Móðir Hildar með gæsahúð og að rifna úr stolti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 18:49 „Það er mikil spenna og jákvæði í garð Hildar í þessu umhverfi sem við erum í hér. Það eru margir sem spá henni sigri og það ýtir auðvitað aðeins undir væntingarnar hjá okkur þegar hún fær svo jákvæðan meðbyr," segir Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, móðir Hildar Guðnadóttur. Ingveldur er stödd í Los Angeles ásamt Hildi og hennar fjölskyldu; syninum Kára og eiginmanninum Sam Slater. Innan skamms heldur hópurinn í Dolby-leikhúsið í Hollywood þar sem óskarsverðlaunin verða afhent í kvöld. Hildur er tilnefnd fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókernum og segja má að hún teljist afar sigurstrangleg. Hefur hún bæði unnið Golden Globe og BAFTA verðlaun fyrir tónlistina og sögulega er sterk fylgni á milli verðlaunahafa þar og á óskarnum. Þar að auki er hún með yfirburðarstöðu í veðbönkum. Samkvæmt síðunni Oddschecker, þar sem stuðlar í veðbönkum eru teknir saman, hafa hátt í áttatíu prósent fjárhættuspilara veðjað á Hildi. Hildur Guðnadóttir í hári og sminki til vinstri og með móður sinni Ingveldi Guðrúnu Ólafsdóttur til hægri. Þegar fréttastofa náði tali af Ingveldi nú síðdegis voru þær mæðgur að snæða morgunverð í Los Angeles með þétta dagskrá framundan. „Svo kemur hérna teymi á eftir sem klæðir hana, sér um hárið og málar," segir Ingveldur sem vildi þó ekkert gefa upp um klæðnaðinn. „Það er algjört hernarðarleyndarmál. En verður frumsýnt á rauða dreglinum núna eftir smá tíma," segir hún glettin. Átta klukkustunda tímamismunur er á Los Angeles og Íslandi en klukkan eitt að staðartíma þarf Hildur að vera mætt að óskarshöllinni. Ingveldur segir að eiginmaður Hildar muni ganga með henni rauða dregilinn en hún verður þar einnig sjálf ásamt syni Hildar. „Við verðum þarna á einhverjum rauðum dregli, hvort það verði á þessum eina sanna veit ég ekki." Veislur hjá Warner Brothers og MadonnuHildur hefur sópað upp stórverðlaunum.Getty/Gareth CattermoleAthöfnin hefst klukkan fimm að staðartíma, eða klukkan eitt að íslenskum tíma, og lýkur klukkan átta. Þá taka veisluhöldin við. Ætla þau að minnsta kosti að fara í veislu hjá Warner Brothers, framleiðanda Jókersins. Þá eru einnig partí hjá Madonnu og Vanity Fair.„Ég veit ekki hvað úthaldið leyfir hjá Hildi. Þetta er búið að vera gríðarlegt álag," segir Ingveldur sem er afar stolt af dótturinni.„Maður er bara alveg ótrúlega glaður, með gæsahúð og að rifna úr stolti. Eins og alltaf reyndar, ég hef alltaf verið mjög stolt af Hildi," segir hún.Hún segir Hildi þó taka þessu öllu af mikilli ró.„Hildur er gríðarlega róleg manneskja. Með mikið jafnaðargeð og hugleiðir þannig hún heldur bar ró sinni. En auðvitað er maður spenntur," segir Ingveldur. Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Það er mikil spenna og jákvæði í garð Hildar í þessu umhverfi sem við erum í hér. Það eru margir sem spá henni sigri og það ýtir auðvitað aðeins undir væntingarnar hjá okkur þegar hún fær svo jákvæðan meðbyr," segir Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, móðir Hildar Guðnadóttur. Ingveldur er stödd í Los Angeles ásamt Hildi og hennar fjölskyldu; syninum Kára og eiginmanninum Sam Slater. Innan skamms heldur hópurinn í Dolby-leikhúsið í Hollywood þar sem óskarsverðlaunin verða afhent í kvöld. Hildur er tilnefnd fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókernum og segja má að hún teljist afar sigurstrangleg. Hefur hún bæði unnið Golden Globe og BAFTA verðlaun fyrir tónlistina og sögulega er sterk fylgni á milli verðlaunahafa þar og á óskarnum. Þar að auki er hún með yfirburðarstöðu í veðbönkum. Samkvæmt síðunni Oddschecker, þar sem stuðlar í veðbönkum eru teknir saman, hafa hátt í áttatíu prósent fjárhættuspilara veðjað á Hildi. Hildur Guðnadóttir í hári og sminki til vinstri og með móður sinni Ingveldi Guðrúnu Ólafsdóttur til hægri. Þegar fréttastofa náði tali af Ingveldi nú síðdegis voru þær mæðgur að snæða morgunverð í Los Angeles með þétta dagskrá framundan. „Svo kemur hérna teymi á eftir sem klæðir hana, sér um hárið og málar," segir Ingveldur sem vildi þó ekkert gefa upp um klæðnaðinn. „Það er algjört hernarðarleyndarmál. En verður frumsýnt á rauða dreglinum núna eftir smá tíma," segir hún glettin. Átta klukkustunda tímamismunur er á Los Angeles og Íslandi en klukkan eitt að staðartíma þarf Hildur að vera mætt að óskarshöllinni. Ingveldur segir að eiginmaður Hildar muni ganga með henni rauða dregilinn en hún verður þar einnig sjálf ásamt syni Hildar. „Við verðum þarna á einhverjum rauðum dregli, hvort það verði á þessum eina sanna veit ég ekki." Veislur hjá Warner Brothers og MadonnuHildur hefur sópað upp stórverðlaunum.Getty/Gareth CattermoleAthöfnin hefst klukkan fimm að staðartíma, eða klukkan eitt að íslenskum tíma, og lýkur klukkan átta. Þá taka veisluhöldin við. Ætla þau að minnsta kosti að fara í veislu hjá Warner Brothers, framleiðanda Jókersins. Þá eru einnig partí hjá Madonnu og Vanity Fair.„Ég veit ekki hvað úthaldið leyfir hjá Hildi. Þetta er búið að vera gríðarlegt álag," segir Ingveldur sem er afar stolt af dótturinni.„Maður er bara alveg ótrúlega glaður, með gæsahúð og að rifna úr stolti. Eins og alltaf reyndar, ég hef alltaf verið mjög stolt af Hildi," segir hún.Hún segir Hildi þó taka þessu öllu af mikilli ró.„Hildur er gríðarlega róleg manneskja. Með mikið jafnaðargeð og hugleiðir þannig hún heldur bar ró sinni. En auðvitað er maður spenntur," segir Ingveldur.
Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira