Móðir Hildar með gæsahúð og að rifna úr stolti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 18:49 „Það er mikil spenna og jákvæði í garð Hildar í þessu umhverfi sem við erum í hér. Það eru margir sem spá henni sigri og það ýtir auðvitað aðeins undir væntingarnar hjá okkur þegar hún fær svo jákvæðan meðbyr," segir Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, móðir Hildar Guðnadóttur. Ingveldur er stödd í Los Angeles ásamt Hildi og hennar fjölskyldu; syninum Kára og eiginmanninum Sam Slater. Innan skamms heldur hópurinn í Dolby-leikhúsið í Hollywood þar sem óskarsverðlaunin verða afhent í kvöld. Hildur er tilnefnd fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókernum og segja má að hún teljist afar sigurstrangleg. Hefur hún bæði unnið Golden Globe og BAFTA verðlaun fyrir tónlistina og sögulega er sterk fylgni á milli verðlaunahafa þar og á óskarnum. Þar að auki er hún með yfirburðarstöðu í veðbönkum. Samkvæmt síðunni Oddschecker, þar sem stuðlar í veðbönkum eru teknir saman, hafa hátt í áttatíu prósent fjárhættuspilara veðjað á Hildi. Hildur Guðnadóttir í hári og sminki til vinstri og með móður sinni Ingveldi Guðrúnu Ólafsdóttur til hægri. Þegar fréttastofa náði tali af Ingveldi nú síðdegis voru þær mæðgur að snæða morgunverð í Los Angeles með þétta dagskrá framundan. „Svo kemur hérna teymi á eftir sem klæðir hana, sér um hárið og málar," segir Ingveldur sem vildi þó ekkert gefa upp um klæðnaðinn. „Það er algjört hernarðarleyndarmál. En verður frumsýnt á rauða dreglinum núna eftir smá tíma," segir hún glettin. Átta klukkustunda tímamismunur er á Los Angeles og Íslandi en klukkan eitt að staðartíma þarf Hildur að vera mætt að óskarshöllinni. Ingveldur segir að eiginmaður Hildar muni ganga með henni rauða dregilinn en hún verður þar einnig sjálf ásamt syni Hildar. „Við verðum þarna á einhverjum rauðum dregli, hvort það verði á þessum eina sanna veit ég ekki." Veislur hjá Warner Brothers og MadonnuHildur hefur sópað upp stórverðlaunum.Getty/Gareth CattermoleAthöfnin hefst klukkan fimm að staðartíma, eða klukkan eitt að íslenskum tíma, og lýkur klukkan átta. Þá taka veisluhöldin við. Ætla þau að minnsta kosti að fara í veislu hjá Warner Brothers, framleiðanda Jókersins. Þá eru einnig partí hjá Madonnu og Vanity Fair.„Ég veit ekki hvað úthaldið leyfir hjá Hildi. Þetta er búið að vera gríðarlegt álag," segir Ingveldur sem er afar stolt af dótturinni.„Maður er bara alveg ótrúlega glaður, með gæsahúð og að rifna úr stolti. Eins og alltaf reyndar, ég hef alltaf verið mjög stolt af Hildi," segir hún.Hún segir Hildi þó taka þessu öllu af mikilli ró.„Hildur er gríðarlega róleg manneskja. Með mikið jafnaðargeð og hugleiðir þannig hún heldur bar ró sinni. En auðvitað er maður spenntur," segir Ingveldur. Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
„Það er mikil spenna og jákvæði í garð Hildar í þessu umhverfi sem við erum í hér. Það eru margir sem spá henni sigri og það ýtir auðvitað aðeins undir væntingarnar hjá okkur þegar hún fær svo jákvæðan meðbyr," segir Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, móðir Hildar Guðnadóttur. Ingveldur er stödd í Los Angeles ásamt Hildi og hennar fjölskyldu; syninum Kára og eiginmanninum Sam Slater. Innan skamms heldur hópurinn í Dolby-leikhúsið í Hollywood þar sem óskarsverðlaunin verða afhent í kvöld. Hildur er tilnefnd fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókernum og segja má að hún teljist afar sigurstrangleg. Hefur hún bæði unnið Golden Globe og BAFTA verðlaun fyrir tónlistina og sögulega er sterk fylgni á milli verðlaunahafa þar og á óskarnum. Þar að auki er hún með yfirburðarstöðu í veðbönkum. Samkvæmt síðunni Oddschecker, þar sem stuðlar í veðbönkum eru teknir saman, hafa hátt í áttatíu prósent fjárhættuspilara veðjað á Hildi. Hildur Guðnadóttir í hári og sminki til vinstri og með móður sinni Ingveldi Guðrúnu Ólafsdóttur til hægri. Þegar fréttastofa náði tali af Ingveldi nú síðdegis voru þær mæðgur að snæða morgunverð í Los Angeles með þétta dagskrá framundan. „Svo kemur hérna teymi á eftir sem klæðir hana, sér um hárið og málar," segir Ingveldur sem vildi þó ekkert gefa upp um klæðnaðinn. „Það er algjört hernarðarleyndarmál. En verður frumsýnt á rauða dreglinum núna eftir smá tíma," segir hún glettin. Átta klukkustunda tímamismunur er á Los Angeles og Íslandi en klukkan eitt að staðartíma þarf Hildur að vera mætt að óskarshöllinni. Ingveldur segir að eiginmaður Hildar muni ganga með henni rauða dregilinn en hún verður þar einnig sjálf ásamt syni Hildar. „Við verðum þarna á einhverjum rauðum dregli, hvort það verði á þessum eina sanna veit ég ekki." Veislur hjá Warner Brothers og MadonnuHildur hefur sópað upp stórverðlaunum.Getty/Gareth CattermoleAthöfnin hefst klukkan fimm að staðartíma, eða klukkan eitt að íslenskum tíma, og lýkur klukkan átta. Þá taka veisluhöldin við. Ætla þau að minnsta kosti að fara í veislu hjá Warner Brothers, framleiðanda Jókersins. Þá eru einnig partí hjá Madonnu og Vanity Fair.„Ég veit ekki hvað úthaldið leyfir hjá Hildi. Þetta er búið að vera gríðarlegt álag," segir Ingveldur sem er afar stolt af dótturinni.„Maður er bara alveg ótrúlega glaður, með gæsahúð og að rifna úr stolti. Eins og alltaf reyndar, ég hef alltaf verið mjög stolt af Hildi," segir hún.Hún segir Hildi þó taka þessu öllu af mikilli ró.„Hildur er gríðarlega róleg manneskja. Með mikið jafnaðargeð og hugleiðir þannig hún heldur bar ró sinni. En auðvitað er maður spenntur," segir Ingveldur.
Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira