðsverði Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2020 12:29 Vilhjálmur Birgisson. 18 íbúðir að Holtsflöt 4 voru seldar á 582 milljónir sem gerir að meðaltali rétt rúmar 32 milljónir á íbúð. visir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi segir algerlega forkastanlegt að Heimavelli hafi selt tvær blokkir langt undir fasteignamati án þess að bjóða leigjendum kaup á íbúðum með þeim afslætti. Vilhjálmur segist hafa kynnt sér þann gjörning sem hefur veirð til umfjöllunar að undanförnu og varða sölu leigufélagsins Heimavalla á blokkum að Holtsflöt 4 og Eyrarflöt 2 með þeim afleiðingum að nánast 26 fjölskyldur er í fullkominni angist og kvíða vegna þess að þau verða húsnæðislaus á næstu mánuðum, að sögn Vilhjálms. Fengu blokkirnar á sérkjörum til að tryggja leigjendum húsnæði Vilhjálmur bendir á, líkt og bæjarstjóri Akraness, Sævar Freyr Þráinsson hefur gert, að Heimavellir hafi keypt téðar íbúðir af Íbúðalánasjóði á sérkjörum á sínum tíma með þeim formerkjum að tryggja öflugan og tryggan leigumarkað hér á Akranesi. En nú örfáum árum síðar hafa Heimavellir pakkað saman og selt nánast allar eignir sem þeir fengu á sérkjörum frá Íbúðalánasjóði á sínum tíma, segir Vilhjálmur í harðorðum pistli sem hann birti nú rétt í þessu á Facebooksíðu sinn. Sævar Freyr bæjarstjóri segir að Heimavellir hafi á sínum tíma fengið íbúðirnar á sérkjörum með því fororði að fyrirtækið myndi stuðla að tryggu húsnæði fyrir leigjendur. Það gekk ekki eftir.visir/egill „En hvað skyldi nú Heimavellir hafa selt íbúðirnar á til nýrra eigenda? Jú, ég hef aflað mér þær upplýsingar og hef kaupsamninga undir höndum og þar kemur í ljós að 18 íbúðir að Holtsflöt 4 voru seldar á 582 milljónir sem gerir að meðaltali rétt rúmar 32 milljónir á íbúð! En rétt er að geta þess að fasteignamat fyrir árið 2020 var rétt tæpar 860 milljónir eða 276 milljónum undir fasteignamati eða 47%.“ 37 prósentum undir fasteignamati Og Vilhjálmur heldur áfram: „Heimavellir seldu einnig 8 íbúðir á Eyrarflöt 2 til sömu aðila á 190 milljónir sem gerir að meðaltalsverð á pr. íbúð var 23,7 milljónir. Hins vegar nemur fasteignamat fyrir árið 2020 á þessum 8 íbúðum á Eyrarflötinni um 260 milljónum eða 37% undir fasteignamati.“ Að sögn Vilhjálms seldu Heimavellir nýjum eigendum Eyrarflöt 2 og Holtsflöt 4 þessar tvær blokkir 346 milljónum undir fasteignamati. Vilhjálmur segir það sæta furðu að stjórn Íbúðaláns hafi heimilað þessi eigendaskipti. Akranes Húsnæðismál Tengdar fréttir Bæjarstjórinn telur Skagamenn grátt leikna af Heimavöllum Sævar Freyr Þráinsson sársvekktur út í fyrirtækið Heimavelli. 27. janúar 2020 11:00 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi segir algerlega forkastanlegt að Heimavelli hafi selt tvær blokkir langt undir fasteignamati án þess að bjóða leigjendum kaup á íbúðum með þeim afslætti. Vilhjálmur segist hafa kynnt sér þann gjörning sem hefur veirð til umfjöllunar að undanförnu og varða sölu leigufélagsins Heimavalla á blokkum að Holtsflöt 4 og Eyrarflöt 2 með þeim afleiðingum að nánast 26 fjölskyldur er í fullkominni angist og kvíða vegna þess að þau verða húsnæðislaus á næstu mánuðum, að sögn Vilhjálms. Fengu blokkirnar á sérkjörum til að tryggja leigjendum húsnæði Vilhjálmur bendir á, líkt og bæjarstjóri Akraness, Sævar Freyr Þráinsson hefur gert, að Heimavellir hafi keypt téðar íbúðir af Íbúðalánasjóði á sérkjörum á sínum tíma með þeim formerkjum að tryggja öflugan og tryggan leigumarkað hér á Akranesi. En nú örfáum árum síðar hafa Heimavellir pakkað saman og selt nánast allar eignir sem þeir fengu á sérkjörum frá Íbúðalánasjóði á sínum tíma, segir Vilhjálmur í harðorðum pistli sem hann birti nú rétt í þessu á Facebooksíðu sinn. Sævar Freyr bæjarstjóri segir að Heimavellir hafi á sínum tíma fengið íbúðirnar á sérkjörum með því fororði að fyrirtækið myndi stuðla að tryggu húsnæði fyrir leigjendur. Það gekk ekki eftir.visir/egill „En hvað skyldi nú Heimavellir hafa selt íbúðirnar á til nýrra eigenda? Jú, ég hef aflað mér þær upplýsingar og hef kaupsamninga undir höndum og þar kemur í ljós að 18 íbúðir að Holtsflöt 4 voru seldar á 582 milljónir sem gerir að meðaltali rétt rúmar 32 milljónir á íbúð! En rétt er að geta þess að fasteignamat fyrir árið 2020 var rétt tæpar 860 milljónir eða 276 milljónum undir fasteignamati eða 47%.“ 37 prósentum undir fasteignamati Og Vilhjálmur heldur áfram: „Heimavellir seldu einnig 8 íbúðir á Eyrarflöt 2 til sömu aðila á 190 milljónir sem gerir að meðaltalsverð á pr. íbúð var 23,7 milljónir. Hins vegar nemur fasteignamat fyrir árið 2020 á þessum 8 íbúðum á Eyrarflötinni um 260 milljónum eða 37% undir fasteignamati.“ Að sögn Vilhjálms seldu Heimavellir nýjum eigendum Eyrarflöt 2 og Holtsflöt 4 þessar tvær blokkir 346 milljónum undir fasteignamati. Vilhjálmur segir það sæta furðu að stjórn Íbúðaláns hafi heimilað þessi eigendaskipti.
Akranes Húsnæðismál Tengdar fréttir Bæjarstjórinn telur Skagamenn grátt leikna af Heimavöllum Sævar Freyr Þráinsson sársvekktur út í fyrirtækið Heimavelli. 27. janúar 2020 11:00 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Bæjarstjórinn telur Skagamenn grátt leikna af Heimavöllum Sævar Freyr Þráinsson sársvekktur út í fyrirtækið Heimavelli. 27. janúar 2020 11:00