„Himinn og haf“ á milli KR og Celtic Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2020 08:00 Það verður eflaust í nógu að snúast hjá Beiti Ólafssyni í marki KR gegn Celtic í kvöld. SAMSETT/GETTY/BÁRA Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðin mætast í Glasgow í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vegna kórónuveirufaraldursins er aðeins einn leikur í hverju einvígi í forkeppninni, og því kemst sigurliðið í kvöld áfram í keppninni. Jim Bett þekkir vel til bæði skoska og íslenska boltans. Hann er fyrrverandi leikmaður KR, Vals og skoska landsliðsins, hefur búið hér á landi um árabil og er faðir Baldurs og Calums Þórs sem léku hérlendis mestallan sinn feril. „Ég veit að þetta er stakur leikur sem eykur á taugatitringinn hjá Celtic-mönnum en þeir eru samt mun sterkari en KR-ingar. Það er of mikið undir hjá Celtic í Meistaradeildinni, vegna þeirra peninga sem fást fyrir að ná lengra, og stundum er tap bara ekki möguleiki,“ sagði Bett við Daily Record. Celtic á allt öðru stigi „Maður sér líka þann himinn og haf sem er á milli leikmannahópanna tveggja, og gaurar eins og Odsonne Edouard eru með allt of mikla hæfileika fyrir KR. Auðvitað verður taugatitringur en ef ég héldi með Celtic væri ég ekki að stressa mig á þessu því liðið vinnur KR nokkuð þægilega,“ sagði Bett. Eduoard er 22 ára franskur framherji sem hefur raðað inn mörkum fyrir Celtic síðustu þrjú tímabil. Bett fór einnig yfir lið KR og nefndi Pablo Punyed og fyrirliðann Óskar Örn Hauksson sem lykilmenn í liðinu. Hann benti á að leikmenn KR spiluðu fótbolta fyrst og fremst vegna þess hvað þeir elskuðu íþróttina og að um væri að ræða áhugamenn sem þyrftu að sinna annarri vinnu með boltanum. „Þetta er ágætur hópur af leikmönnum, ekkert meira en það, og Celtic er bara á allt öðru stigi hvað varðar fjármagn og gæði leikmanna. Það mun sjást í þessum leik,“ sagði Bett. KR Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30 Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðin mætast í Glasgow í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vegna kórónuveirufaraldursins er aðeins einn leikur í hverju einvígi í forkeppninni, og því kemst sigurliðið í kvöld áfram í keppninni. Jim Bett þekkir vel til bæði skoska og íslenska boltans. Hann er fyrrverandi leikmaður KR, Vals og skoska landsliðsins, hefur búið hér á landi um árabil og er faðir Baldurs og Calums Þórs sem léku hérlendis mestallan sinn feril. „Ég veit að þetta er stakur leikur sem eykur á taugatitringinn hjá Celtic-mönnum en þeir eru samt mun sterkari en KR-ingar. Það er of mikið undir hjá Celtic í Meistaradeildinni, vegna þeirra peninga sem fást fyrir að ná lengra, og stundum er tap bara ekki möguleiki,“ sagði Bett við Daily Record. Celtic á allt öðru stigi „Maður sér líka þann himinn og haf sem er á milli leikmannahópanna tveggja, og gaurar eins og Odsonne Edouard eru með allt of mikla hæfileika fyrir KR. Auðvitað verður taugatitringur en ef ég héldi með Celtic væri ég ekki að stressa mig á þessu því liðið vinnur KR nokkuð þægilega,“ sagði Bett. Eduoard er 22 ára franskur framherji sem hefur raðað inn mörkum fyrir Celtic síðustu þrjú tímabil. Bett fór einnig yfir lið KR og nefndi Pablo Punyed og fyrirliðann Óskar Örn Hauksson sem lykilmenn í liðinu. Hann benti á að leikmenn KR spiluðu fótbolta fyrst og fremst vegna þess hvað þeir elskuðu íþróttina og að um væri að ræða áhugamenn sem þyrftu að sinna annarri vinnu með boltanum. „Þetta er ágætur hópur af leikmönnum, ekkert meira en það, og Celtic er bara á allt öðru stigi hvað varðar fjármagn og gæði leikmanna. Það mun sjást í þessum leik,“ sagði Bett.
KR Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30 Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30
Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30