Mbappé skaut á gagnrýnendur frönsku deildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2020 07:00 Mbappé skýtur ekki aðeins föstum skotum á knattspyrnuvellinum heldur einnig á samfélagsmiðlum. EPA-EFE/YOAN VALAT Kylian Mbappé, leikmaður Paris Saint-Germain og franska landsliðsins, nýtti sér samfélagsmiðilinn Twitter í gærkvöld til að skjóta létt á þá sem hafa gagnrýnt frönsku deildina undanfarin misseri. FARMERS LEAGUE @OL— Kylian Mbappé (@KMbappe) August 15, 2020 Franska úrvalsdeildin hefur verið kölluð „bændadeild“ af mörgum sem telja hana ekki jafn góða og til að mynda ensku, spænsku eða þýsku úrvalsdeildirnar. Er þetta notað sem rök fyrir því að til dæmis Zlatan Ibrahimovic hafi blómstrað í Frakkalndi, því hann hafi verið að spila gegn liðum fullum af bændum frekar en heimsklassa varnarmönnum. Eitthvað hefur þetta farið undir skinnið hjá Mbappé – sem er af mörgum talinn arftaki Lionel Messi og Cristiano Ronaldo þegar kemur að því hver sé besti leikmaður í heimi – en Mbappé er aðeins 21 árs gamall. Eftir ótrúlegan 3-1 sigur Lyon á Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Þar með eru tvö lið úr frönsku deildinni komin í undanúrslit keppninnar. Það sem vekur enn meiri athygli er að Lyon lenti aðeins í 7. sæti deildarinnar sem var aflýst vegna kórónufaraldursins þegar 28 umferðum var lokið. Lyon sló Juventus út í 16-liða úrslitum og þó það verði að teljast ólíklegt að þeir nái að slá stórlið Bayern Munich út í undanúrslitum þá væri glapræði að veðja gegn Frökkunum sem koma sífellt á óvart. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Dembele skaut Lyon áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Lyon og Manchester City mættust í síðusta leik 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Fór það svo að franska liðið vann 3-1 sigur og mætir því Bayern Munich í undanúrslitum. 15. ágúst 2020 21:09 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Kylian Mbappé, leikmaður Paris Saint-Germain og franska landsliðsins, nýtti sér samfélagsmiðilinn Twitter í gærkvöld til að skjóta létt á þá sem hafa gagnrýnt frönsku deildina undanfarin misseri. FARMERS LEAGUE @OL— Kylian Mbappé (@KMbappe) August 15, 2020 Franska úrvalsdeildin hefur verið kölluð „bændadeild“ af mörgum sem telja hana ekki jafn góða og til að mynda ensku, spænsku eða þýsku úrvalsdeildirnar. Er þetta notað sem rök fyrir því að til dæmis Zlatan Ibrahimovic hafi blómstrað í Frakkalndi, því hann hafi verið að spila gegn liðum fullum af bændum frekar en heimsklassa varnarmönnum. Eitthvað hefur þetta farið undir skinnið hjá Mbappé – sem er af mörgum talinn arftaki Lionel Messi og Cristiano Ronaldo þegar kemur að því hver sé besti leikmaður í heimi – en Mbappé er aðeins 21 árs gamall. Eftir ótrúlegan 3-1 sigur Lyon á Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Þar með eru tvö lið úr frönsku deildinni komin í undanúrslit keppninnar. Það sem vekur enn meiri athygli er að Lyon lenti aðeins í 7. sæti deildarinnar sem var aflýst vegna kórónufaraldursins þegar 28 umferðum var lokið. Lyon sló Juventus út í 16-liða úrslitum og þó það verði að teljast ólíklegt að þeir nái að slá stórlið Bayern Munich út í undanúrslitum þá væri glapræði að veðja gegn Frökkunum sem koma sífellt á óvart.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Dembele skaut Lyon áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Lyon og Manchester City mættust í síðusta leik 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Fór það svo að franska liðið vann 3-1 sigur og mætir því Bayern Munich í undanúrslitum. 15. ágúst 2020 21:09 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Dembele skaut Lyon áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Lyon og Manchester City mættust í síðusta leik 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Fór það svo að franska liðið vann 3-1 sigur og mætir því Bayern Munich í undanúrslitum. 15. ágúst 2020 21:09